Samsung Galaxy S III er mættur 3. maí 2012 23:30 Suður-Kóreski tæknirisinn Samsung svipti hulunni af nýjasta snjallsíma sínum í dag, Galaxy S III. Samsung er stærsti snjallsímaframleiðandi veraldar og eru Galaxy símarnir vinsælustu vörur fyrirtækisins. Galaxy S III er knúinn af Exynos 4 Quad örgjörvanum. Þessi nýstárlega tækni bíður upp á mun meiri vinnsluhraða en áður (1.4 GHz) og stuðlar um leið að margfalt betri orkunýtingu. Snertiskjár símans er 4.8 tommur og er hann því 22% stærri en skjár Galaxy S II. Upplausn skjásins er 720 X 1280 og styður hann háskerpu afspilun. Tvær myndavélar eru á símanum. Á framhlið hans er 1.9 megapixla myndavél en á bakhliðinni er að finna 8 megapixla háskerpu myndavél. Hönnun og útlit símans tekur mið af forvera sínum en hugmyndasmiðir Samsung hafa þó innleitt fjölda nýjunga sem nær allar hverfast um Android 4.0 stýrikerfið (eða Ice Cream Sandwich). Galaxy S III fer í almenna sölu í Evrópu 29. maí og er væntanlegur til Bandaríkjanna seinna í sumar. Nýlega tók Samsung fram úr Nokia sem vinsælasti farsímaframleiðandi veraldar. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs framleiddi fyrirtækið 93 milljónir síma. Hagnaður Samsung á sama tímabili nam 4.5 milljörðum dollara eða um 585 milljörðum króna. Þessi ótrúlega velgengni má að mörgu leyti rekja til Galaxy S II snjallsímans en hann er einn vinsælasti snjallsími allra tíma. Samsung opinberaði einnig nýja auglýsingu vegna nýja snjallsímans en hana má sjá hér fyrir ofan. Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Suður-Kóreski tæknirisinn Samsung svipti hulunni af nýjasta snjallsíma sínum í dag, Galaxy S III. Samsung er stærsti snjallsímaframleiðandi veraldar og eru Galaxy símarnir vinsælustu vörur fyrirtækisins. Galaxy S III er knúinn af Exynos 4 Quad örgjörvanum. Þessi nýstárlega tækni bíður upp á mun meiri vinnsluhraða en áður (1.4 GHz) og stuðlar um leið að margfalt betri orkunýtingu. Snertiskjár símans er 4.8 tommur og er hann því 22% stærri en skjár Galaxy S II. Upplausn skjásins er 720 X 1280 og styður hann háskerpu afspilun. Tvær myndavélar eru á símanum. Á framhlið hans er 1.9 megapixla myndavél en á bakhliðinni er að finna 8 megapixla háskerpu myndavél. Hönnun og útlit símans tekur mið af forvera sínum en hugmyndasmiðir Samsung hafa þó innleitt fjölda nýjunga sem nær allar hverfast um Android 4.0 stýrikerfið (eða Ice Cream Sandwich). Galaxy S III fer í almenna sölu í Evrópu 29. maí og er væntanlegur til Bandaríkjanna seinna í sumar. Nýlega tók Samsung fram úr Nokia sem vinsælasti farsímaframleiðandi veraldar. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs framleiddi fyrirtækið 93 milljónir síma. Hagnaður Samsung á sama tímabili nam 4.5 milljörðum dollara eða um 585 milljörðum króna. Þessi ótrúlega velgengni má að mörgu leyti rekja til Galaxy S II snjallsímans en hann er einn vinsælasti snjallsími allra tíma. Samsung opinberaði einnig nýja auglýsingu vegna nýja snjallsímans en hana má sjá hér fyrir ofan.
Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira