Fótbolti

Henry sendi líka stuðningsmönnum Red Sox opið bréf

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
John Henry, eigandi Liverpool, sendi stuðningsmönnum Liverpool opið bréf í vikunni. Nú hefur hann gert það sama til stuðningsmanna hafnaboltaliðsins Boston Red Sox.

Í Liverpool-bréfinu sagði hann meðal annars að ætlunin væri að setja ekki félagið á hausinn með slæmum fjárfestingum. Hugsunin væri að byggja upp lið til framtíðar.

Það kvað við annan tón í Red Sox-bréfinu, þar sem Henry hét því að Red Sox myndi ekki spara við útgjöldin og að liðið yrði áfram með næsthæstu launaskrá allra liða í bandarísku deildinni.

„Við munum sinna þessari íþrótt alla daga ársins. Við erum enn staðráðnir í því að vinna titla með Red Sox," skrifaði Henry.

Liverpool hefur ekki byrjað vel á tímabilinu í Englandi og er í fallsæti með eitt stig eftir þrjár umferðir. Liðið náði ekki að styrkja sig á lokadögum félagaskiptagluggans eins og forráðamenn liðsins ætluðu sér að gera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×