Körfubolti

Svona heldur maður upp á tíu milljarða samning

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það vakti mikla athygli í síðustu viku þegar Oklahoma City Thunder lét James Harden fara eftir samningaviðræður sigldu í strand.

Harden var skipt til Houston Rockets og gerði nýjan fimm ára samning við félagið fyrir fyrsta leik.

Oklahoma City Thunder gat mest boðið honum 55 milljónir dollara fyrir fjögur ár en hann fær hinsvegar 80 milljónir dollara frá Houston á næstu fimm árum eða rúmlega 10,2 milljarða íslenskra króna.

Houston Rockets var tilbúið að eyða miklum pening í Harden og hann sýndi af hverju í sínum fyrsta leik í nótt.

Harden endaði leikinn með 37 stig, 12 stoðsendingar, 6 fráköst, 4 stolna bolta og 1 varið skot. Aðeins þrír aðrir leikmenn hafa náð svona tölfræðilínu undanfarin 25 ár; Michael Jordan, Larry Bird og Dwyane Wade.

Það er hægt að sjá svipmyndir frá leiknum með því að smella hér fyrir ofan.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×