Innlent

Fékk sér húðflúr með mynd af pabba

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Össur Hafþórsson skipuleggur mikla húðflúrveislu um helgina.
Össur Hafþórsson skipuleggur mikla húðflúrveislu um helgina.
Persónuleg húðflúr eru að verða vinsælustu húðflúrin sem fólk fær sér um þessar mundir, segir Össur Hafþórsson einn af skipuleggjendum húðflúrhátíðar sem haldin er á Bar 11 um helgina. Í samtali við Reykjavík síðdegis í dag tók hann dæmi um stelpu sem kom til hans með mynd af pabba sínum og vildi að hún yrði flúruð á.

„Þannig að menn geta verið að velja úr allskonar stílum eða allskonar málverkum eins og má orða það," segir Össur, sem segir jafnframt að húðflúrarar frá fimm eða sex löndum verði á hátíðinni um helgina.

Össur segir að menning húðflúrara hafi breyst mjög mikið að undanförnu enda verði húðflúr sífellt vinsælli. „Það eru allir komnir með þetta og menn eru með stærri verk og þetta er meira meðtekið af samfélaginu. Þetta eru ekki bara sjómenn og einhverjir glæpamenn sem eru með þetta. Þetta er bara venjulegt fólk," segir Össur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×