Leikhúsið er hálfpartinn verndaður vinnustaður 1. nóvember 2012 00:01 Ragnar segist hafa notað sama verferli við vinnslu leikritsins og hann hefur gert við vinnslu kvikmynda sinna og þáttaraða. fréttablaðið/anton Stutta útgáfan er sú að Magnús Geir borgarleikhússtjóri hefur annað slagið undanfarin ár leitað til mín og spurt hvort ég hafi áhuga á að leikstýra hjá sér. Ég hafði aldrei tíma, var upptekinn við annað, en hafði svo sem alveg áhuga," segir Ragnar. "Magnús gafst svo upp á biðinni í fyrra og við bókuðum þetta í haust. Hann gaf mér algjörlega frítt spil með það hvað ég vildi gera og svo góðu boði gat ég ekki hafnað." Þú ert búinn að vera lengi að þróa verkið, ekki satt? "Ég gekk frá grunnsöguþræði og persónum í fyrra og byrjaði svo að hitta leikarana, einn í einu, í janúar og þróa persónurnar með þeim. Í vor var ég tilbúinn með atriðahandrit og þá tókum við tveggja vikna spuna sem ég festi á filmu. Það varð heilmikill massi af efni, um það bil fjörutíu klukkutímar, sem ég sat svo yfir í tvo mánuði heima í Súðavík í sumar og hamraði út hinn endanlega leiktexta." Er mikill munur á því að vinna í leikhúsinu eða við kvikmyndagerðina? "Það er töluverður munur. Þetta er svona þægileg innivinna en í kvikmyndagerðinni er maður hálfan daginn í bíl að þeytast á milli staða í misjöfnum veðrum og vindum og alltaf eitthvað nýtt að koma upp á. Leikhúsið hins vegar er svona hálfpartinn verndaður vinnustaður. En verkferlið nálgaðist ég á mjög svipaðan hátt og þegar ég er að gera kvikmyndir." Það hefur ekki verið Jón Gnarr sem reddaði þér þessari þægilegu innivinnu, samanber kosningaloforð hans um að útvega vinum sínum slíka vinnu? "Nei, hann hafði nú ekki hönd í bagga held ég, nema hann hafi kannski undirstungið Magnús Geir, ég bara veit það ekki." Talandi um Jón Gnarr, eru einhverjir ódauðlegir karakterar þarna sambærilegir við Vaktakarakterana? "Í augnablikinu finnst mér þeir allir ódauðlegir, en er auðvitað í miðri hringiðunni og kannski ekki dómbær. Tíminn verður að leiða í ljós hvort þeir verða "legendary" en ég get allavega fullyrt að þeir eru mjög eftirminnilegir. Kynjahlutföllin eru líka öll önnur en í Vöktunum, þar var karllægur heimur en hér er upplifun kvenna í forgrunni." Fjallar verkið um rasisma og hatur á innflytjendum? "Einn af útgangspunktum verksins eru fordómar. Þeir birtast í ýmsum myndum og meðal annars er Indíana, aðalpersónan, mjög fordómafull manneskja og bara rasisti, svo það sé sagt hreint út. Í stigaganginum hennar býr fólk héðan og þaðan úr heiminum við litla hrifningu hennar en hún verður líka að kljást við það að stolt hennar og yndi, Gullregnið í garðinum hennar, er líka innflytjandi og á ekki tilverurétt á Íslandi samkvæmt nýrri tilskipun yfirvalda." Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Stutta útgáfan er sú að Magnús Geir borgarleikhússtjóri hefur annað slagið undanfarin ár leitað til mín og spurt hvort ég hafi áhuga á að leikstýra hjá sér. Ég hafði aldrei tíma, var upptekinn við annað, en hafði svo sem alveg áhuga," segir Ragnar. "Magnús gafst svo upp á biðinni í fyrra og við bókuðum þetta í haust. Hann gaf mér algjörlega frítt spil með það hvað ég vildi gera og svo góðu boði gat ég ekki hafnað." Þú ert búinn að vera lengi að þróa verkið, ekki satt? "Ég gekk frá grunnsöguþræði og persónum í fyrra og byrjaði svo að hitta leikarana, einn í einu, í janúar og þróa persónurnar með þeim. Í vor var ég tilbúinn með atriðahandrit og þá tókum við tveggja vikna spuna sem ég festi á filmu. Það varð heilmikill massi af efni, um það bil fjörutíu klukkutímar, sem ég sat svo yfir í tvo mánuði heima í Súðavík í sumar og hamraði út hinn endanlega leiktexta." Er mikill munur á því að vinna í leikhúsinu eða við kvikmyndagerðina? "Það er töluverður munur. Þetta er svona þægileg innivinna en í kvikmyndagerðinni er maður hálfan daginn í bíl að þeytast á milli staða í misjöfnum veðrum og vindum og alltaf eitthvað nýtt að koma upp á. Leikhúsið hins vegar er svona hálfpartinn verndaður vinnustaður. En verkferlið nálgaðist ég á mjög svipaðan hátt og þegar ég er að gera kvikmyndir." Það hefur ekki verið Jón Gnarr sem reddaði þér þessari þægilegu innivinnu, samanber kosningaloforð hans um að útvega vinum sínum slíka vinnu? "Nei, hann hafði nú ekki hönd í bagga held ég, nema hann hafi kannski undirstungið Magnús Geir, ég bara veit það ekki." Talandi um Jón Gnarr, eru einhverjir ódauðlegir karakterar þarna sambærilegir við Vaktakarakterana? "Í augnablikinu finnst mér þeir allir ódauðlegir, en er auðvitað í miðri hringiðunni og kannski ekki dómbær. Tíminn verður að leiða í ljós hvort þeir verða "legendary" en ég get allavega fullyrt að þeir eru mjög eftirminnilegir. Kynjahlutföllin eru líka öll önnur en í Vöktunum, þar var karllægur heimur en hér er upplifun kvenna í forgrunni." Fjallar verkið um rasisma og hatur á innflytjendum? "Einn af útgangspunktum verksins eru fordómar. Þeir birtast í ýmsum myndum og meðal annars er Indíana, aðalpersónan, mjög fordómafull manneskja og bara rasisti, svo það sé sagt hreint út. Í stigaganginum hennar býr fólk héðan og þaðan úr heiminum við litla hrifningu hennar en hún verður líka að kljást við það að stolt hennar og yndi, Gullregnið í garðinum hennar, er líka innflytjandi og á ekki tilverurétt á Íslandi samkvæmt nýrri tilskipun yfirvalda."
Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira