Björgólfur er viðskiptamaður ársins Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 28. desember 2012 07:00 Björgólfur Jóhannsson tók við starfi forstjóra Icelandair Group í byrjun árs 2008 eftir langan feril í íslenskum sjávarútvegi.Fréttablaðið/Valli Dómnefnd Markaðarins valdi Björgólf Jóhannsson, forstjóra Icelandair Group, viðskiptamann ársins 2012. Árið var enda viðburðaríkt hjá félaginu. Það opnaði hótel við höfnina í Reykjavík og stækkaði hótel sitt á Akureyri. Hryggjarstykki félagsins, Icelandair, jók verulega sætaframboð og hefur flutt tvær milljónir farþega á árinu sem er met. Þá gekk félagið frá kaupum á tólf flugvélum frá Boeing í nóvember. „Fyrst og síðast lít ég á þetta sem viðurkenningu fyrir starfsfólkið, öflugan hóp eigenda félagsins og svo þá samstilltu stjórn sem starfar með mér,“ segir Björgólfur um útnefninguna og heldur áfram: „Þegar svona viðurkenning kemur þá finnur maður auðvitað líka fyrir smá stolti en ég legg áherslu á að þó mitt nafn sé tengt verðlaununum þá eru þetta aðallega verðlaun starfsfólksins.“ Björgólfur segir að umsvif félagsins á árinu séu til marks um það að félagið sé í sóknarhug. „Við höfum haft skýra vaxtarstefnu frá hruni þegar við lentum í hremmingum sem félagið var í raun ekki nægilega vel búið undir. Snemma árs 2009 var ákveðið að við myndum framvegis leggja áherslu á að vaxa með ferðamannastraumi til og frá Íslandi en þar með var horfið frá þeirri stefnu að vaxa með yfirtöku á félögum. Þetta hefur gengið eftir og við höfum vaxið hratt síðan þótt ýmislegt hafi gengið á innanlands. Og við viljum áfram grípa þau tækifæri sem við sjáum til vaxtar, hvort sem þau er að finna í leiðakerfinu, í hóteluppbyggingu eða vöruflutningum. En vitaskuld þurfum við að stíga varlega til jarðar og vega og meta þá kosti sem eru í boði.“ Björgólfur segir að á næstu misserum standi til að styrkja áfram leiðakerfi Icelandair. Þannig hafi verið tilkynnt um þrjá nýja áfangastaði, St. Pétursborg, Anchorage og Zürich, sem flogið verður til árið 2013 og þá verður tíðni á aðra áfangastaði aukin.Reksturinn gengið vel Samhliða uppbyggingu hefur rekstur Icelandair Group gengið eins og í sögu síðustu misseri. Til marks um það hefur hlutabréfaverð félagsins hækkað um ríflega 60% á þessu ári og hagnaður aukist um upp undir 40% á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins. Björgólfur segir reksturinn hafa gengið þokkalega þótt það sé alltaf svo í samstæðu sem þessari að ekki gangi allt upp í einu. „Þegar vel gengur þurfa menn líka oft að staldra við. Þá getur myndast fita og því legg ég áherslu á að leiða sé sífellt leitað til að efla félagið og lækka kostnað. Það er ákveðinn lykill að árangri því við vitum að ytri aðstæður; olíuverð eða einhvers konar hremmingar, geta alltaf komið illa við okkur.“ Icelandair gerði nýverið samning um kaup á tólf nýjum flugvélum. Björgólfur segir kaupin hafa mikla þýðingu fyrir félagið og til standi að nota vélarnar til að efla leiðakerfið. „Þessar vélar á að taka í notkun árið 2018. Það eru að vísu nokkur ár í það en þarna er þó komin ákveðin stefnumörkun fyrir félagið. Nýju vélarnar eru smærri og sparneytnari en þær sem við höfum nú. Við munum því getað aukið tíðni og flogið á nýja staði þar sem eldri vélarnar henta ekki. Þessar vélar eru því viss lykill að áframhaldandi vexti.“Ferðaþjónustustefnu skortir stefnumótun Vöxtur Icelandair Group undanfarið hefur að mestu beinst að uppbyggingu á ferðaþjónustu hér á landi. Björgólfur segir stærstu sóknarfæri næstu ára felast í að fjölga ferðamönnum að vetri til. „Ég held að það skorti töluvert upp á stefnumótun fyrir íslenska ferðaþjónustu. Stundum er sagt að við viljum ná milljón ferðamönnum árið 2020 og að við þurfum að ná meiri verðmætum út úr hverjum og einum. Gott og vel, en það þarf að fara varlega. Við þurfum til dæmis að tryggja að ferðamannastaðirnir ráði við aukinn fjölda. Þá er mjög flókið að markaðssetja Ísland gagnvart hærra borgandi ferðamönnum. Því tel ég til dæmis að við þurfum í meiri mæli að sjá til að þeir borgi sem njóta. Það þarf að nálgast ferðaþjónustuna með sjálfbærri hugsun þannig að náttúran verði fær um að taka á móti gestum eftir hundrað ár og það verður hún ekki ef við göngum sífellt á landið. Með því að selja ferðamönnum aðgang að náttúruperlunum, sem er að mínu viti mjög gerlegt, fæst fjármagn til uppbyggingar og þar með geta staðirnir betur þolað áganginn.“Eldgosið í Eyjafjallajökli eftirminnilegt Björgólfur tók við starfi forstjóra Icelandair Group í byrjun árs 2008 eftir langan feril í sjávarútvegi. Hvernig var að taka skyndilega við fyrirtæki í flugrekstri og ferðaþjónustu? „Ég hafði allt mitt líf verið í kringum sjávarútveg. Ég var alinn upp af sjómönnum, lærði svo endurskoðun en starfaði fyrir sjávarútveginn í raun alveg þar til ég kom hingað. Þetta voru því vissulega viðbrigði. Þegar öllu er á botninn hvolft er rekstur þó alltaf rekstur þótt flugrekstur sé að mörgu leyti tæknilegur. Þú byrjar á því að finna mælikvarða og reynir síðan að ná árangri. Það gerir maður fyrst og síðast með því að vera öruggur um að starfsemin sé skilvirk og starfsfólkið hæft og það á svo sannarlega við hér. Það var mikill styrkur að koma til félagsins blautur á bak við eyrun og finna strax að starfsemin var öflug og starfsfólkinu treystandi.“ Í janúar verða fimm ár liðin frá því að Björgólfur hóf störf hjá Icelandair Group. Hann segir að þessi tími hafi liðið mjög hratt. „Það er ýmislegt sem stendur upp úr. Til að mynda var ástandið hér auðvitað hroðalegt fyrst eftir hrun þegar við vorum í raun að róa lífróður. Það er mér eftirminnilegt hvað okkur tókst að halda starfseminni öflugri þrátt fyrir það. Við skipuðum hóp sem vann að fjármögnunarmálum félagsins á meðan aðrir einbeittu sér einfaldlega að rekstrinum með góðum árangri því strax árið 2009 áttum við þokkalegt ár og svo var 2010 mjög gott,“ segir Björgólfur og bætir við: „Síðan stendur að ákveðnu leyti upp úr þessi ógn sem steðjaði að okkur meðan á eldgosinu í Eyjafjallajökli stóð. Það að upplifa annars vegar umkomuleysið þegar náttúran fer af stað og hins vegar kraftinn hér innanhúss var magnað. Við litum svo á að það að sitja og bíða væri ekki valkostur og leituðum því allra leiða til að láta reksturinn ganga. Og við vorum með farþega fljúgandi yfir hafið allan þennan tíma á meðan önnur flugfélög sátu kyrr.“2. og 3. sæti Kári Stefánsson og Janne Sigurðsson Í kjöri dómnefndar á viðskiptamanni ársins fékk Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, næstflest atkvæði. Í rökstuðningi með atkvæðum Kára var vísað til kaupa bandaríska lyfjafyrirtækisins Amgen á Íslenskri erfðagreiningu sem tilkynnt var um fyrr í þessum mánuði. Voru kaupin raunar einnig valin viðskipti ársins og er nánari umfjöllun um þau að finna í grein um viðskipti ársins 2012 í blaðinu. Um Kára sögðu hins vegar viðmælendur Fréttablaðsins meðal annars: „Náði að selja fyrirtæki sem hefur aldrei grætt krónu, farið í bandarískt gjaldþrot og er ábyrgt fyrir einhverjum þeim mesta viðskiptafarsa sem átt hefur sér stað á Íslandi með tilheyrandi viðskiptum á gráum markaði, ríkisábyrgð og ætluðum gagnagrunni.“ Í þriðja sæti í kjörinu var Janne Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls. Hún tók við forstjórastarfinu í upphafi síðasta árs þegar Tómas Már Sigurðsson, forveri hennar, var ráðinn forstjóri Alcoa í Evrópu. Janne stýrir stærsta álverinu hér á landi og þar með einu alstærsta fyrirtæki landsins. Hlaut hún nýverið hin svokölluðu Stevie-gullverðlaun sem veitt eru forstjóra ársins í hópi kvenna í atvinnurekstri í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku. Voru Janne veitt verðlaunin fyrir þátttöku sína í uppbyggingu og rekstri álvers Alcoa við Reyðarfjörð, en hún var upphaflega ráðin til álversins árið 2006. Kom meðal annars fram í rökstuðningi dómnefndar að hún hefði náð miklum árangri í að auka starfsánægju í fyrirtækinu en samkvæmt könnunum hefur hún aukist um tæplega þriðjung á tveimur árum. Aðrir sem voru nefndir Of Monsters and Men „Ótrúlegt klifur upp á alþjóðlegan stjörnuhimin. Frábær landkynning“ og „Stefgjöld, tónleikahald og best á Amazon“. Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova „Handhafi markaðsverðlauna ÍMARK og fyrirtækið sýndi góða afkomu á árinu.“ Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP „Náðu 450.000 þúsund áskrifendum í kjölfar útgáfunnar á EVE Online Retribution.“ Georg Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Meniga „Fyrir skjótan og góðan árangur lausna fyrirtækisins meðal evrópskra bankastofnana“ og „Fyrirtækið er orðið leiðandi í Evrópu á sínu sviði“. Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris „Hefur stutt dyggilega við bakið á sprotaumhverfinu á Íslandi.“ Rannveig Rist, forstjóri Alcan „Stýrir fleyinu gegnum kreppu og mótbyr.“ Baltasar Kormákur leikstjóri „Frábær árangur í frumraun sinni á Bandaríkjamarkaði, sem hefur leitt til fleiri verkefna á þeim vettvangi.“ Skúli Mogensen fjárfestir „Títan, félag Skúla, hefur verið virkt í mörgum fjárfestingum. Sumar hafa verið býsna áræðnar á meðan aðrir fjárfestar hafa verið áhættufælnir. Fjárfestingar hans í grónari félögum eins og Skýrr og Securitas hafa aftur á móti ekki farið hátt en skapað mótvægi við áhættuna.“ Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Dómnefnd Markaðarins valdi Björgólf Jóhannsson, forstjóra Icelandair Group, viðskiptamann ársins 2012. Árið var enda viðburðaríkt hjá félaginu. Það opnaði hótel við höfnina í Reykjavík og stækkaði hótel sitt á Akureyri. Hryggjarstykki félagsins, Icelandair, jók verulega sætaframboð og hefur flutt tvær milljónir farþega á árinu sem er met. Þá gekk félagið frá kaupum á tólf flugvélum frá Boeing í nóvember. „Fyrst og síðast lít ég á þetta sem viðurkenningu fyrir starfsfólkið, öflugan hóp eigenda félagsins og svo þá samstilltu stjórn sem starfar með mér,“ segir Björgólfur um útnefninguna og heldur áfram: „Þegar svona viðurkenning kemur þá finnur maður auðvitað líka fyrir smá stolti en ég legg áherslu á að þó mitt nafn sé tengt verðlaununum þá eru þetta aðallega verðlaun starfsfólksins.“ Björgólfur segir að umsvif félagsins á árinu séu til marks um það að félagið sé í sóknarhug. „Við höfum haft skýra vaxtarstefnu frá hruni þegar við lentum í hremmingum sem félagið var í raun ekki nægilega vel búið undir. Snemma árs 2009 var ákveðið að við myndum framvegis leggja áherslu á að vaxa með ferðamannastraumi til og frá Íslandi en þar með var horfið frá þeirri stefnu að vaxa með yfirtöku á félögum. Þetta hefur gengið eftir og við höfum vaxið hratt síðan þótt ýmislegt hafi gengið á innanlands. Og við viljum áfram grípa þau tækifæri sem við sjáum til vaxtar, hvort sem þau er að finna í leiðakerfinu, í hóteluppbyggingu eða vöruflutningum. En vitaskuld þurfum við að stíga varlega til jarðar og vega og meta þá kosti sem eru í boði.“ Björgólfur segir að á næstu misserum standi til að styrkja áfram leiðakerfi Icelandair. Þannig hafi verið tilkynnt um þrjá nýja áfangastaði, St. Pétursborg, Anchorage og Zürich, sem flogið verður til árið 2013 og þá verður tíðni á aðra áfangastaði aukin.Reksturinn gengið vel Samhliða uppbyggingu hefur rekstur Icelandair Group gengið eins og í sögu síðustu misseri. Til marks um það hefur hlutabréfaverð félagsins hækkað um ríflega 60% á þessu ári og hagnaður aukist um upp undir 40% á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins. Björgólfur segir reksturinn hafa gengið þokkalega þótt það sé alltaf svo í samstæðu sem þessari að ekki gangi allt upp í einu. „Þegar vel gengur þurfa menn líka oft að staldra við. Þá getur myndast fita og því legg ég áherslu á að leiða sé sífellt leitað til að efla félagið og lækka kostnað. Það er ákveðinn lykill að árangri því við vitum að ytri aðstæður; olíuverð eða einhvers konar hremmingar, geta alltaf komið illa við okkur.“ Icelandair gerði nýverið samning um kaup á tólf nýjum flugvélum. Björgólfur segir kaupin hafa mikla þýðingu fyrir félagið og til standi að nota vélarnar til að efla leiðakerfið. „Þessar vélar á að taka í notkun árið 2018. Það eru að vísu nokkur ár í það en þarna er þó komin ákveðin stefnumörkun fyrir félagið. Nýju vélarnar eru smærri og sparneytnari en þær sem við höfum nú. Við munum því getað aukið tíðni og flogið á nýja staði þar sem eldri vélarnar henta ekki. Þessar vélar eru því viss lykill að áframhaldandi vexti.“Ferðaþjónustustefnu skortir stefnumótun Vöxtur Icelandair Group undanfarið hefur að mestu beinst að uppbyggingu á ferðaþjónustu hér á landi. Björgólfur segir stærstu sóknarfæri næstu ára felast í að fjölga ferðamönnum að vetri til. „Ég held að það skorti töluvert upp á stefnumótun fyrir íslenska ferðaþjónustu. Stundum er sagt að við viljum ná milljón ferðamönnum árið 2020 og að við þurfum að ná meiri verðmætum út úr hverjum og einum. Gott og vel, en það þarf að fara varlega. Við þurfum til dæmis að tryggja að ferðamannastaðirnir ráði við aukinn fjölda. Þá er mjög flókið að markaðssetja Ísland gagnvart hærra borgandi ferðamönnum. Því tel ég til dæmis að við þurfum í meiri mæli að sjá til að þeir borgi sem njóta. Það þarf að nálgast ferðaþjónustuna með sjálfbærri hugsun þannig að náttúran verði fær um að taka á móti gestum eftir hundrað ár og það verður hún ekki ef við göngum sífellt á landið. Með því að selja ferðamönnum aðgang að náttúruperlunum, sem er að mínu viti mjög gerlegt, fæst fjármagn til uppbyggingar og þar með geta staðirnir betur þolað áganginn.“Eldgosið í Eyjafjallajökli eftirminnilegt Björgólfur tók við starfi forstjóra Icelandair Group í byrjun árs 2008 eftir langan feril í sjávarútvegi. Hvernig var að taka skyndilega við fyrirtæki í flugrekstri og ferðaþjónustu? „Ég hafði allt mitt líf verið í kringum sjávarútveg. Ég var alinn upp af sjómönnum, lærði svo endurskoðun en starfaði fyrir sjávarútveginn í raun alveg þar til ég kom hingað. Þetta voru því vissulega viðbrigði. Þegar öllu er á botninn hvolft er rekstur þó alltaf rekstur þótt flugrekstur sé að mörgu leyti tæknilegur. Þú byrjar á því að finna mælikvarða og reynir síðan að ná árangri. Það gerir maður fyrst og síðast með því að vera öruggur um að starfsemin sé skilvirk og starfsfólkið hæft og það á svo sannarlega við hér. Það var mikill styrkur að koma til félagsins blautur á bak við eyrun og finna strax að starfsemin var öflug og starfsfólkinu treystandi.“ Í janúar verða fimm ár liðin frá því að Björgólfur hóf störf hjá Icelandair Group. Hann segir að þessi tími hafi liðið mjög hratt. „Það er ýmislegt sem stendur upp úr. Til að mynda var ástandið hér auðvitað hroðalegt fyrst eftir hrun þegar við vorum í raun að róa lífróður. Það er mér eftirminnilegt hvað okkur tókst að halda starfseminni öflugri þrátt fyrir það. Við skipuðum hóp sem vann að fjármögnunarmálum félagsins á meðan aðrir einbeittu sér einfaldlega að rekstrinum með góðum árangri því strax árið 2009 áttum við þokkalegt ár og svo var 2010 mjög gott,“ segir Björgólfur og bætir við: „Síðan stendur að ákveðnu leyti upp úr þessi ógn sem steðjaði að okkur meðan á eldgosinu í Eyjafjallajökli stóð. Það að upplifa annars vegar umkomuleysið þegar náttúran fer af stað og hins vegar kraftinn hér innanhúss var magnað. Við litum svo á að það að sitja og bíða væri ekki valkostur og leituðum því allra leiða til að láta reksturinn ganga. Og við vorum með farþega fljúgandi yfir hafið allan þennan tíma á meðan önnur flugfélög sátu kyrr.“2. og 3. sæti Kári Stefánsson og Janne Sigurðsson Í kjöri dómnefndar á viðskiptamanni ársins fékk Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, næstflest atkvæði. Í rökstuðningi með atkvæðum Kára var vísað til kaupa bandaríska lyfjafyrirtækisins Amgen á Íslenskri erfðagreiningu sem tilkynnt var um fyrr í þessum mánuði. Voru kaupin raunar einnig valin viðskipti ársins og er nánari umfjöllun um þau að finna í grein um viðskipti ársins 2012 í blaðinu. Um Kára sögðu hins vegar viðmælendur Fréttablaðsins meðal annars: „Náði að selja fyrirtæki sem hefur aldrei grætt krónu, farið í bandarískt gjaldþrot og er ábyrgt fyrir einhverjum þeim mesta viðskiptafarsa sem átt hefur sér stað á Íslandi með tilheyrandi viðskiptum á gráum markaði, ríkisábyrgð og ætluðum gagnagrunni.“ Í þriðja sæti í kjörinu var Janne Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls. Hún tók við forstjórastarfinu í upphafi síðasta árs þegar Tómas Már Sigurðsson, forveri hennar, var ráðinn forstjóri Alcoa í Evrópu. Janne stýrir stærsta álverinu hér á landi og þar með einu alstærsta fyrirtæki landsins. Hlaut hún nýverið hin svokölluðu Stevie-gullverðlaun sem veitt eru forstjóra ársins í hópi kvenna í atvinnurekstri í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku. Voru Janne veitt verðlaunin fyrir þátttöku sína í uppbyggingu og rekstri álvers Alcoa við Reyðarfjörð, en hún var upphaflega ráðin til álversins árið 2006. Kom meðal annars fram í rökstuðningi dómnefndar að hún hefði náð miklum árangri í að auka starfsánægju í fyrirtækinu en samkvæmt könnunum hefur hún aukist um tæplega þriðjung á tveimur árum. Aðrir sem voru nefndir Of Monsters and Men „Ótrúlegt klifur upp á alþjóðlegan stjörnuhimin. Frábær landkynning“ og „Stefgjöld, tónleikahald og best á Amazon“. Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova „Handhafi markaðsverðlauna ÍMARK og fyrirtækið sýndi góða afkomu á árinu.“ Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP „Náðu 450.000 þúsund áskrifendum í kjölfar útgáfunnar á EVE Online Retribution.“ Georg Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Meniga „Fyrir skjótan og góðan árangur lausna fyrirtækisins meðal evrópskra bankastofnana“ og „Fyrirtækið er orðið leiðandi í Evrópu á sínu sviði“. Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris „Hefur stutt dyggilega við bakið á sprotaumhverfinu á Íslandi.“ Rannveig Rist, forstjóri Alcan „Stýrir fleyinu gegnum kreppu og mótbyr.“ Baltasar Kormákur leikstjóri „Frábær árangur í frumraun sinni á Bandaríkjamarkaði, sem hefur leitt til fleiri verkefna á þeim vettvangi.“ Skúli Mogensen fjárfestir „Títan, félag Skúla, hefur verið virkt í mörgum fjárfestingum. Sumar hafa verið býsna áræðnar á meðan aðrir fjárfestar hafa verið áhættufælnir. Fjárfestingar hans í grónari félögum eins og Skýrr og Securitas hafa aftur á móti ekki farið hátt en skapað mótvægi við áhættuna.“
Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira