Sport

Cilic hafði betur í næstlengsta leik í sögu Wimbledon

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Cilic slær bakhönd í leiknum gegn Querrey.
Cilic slær bakhönd í leiknum gegn Querrey. Nordicphotos/Getty
Marin Cilic lagði Bandaríkjamanninn Sam Querrey í langloku fimm setta leik í 3. umferð einliðaleiks karla í tennis á Wimbledon í gær. Leikurinn tók fimm og hálfa klukkustund sem er næst lengsti leikur í sögu mótsins.

Minningar af viðureign John Isner og Nicolas Mahut gerðu vart við sig í London í dag. Kapparnir öttu kappi á Wimbledon mótinu árið 2010 í fimm setta leik sem tók rúmar ellefu klukkustundir.

Lokasett Ilic og Querrey í dag fór 17-15 en Ilic hafði tækifæri til að tryggja sér sigur í stöðunni 6-5 en brást bogalistin. Lokasettið tók rúmar tvær klukkustundir en úrslitin urðu 7-6-, 6-4, 6-7, 6-7 og 17-15 Króatanum í vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×