Innlent

Jóhanna Sigurðardóttir: Niðurstaðan er afgerandi

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. MYND / GVA
„Þetta er afgerandi niðurstaða í lýðræðislegum kosningum þar sem fólkið hefur sagt sína skoðun og hana bera að sjálfsögðu að virða og ég óska forsetanum til hamingju og óska honum alls góðs með endurkjörið," segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í viðtali við fréttastofu en þar með er hún fyrsti stjórnmálamaðurinn til þess að óska Ólafi Ragnari Grímssyni til hamingju með endurkjör sitt.

Jóhönnu finnst fólk hafa blandað fullmikið saman störfum ríkisstjórnarinnar og forsetans í kosningabaráttunni, „sem að mér finnst nú vera mikil einföldun og langsótt," bætir hún við.

„Maður hefur fundið fyrir því að það hefur verið að reyna að kenna ríkisstjórninni um í þessum málum og ég verð nú bara að segja það að mér finnst það vanvirðing við kjósendur að reyna að halda því fram að það er verið að kjósa um eitthvað annað en forseta en þetta hefur verið nokkuð áberandi í forsetakosningunum" segir Jóhanna

Hún segir svo dræma kosningaþátttöku vera umhugsunarefni: „Þetta er auðvitað umhugsunarvert, þessi þróun og hvað kosningaþátttaka var lítil. Ég held að ég fari rétt með að hún hafi aðeins einu sinni verið minni," segir Jóhanna en í forsetakosningunum árið 2004 var kosningaþátttakan nokkuð minni, eða 62,9 prósent. „Þá hljóta menn að velta fyrir sér, vegna þess að það er mjög mikilvægt, að fólk nýti sér sinn lýðræðislega rétt í öllum kosningum," bætir hún við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×