Tískuspekingar söfnuðust saman í New York til að berja nýtt hönnunarsamstarf Maison Martin Margiela og sænska verslanarisans Hennes & Mauritz augum. Tískuhúsið framsækna býður upp á endurbætta útgáfu af lykilflíkum sínum gegnum árin í línunni fyrir H&M. Þar er meðal annars að finna skó með gegnsæjum hæl, frakka í yfirstærð og og víðar buxur. Fatalínan er væntanleg í útvaldar verslanir H&M þann 15. nóvember en eflaust verður slegist um flíkurnar.
Margiela og H&M
