Menntun má tæta Brynja Dís Björnsdóttir skrifar 11. febrúar 2012 06:00 Tilraunir sveitarfélaga til að treysta fjárhagsstöðu sína og draga úr útgjöldum hafa falist í fækkun skóla, sameiningu skóla, niðurskurði til skólamála, myndun nýrra skóla með samfléttingu á grunn-, leik- og tónskólum og fækkun starfsfólks í grunnskólum landsins. Skólarnir hafa þurft að taka á sig stærstan hluta þess niðurskurðar sem sveitarfélögin hafa stýrt. Nú er komið að sársaukamörkum, sveitarfélögum landsins mun verða ljóst að skólarnir geta naumast starfað með þann litla stuðning sem þau fá frá sveitarfélögunum. Forsenda skólastarfs verður og er alltaf starfsfólkið og á því hvílir mikil ábyrgð nú þegar sveitarfélögin hafa svelt skólana nær viðstöðulaust í fjögur ár. Fjármagn til skólamála þarf að aukast verulega svo skólarnir nái að uppfylla skyldur sínar samkvæmt lögum og reglugerðum og kröfum samfélagsins í dag til skólanna. Smám saman mun skólastarfið og starfsfólk skólanna snúa vörn í sókn. Reiði fólksins mun ná hámarki vegna þess ömurlega hugarfars sem sveitarfélög hafa gagnvart skólum, nemendum og menntun þeirra. Von skóla í dag er tormelt því sveitarfélögin eru ekki hætt niðurskurði, þau finna sífellt nýjar og sársaukafyllri leiðir til að ná fram sætum hagnaði í fjárhagsuppgjöri mánaðarins. Nú geta skólarnir ekki tekið á sig meiri niðurskurð og sveitarfélög landsins verða að finna leiðir til að fjármagna skólastarfið og smám saman styrkja menntun í samfélaginu. Ýmislegt neikvætt hefur verið sagt um ungmenni okkar og æsku landsins. Þessi umræða hefur oftar en ekki komið frá menntafólki sem sakar skólana um ófaglegt starf, getuleysi og vanhæft starfsfólk. Skólafólk er orðið langþreytt á fjandskap háskólamenntaðs fólks á störfum þeirra og skólastarfi í landinu. Umræða um skólana í landinu þarf að vera uppbyggileg og fordómalaus. Menntað háskólafólk á ekki að leyfa sér niðurrif grunnskólastarfs með orðum sínum og athöfnum vegna sinnuleysis sveitarfélaga. Umræðan nú í dag þarf að beinast að hlutverki og ábyrgð sveitarfélaga gagnvart menntun barnanna okkar. Sveitarfélög taka ómarkviss og vanhugsuð niðurskurðarskref undir gáleysislegu skjalli menntamannanna og háskólasamfélagsins. Margt verður að breytast og það verður að setja fjármagn í menntun barnanna okkar. Það verður að gera skólana mikilvæga og sjá til þess að þeir geti uppfyllt kröfur nútímasamfélags um menntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Tilraunir sveitarfélaga til að treysta fjárhagsstöðu sína og draga úr útgjöldum hafa falist í fækkun skóla, sameiningu skóla, niðurskurði til skólamála, myndun nýrra skóla með samfléttingu á grunn-, leik- og tónskólum og fækkun starfsfólks í grunnskólum landsins. Skólarnir hafa þurft að taka á sig stærstan hluta þess niðurskurðar sem sveitarfélögin hafa stýrt. Nú er komið að sársaukamörkum, sveitarfélögum landsins mun verða ljóst að skólarnir geta naumast starfað með þann litla stuðning sem þau fá frá sveitarfélögunum. Forsenda skólastarfs verður og er alltaf starfsfólkið og á því hvílir mikil ábyrgð nú þegar sveitarfélögin hafa svelt skólana nær viðstöðulaust í fjögur ár. Fjármagn til skólamála þarf að aukast verulega svo skólarnir nái að uppfylla skyldur sínar samkvæmt lögum og reglugerðum og kröfum samfélagsins í dag til skólanna. Smám saman mun skólastarfið og starfsfólk skólanna snúa vörn í sókn. Reiði fólksins mun ná hámarki vegna þess ömurlega hugarfars sem sveitarfélög hafa gagnvart skólum, nemendum og menntun þeirra. Von skóla í dag er tormelt því sveitarfélögin eru ekki hætt niðurskurði, þau finna sífellt nýjar og sársaukafyllri leiðir til að ná fram sætum hagnaði í fjárhagsuppgjöri mánaðarins. Nú geta skólarnir ekki tekið á sig meiri niðurskurð og sveitarfélög landsins verða að finna leiðir til að fjármagna skólastarfið og smám saman styrkja menntun í samfélaginu. Ýmislegt neikvætt hefur verið sagt um ungmenni okkar og æsku landsins. Þessi umræða hefur oftar en ekki komið frá menntafólki sem sakar skólana um ófaglegt starf, getuleysi og vanhæft starfsfólk. Skólafólk er orðið langþreytt á fjandskap háskólamenntaðs fólks á störfum þeirra og skólastarfi í landinu. Umræða um skólana í landinu þarf að vera uppbyggileg og fordómalaus. Menntað háskólafólk á ekki að leyfa sér niðurrif grunnskólastarfs með orðum sínum og athöfnum vegna sinnuleysis sveitarfélaga. Umræðan nú í dag þarf að beinast að hlutverki og ábyrgð sveitarfélaga gagnvart menntun barnanna okkar. Sveitarfélög taka ómarkviss og vanhugsuð niðurskurðarskref undir gáleysislegu skjalli menntamannanna og háskólasamfélagsins. Margt verður að breytast og það verður að setja fjármagn í menntun barnanna okkar. Það verður að gera skólana mikilvæga og sjá til þess að þeir geti uppfyllt kröfur nútímasamfélags um menntun.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar