Spánverjinn Rafael Nadal lenti í engum vandræðum með landa sinn David Ferrer í undanúrslitum Opna franska meistaramótsins í tennis. Hann hefur ekki enn tapað setti á mótinu.
Nadal komst þar með í úrslit þessa móts í sjöunda sinn á ferlinum og jafnaði hann þar með met Svíans Björn Borg. Hingað til hefur Spánverjinn öflugi unnið alla sína úrslitaleiki í París og fátt sem gefur til kynna að annað verði upp á teningnum nú.
Nadal mætir annað hvort Novak Djokovic eða Rafael Nadal í úrslitunum en síðari undanúrslitaviðureignin hefst innan stundar og er í beinni útsendingu á Eurosport.
Sigurinn í dag var öruggur, svo ekki sé meira sagt. Nadal var með talsverða yfirburði í öllum settum og vann 6-2, 6-2 og 6-1.
Úrslitaleikurinn í einliðaleik karla fer fram á sunnudag.
Nadal í úrslit eftir auðveldan sigur
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn

Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“
Íslenski boltinn

Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir
Íslenski boltinn




Haaland flúði Manchester borg
Enski boltinn



„Skandall“ í gær en uppselt í dag
Fótbolti