Grænlendingum ráðlagt að nota pottlok gegn hvítabjörnum Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júní 2012 11:15 Svona taka Íslendingar á móti ísbjörnum. Frá Hrauni á Skaga í júní 2008. Grænlensk stjórnvöld freista þess nú með öllum ráðum að koma í veg fyrir að ísbirnir séu skotnir að óþörfu. Umgengnisreglur hafa verið settar sem banna mönnum að fæða ísbirni og íbúar eru eindregið varaðir við því að elta þá uppi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sjávarútvegs-,veiði- og landbúnaðarráðuneytis Grænlands í tilefni af því að hvítabjörn var skotinn við Nuuk síðastliðinn sunnudag. Veiðieftirlitsmenn töldu sig neydda til að drepa björninn í sumarbústaðahverfi skammt frá höfuðstaðnum en forvitni fólks er þó kennt um hvernig fór. Björninn hafði haldið sig um nokkurt skeið við sumarbústaðina. Þar vakti hann mikla athygli fólks sem flykktist að til að sjá dýrið, en setti sig um leið í hættu. Ráðuneytið segir að öll kynni ísbjarna af mönnum, þar sem ekki sé beinlínis verið að veiða þá, venji ísbirni á að vera nálægt fólki og byggðum svæðum. Menn verði að hafa í huga að hvítabirnir séu rándýr og það geti verið lífshættulegt að vera nálægt þeim, þar sem þeir geti verið óútreiknanlegir. Hverjum þeim sem ekki hafi gilt leyfi til að veiða ísbjörn beri skylda til að yfirgefa svæðið strax og upplýsa lögreglu eða veiðieftirlitsmann um veru ísbjarnar. Í slíkum tilvikum beri mönnum að hlýta fyrirmælum veiðieftirlitsmanns. Það sé til að tryggja að ísbjörninn geti haldið áfram för sinni án þess að vera truflaður að óþörfu eða hugsanlega skotinn. Í umgengnisreglunum segir að besta leiðin til að forðast árás ísbjarna sé að halda sig í góðri fjarlægð. Verði menn varir við ísbjörn beri mönnum að yfirgefa svæðið. Í tilfellum þar sem ísbjörn nálgist byggð svæði skuli reynt að hræða hann í burtu með riffilskoti, merkjabyssu eða þvíumlíku. Málmhljóð, eins og með því að slá saman pottlokum, megi einnig nota til að hræða ísbjörn burt. Lögregla, bæjarfógeti eða veiðieftirlitsmaður eigi að standa að því að hrekja ísbjörn burt. Smábátar, vélsleðar og fjórhjól geti nýst til að koma honum á flótta. Það skuli þó gerast hægt og rólega, og aðeins á fárra kílómetra hraða. Ísbirnir ofhitni fljótt, sem geti leitt til dauða þeirra. Á svæðum þar sem hvítabirnir halda sig að staðaldri ættu menn þó ætíð að hafa með sér öflugan riffill og ef sofið er í tjaldi að hafa ísbjarnavakt. Þá er mönnum ráðlagt að hafa minnst 50 metra fjarlægð milli tjalds og matvæla, og matarafganga skuli sömuleiðis geyma fjarri svefntjaldi. Í reglunum segir að aflífun ísbjarna sé undir öllum kringumstæðum síðasta úrræði. Ráðuneytið skuli meta, eftir því sem aðstæður leyfa, hvort slíkt sé nauðsynlegt. Það sé meginregla að lögregla, bæjarfógeti eða veiðieftirlitsmaður standi að aflífun. Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Sjá meira
Grænlensk stjórnvöld freista þess nú með öllum ráðum að koma í veg fyrir að ísbirnir séu skotnir að óþörfu. Umgengnisreglur hafa verið settar sem banna mönnum að fæða ísbirni og íbúar eru eindregið varaðir við því að elta þá uppi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sjávarútvegs-,veiði- og landbúnaðarráðuneytis Grænlands í tilefni af því að hvítabjörn var skotinn við Nuuk síðastliðinn sunnudag. Veiðieftirlitsmenn töldu sig neydda til að drepa björninn í sumarbústaðahverfi skammt frá höfuðstaðnum en forvitni fólks er þó kennt um hvernig fór. Björninn hafði haldið sig um nokkurt skeið við sumarbústaðina. Þar vakti hann mikla athygli fólks sem flykktist að til að sjá dýrið, en setti sig um leið í hættu. Ráðuneytið segir að öll kynni ísbjarna af mönnum, þar sem ekki sé beinlínis verið að veiða þá, venji ísbirni á að vera nálægt fólki og byggðum svæðum. Menn verði að hafa í huga að hvítabirnir séu rándýr og það geti verið lífshættulegt að vera nálægt þeim, þar sem þeir geti verið óútreiknanlegir. Hverjum þeim sem ekki hafi gilt leyfi til að veiða ísbjörn beri skylda til að yfirgefa svæðið strax og upplýsa lögreglu eða veiðieftirlitsmann um veru ísbjarnar. Í slíkum tilvikum beri mönnum að hlýta fyrirmælum veiðieftirlitsmanns. Það sé til að tryggja að ísbjörninn geti haldið áfram för sinni án þess að vera truflaður að óþörfu eða hugsanlega skotinn. Í umgengnisreglunum segir að besta leiðin til að forðast árás ísbjarna sé að halda sig í góðri fjarlægð. Verði menn varir við ísbjörn beri mönnum að yfirgefa svæðið. Í tilfellum þar sem ísbjörn nálgist byggð svæði skuli reynt að hræða hann í burtu með riffilskoti, merkjabyssu eða þvíumlíku. Málmhljóð, eins og með því að slá saman pottlokum, megi einnig nota til að hræða ísbjörn burt. Lögregla, bæjarfógeti eða veiðieftirlitsmaður eigi að standa að því að hrekja ísbjörn burt. Smábátar, vélsleðar og fjórhjól geti nýst til að koma honum á flótta. Það skuli þó gerast hægt og rólega, og aðeins á fárra kílómetra hraða. Ísbirnir ofhitni fljótt, sem geti leitt til dauða þeirra. Á svæðum þar sem hvítabirnir halda sig að staðaldri ættu menn þó ætíð að hafa með sér öflugan riffill og ef sofið er í tjaldi að hafa ísbjarnavakt. Þá er mönnum ráðlagt að hafa minnst 50 metra fjarlægð milli tjalds og matvæla, og matarafganga skuli sömuleiðis geyma fjarri svefntjaldi. Í reglunum segir að aflífun ísbjarna sé undir öllum kringumstæðum síðasta úrræði. Ráðuneytið skuli meta, eftir því sem aðstæður leyfa, hvort slíkt sé nauðsynlegt. Það sé meginregla að lögregla, bæjarfógeti eða veiðieftirlitsmaður standi að aflífun.
Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Sjá meira