Folf er allt öðruvísi en golf 8. júní 2012 10:00 Haukur Arnar segir mikla sprengingu hafa orðið innan íþróttarinnar þegar folfvöllurinn á Klambratúni opnaði síðasta sumar. Fréttablaðið/vilhelm „Þetta er íþrótt sem allir geta stundað. Bæði er vinsælt að fólk komi með börnin sín og leiki sér að kasta og svo geta hörðustu keppnismenn sökkt sér í pælingar um kasttækni og diska,“ segir Haukur Arnar Árnason, einn helsti frisbígolfspilari landsins. Folfíþróttin hefur slegið í gegn á Íslandi að undanförnu, en hún snýst um að koma frisbídisk í þar til gerða körfu í sem fæstum köstum. „Þetta er byggt upp svipað og golf en tæknin er allt önnur og ekkert samhengi er á milli þess að vera góður í folfi og að vera góður í golfi,“ segir Haukur. Fyrsti folfvöllurinn kom á Úlfljótsvatni árið 2000 og 2003 opnaði völlur í Gufunesi í Grafarvogi. Þá varð til um 30 manna kjarni sem fór að stunda íþróttina reglulega en það var loks síðasta sumar sem almenningur tók við sér. „Við fengum völlinn á Klambratúni í júlí 2011 og það er varla hægt að lýsa sprengingunni sem varð í kjölfarið,“ segir Haukur sem telur að nú sé hægt að telja iðkendur íþróttarinnar í hundruðum. Haukur hefur séð um innflutning á diskum og körfum fyrir folf og segir hann þetta vera ódýrt sport. „Það hlýst aldrei neitt stórkostlegt fjárhagslegt tjón af því að týna diski en það getur verið mikið sálrænt tjón þar sem allir diskar eiga sér sögu,“ segir hann og hlær. Aðspurður segist hann ekki hafa áhyggjur af því að íþróttin sé tískubóla sem muni springa. „Folf er það sport sem hefur verið í hvað örustum vexti í heiminum síðastliðin 10-15 ár samfleytt og hvar sem það nær fótfestu er það komið til að vera,“ segir hann. Íslenska frisbígolfsambandið stendur fyrir hittingum á Klambratúni alla mánudaga og í Gufunesi á miðvikudögum. „Þangað er öllum velkomið að mæta og við getum lánað fólki diska og kennt þeim leikinn,“ segir Haukur sem mætir líka á Klambratún alla þriðjudaga klukkan 17 og býður áhugasömum upp á kennslu. Sérstakar kvennaæfingar eru svo nýfarnar af stað á Klambratúni á miðvikudögum klukkan 18 en allt er þetta fólki að kostnaðarlausu. Félagið stendur fyrir ýmsum mótum hérlendis auk þess sem meðlimir hafa tekið þátt í mótum erlendis. Nýlega tók Haukur þátt í Opna breska meistaramótinu í folfi þar sem hann lenti í 4.-5. sæti af 50 þátttakendum. „Það var verið að halda það mót 34. árið í röð, svo það sýnir manni að þetta sport er ekkert nýtt af nálinni,“ segir hann. Hægt er að kynna sér íþróttina nánar á www.folf.is. tinnaros@frettabladid.is Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira
„Þetta er íþrótt sem allir geta stundað. Bæði er vinsælt að fólk komi með börnin sín og leiki sér að kasta og svo geta hörðustu keppnismenn sökkt sér í pælingar um kasttækni og diska,“ segir Haukur Arnar Árnason, einn helsti frisbígolfspilari landsins. Folfíþróttin hefur slegið í gegn á Íslandi að undanförnu, en hún snýst um að koma frisbídisk í þar til gerða körfu í sem fæstum köstum. „Þetta er byggt upp svipað og golf en tæknin er allt önnur og ekkert samhengi er á milli þess að vera góður í folfi og að vera góður í golfi,“ segir Haukur. Fyrsti folfvöllurinn kom á Úlfljótsvatni árið 2000 og 2003 opnaði völlur í Gufunesi í Grafarvogi. Þá varð til um 30 manna kjarni sem fór að stunda íþróttina reglulega en það var loks síðasta sumar sem almenningur tók við sér. „Við fengum völlinn á Klambratúni í júlí 2011 og það er varla hægt að lýsa sprengingunni sem varð í kjölfarið,“ segir Haukur sem telur að nú sé hægt að telja iðkendur íþróttarinnar í hundruðum. Haukur hefur séð um innflutning á diskum og körfum fyrir folf og segir hann þetta vera ódýrt sport. „Það hlýst aldrei neitt stórkostlegt fjárhagslegt tjón af því að týna diski en það getur verið mikið sálrænt tjón þar sem allir diskar eiga sér sögu,“ segir hann og hlær. Aðspurður segist hann ekki hafa áhyggjur af því að íþróttin sé tískubóla sem muni springa. „Folf er það sport sem hefur verið í hvað örustum vexti í heiminum síðastliðin 10-15 ár samfleytt og hvar sem það nær fótfestu er það komið til að vera,“ segir hann. Íslenska frisbígolfsambandið stendur fyrir hittingum á Klambratúni alla mánudaga og í Gufunesi á miðvikudögum. „Þangað er öllum velkomið að mæta og við getum lánað fólki diska og kennt þeim leikinn,“ segir Haukur sem mætir líka á Klambratún alla þriðjudaga klukkan 17 og býður áhugasömum upp á kennslu. Sérstakar kvennaæfingar eru svo nýfarnar af stað á Klambratúni á miðvikudögum klukkan 18 en allt er þetta fólki að kostnaðarlausu. Félagið stendur fyrir ýmsum mótum hérlendis auk þess sem meðlimir hafa tekið þátt í mótum erlendis. Nýlega tók Haukur þátt í Opna breska meistaramótinu í folfi þar sem hann lenti í 4.-5. sæti af 50 þátttakendum. „Það var verið að halda það mót 34. árið í röð, svo það sýnir manni að þetta sport er ekkert nýtt af nálinni,“ segir hann. Hægt er að kynna sér íþróttina nánar á www.folf.is. tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira