Innlent

Gaga tekur við verðlaununum á lokaðri athöfn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lady Gaga mun taka við verðlaununum í Hörpu.
Lady Gaga mun taka við verðlaununum í Hörpu. mynd/ getty.
Lady Gaga mun væntanlega taka við friðarverðlaunum Ono/Lennon á lokaðri athöfn í Hörpu. Athöfnin mun fara fram á þriðjudag í næstu viku, eins og fram kom á Vísi í morgun. Eftir athöfnina verður friðarsúlan svo tendruð í Viðey.

Handhafar viðurkenningarinnar árið 2012 eru auk Lady Gaga:

Rachel Corrie

John Perkins

Christopher Hitchens og

Pussy Riot.


Tengdar fréttir

Jón Gnarr fagnar komu Gaga

Jón Gnarr borgarstjóri fagnar því að Lady Gaga skuli fá LennonOno friðarverðlaunin. Eins og Vísir greindi frá í morgun mun Gaga koma til landsins í næstu viku til að taka á móti þeim. Jón segir að verðlaunin veki töluverða athygli í ákveðnum hóp fólks sem lætur sig varða friðar- og mannréttindamál í heiminum. "Og það þykir ákveðinn heiður að hljóta þessi verðlaun," segir Jón Gnarr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×