Fróði og Sigurður með óvæntan sigur í A-flokki 1. júlí 2012 00:00 Mynd / Eiðfaxi Fróði frá Staðartungu og Sigurður Sigurðarson komu flestum á óvart og höfðu sigur í stórkostlegum lokaúrslitum A-flokks gæðinga á Landsmóti hestamanna í Víðidal. Aðeins örfáar kommur skildu að hina glæsilegu gæðinga. Sýning á tölti var jöfn enda hlutu þrír hestar sömu einkunn. Hæstur var þó Fláki sem fékk 8,92 og voru áhorfendur heyranlega á sama máli og dómarar því þeir fögnuðu einkunn hans vel. Gæðingarnir voru nokkuð jafnir á brokki, Stakkur frá Halldórsstöðum átti góðan sprett og hlaut hæstu einkunn keppenda 8,78 á meðan Fláki hlaut lægstu einkunn 8,50. Fláki og Stakkur brokkuðu samhliða og var greinilega nokkur keppni á milli gæðinganna. Mikil spenna lá í loftinu þegar gæðingarnir þeystu tvo spretti á skeiði og landsmótsgestir fögnuðu ákaft góðum sprettum. Þar var Lotta frá Hellu í nokkru uppáhaldi hjá áhorfendum. Skeiðaði hún taktfast og örugglega og hlaut 9,12 í einkunn fyrir vikið og enduðu þau í fjórða sæti. Sigurður Sigurðarson var í miklu stuði á Fróða frá Staðartungu og hefur ekki látið „tapið" í B-flokki hafa áhrif á keppnisgleði sína. Hlutu þeir glæsilega 8,82 fyrir tölt og fóru mikinn á skeiðinu. Þeir uppskáru 9,16 fyrir glæsispretti, voru hæstir allra keppenda og sigruðu nokkuð óvænt.Keppandi/ tölt/brokk/skeið/vilji/fegurð í reið/lokaeinkunn 1. Fróði frá Staðartungu og Sigurður Sigurðarson: 8,82 - 8,60 - 9,16 - 9,00 - 8,96 = 8,92 2. Fláki frá Blesastöðum 1A og Þórður Þorgeirsson: 8,92 - 8,50 - 8,92 - 8,84 - 9,02 = 8,88 3. Stakkur frá Halldórsstöðum og Sigurbjörn Bárðarson: 8,62 - 8,78 - 9,08 - 8,98 - 8,78 = 8,86 4. Lotta frá Hellu og Hans Þór Hilmarsson: 8,54 - 8,60 - 9,12 - 8,90 - 8,64 = 8,78 5. Grunnur frá Grund II og Sigursteinn Sumarliðason: 8,62 -8,76 - 8,78 - 8,72 - 8,80 = 8,73 6. Hringur frá Fossi og Sigurður Vignir Matthíasson: 8,64 - 8,70 - 8,80 - 8,72 - 8,70 =8,71 7. Hnokki frá Þúfum og Mette Mannseth: 8,56 - 8,64 - 8,54 - 8,56 - 8,58 = 8,57 8. Sálmur frá Halakoti og Atli Guðmundsson: 8,62 - 8,30 - 8,42 - 8,46 -8,46 = 8,47 Hestar Scroll-Landsmot Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Sjá meira
Fróði frá Staðartungu og Sigurður Sigurðarson komu flestum á óvart og höfðu sigur í stórkostlegum lokaúrslitum A-flokks gæðinga á Landsmóti hestamanna í Víðidal. Aðeins örfáar kommur skildu að hina glæsilegu gæðinga. Sýning á tölti var jöfn enda hlutu þrír hestar sömu einkunn. Hæstur var þó Fláki sem fékk 8,92 og voru áhorfendur heyranlega á sama máli og dómarar því þeir fögnuðu einkunn hans vel. Gæðingarnir voru nokkuð jafnir á brokki, Stakkur frá Halldórsstöðum átti góðan sprett og hlaut hæstu einkunn keppenda 8,78 á meðan Fláki hlaut lægstu einkunn 8,50. Fláki og Stakkur brokkuðu samhliða og var greinilega nokkur keppni á milli gæðinganna. Mikil spenna lá í loftinu þegar gæðingarnir þeystu tvo spretti á skeiði og landsmótsgestir fögnuðu ákaft góðum sprettum. Þar var Lotta frá Hellu í nokkru uppáhaldi hjá áhorfendum. Skeiðaði hún taktfast og örugglega og hlaut 9,12 í einkunn fyrir vikið og enduðu þau í fjórða sæti. Sigurður Sigurðarson var í miklu stuði á Fróða frá Staðartungu og hefur ekki látið „tapið" í B-flokki hafa áhrif á keppnisgleði sína. Hlutu þeir glæsilega 8,82 fyrir tölt og fóru mikinn á skeiðinu. Þeir uppskáru 9,16 fyrir glæsispretti, voru hæstir allra keppenda og sigruðu nokkuð óvænt.Keppandi/ tölt/brokk/skeið/vilji/fegurð í reið/lokaeinkunn 1. Fróði frá Staðartungu og Sigurður Sigurðarson: 8,82 - 8,60 - 9,16 - 9,00 - 8,96 = 8,92 2. Fláki frá Blesastöðum 1A og Þórður Þorgeirsson: 8,92 - 8,50 - 8,92 - 8,84 - 9,02 = 8,88 3. Stakkur frá Halldórsstöðum og Sigurbjörn Bárðarson: 8,62 - 8,78 - 9,08 - 8,98 - 8,78 = 8,86 4. Lotta frá Hellu og Hans Þór Hilmarsson: 8,54 - 8,60 - 9,12 - 8,90 - 8,64 = 8,78 5. Grunnur frá Grund II og Sigursteinn Sumarliðason: 8,62 -8,76 - 8,78 - 8,72 - 8,80 = 8,73 6. Hringur frá Fossi og Sigurður Vignir Matthíasson: 8,64 - 8,70 - 8,80 - 8,72 - 8,70 =8,71 7. Hnokki frá Þúfum og Mette Mannseth: 8,56 - 8,64 - 8,54 - 8,56 - 8,58 = 8,57 8. Sálmur frá Halakoti og Atli Guðmundsson: 8,62 - 8,30 - 8,42 - 8,46 -8,46 = 8,47
Hestar Scroll-Landsmot Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Sjá meira