Icelandic Group kaupir fyrirtæki í Belgíu Magnús Halldórsson skrifar 5. október 2012 13:43 Lárs Ásgeirsson, forstjóri Icelandic Group. Icelandic Group hefur fest kaup á belgíska fiskvinnslufyrirtækinu Gadus. Fyrirtækið sérhæfir sig í vinnslu og sölu á ferskum og kældum sjávarafurðum, einkum laxi og þorski, en um þriðjungur af hráefni félagsins kemur frá Íslandi. Meðal viðskiptavina félagsins eru nokkrar af helstu smásölukeðjum í Belgíu en Gadus er annað stærsta fyrirtækið í sölu á ferskum fiskafurðum í landinu. Ársvelta Gadus nemur um rúmum 11 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandic Group. Lárus Ásgeirsson, forstjóri Icelandic Group, segir kaupin vera í samræmi við þá stefnu sem hefur verið mörkuð innan fyrirtækisins. „Kaupin á Gadus eru í samræmi við þær áherslur sem við höfum lagt upp með í rekstri Icelandic Group til framtíðar. Gadus hefur sterka stöðu fyrir kældar og ferskar sjávarafurðir á sínum heimamarkaði og rekstur fyrirtækisins hefur verið stöðugur og góður í mörg ár. Með kaupunum erum við að efla þann hluta rekstrar Icelandic Group sem snýr að vinnslu og sölu á ferskum og kældum sjávarafurðum í samstarfi við smásölukeðjur, en sá þáttur starfseminnar hefur gengið einna best á undanförnum árum. Við sjáum mikla möguleika til að efla Gadus enn frekar og ná fram samlegð með öðrum félögum innan samstæðunnar." Gadus var stofnað árið 1990 og hefur frá upphafi lagt áherslu á að þjónusta smásölumarkaðinn. Markaðsstaða fyrirtækisins er sterk en fyrirtækið, sem er staðsett í hafnarbænum Nieuwpoort, er með dreifikerfi um alla Belgíu, mjög vel tækjum búið og leggur áherslu á umhverfisvottaðar afurðir. Meðal viðskiptavina eru helstu smásölukeðjur í Evrópu og hefur rekstur félagsins gengið vel og velta aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Miguel De Bruykere, forstjóri Gadus, segir í tilkynningu að kaupin muni ekki fela í sér breytingu fyrir starfsemi Gadus. Fyrirtækið muni áfram kappkosta að vinna sem best fyrir viðskiptavinina. „Gadus mun áfram þjóna viðskiptavinum sínum af kostgæfni og leggja jafnframt áherslu á góða vöru og traustan rekstur. Ég er sannfærður um að nú sé rétti tíminn til að ganga til liðs við Icelandic Group. Sameinaður styrkur fyrirtækjanna færir okkur margvísleg tækifæri. Aðgangur að mannauði og þekkingu Icelandic Group hjálpar okkur að ná settu marki hraðar en ella. Við munum njóta stuðnings Icelandic Group við að þróa framtíðarsýn okkar sem sjálfstætt fyrirtæki undir merkjum Gadus með einstakri nálgun okkar á gæði og þjónustu." Herdís Fjeldsted, stjórnarformaður Icelandic Group, segir kaupin vera spennandi. „Það eru spennandi tímar framundan í sjávarútvegi við framleiðslu og markaðssetningu á sjávarafurðum. Með kaupunum á Gadus opnast nýtt markaðssvæði fyrir Icelandic Group og sjáum við mikil framtíðar tækifæri í að útvíkka starfsemi félagsins enn frekar og tengjast mörkuðum í helstu nágrannalöndum Belgíu. Þetta eru markaðir þar sem rík hefð er fyrir neyslu á hágæða sjávarfangi. Við munum byggja áfram á þeirri frábæru þjónustu sem Gadus er þekkt fyrir og vinna náið með viðskiptavinum og starfsfólki félagsins þannig að Gadus geti aukið enn frekar við sölu og þjónustu á sjávarafurðum." Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Icelandic Group hefur fest kaup á belgíska fiskvinnslufyrirtækinu Gadus. Fyrirtækið sérhæfir sig í vinnslu og sölu á ferskum og kældum sjávarafurðum, einkum laxi og þorski, en um þriðjungur af hráefni félagsins kemur frá Íslandi. Meðal viðskiptavina félagsins eru nokkrar af helstu smásölukeðjum í Belgíu en Gadus er annað stærsta fyrirtækið í sölu á ferskum fiskafurðum í landinu. Ársvelta Gadus nemur um rúmum 11 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandic Group. Lárus Ásgeirsson, forstjóri Icelandic Group, segir kaupin vera í samræmi við þá stefnu sem hefur verið mörkuð innan fyrirtækisins. „Kaupin á Gadus eru í samræmi við þær áherslur sem við höfum lagt upp með í rekstri Icelandic Group til framtíðar. Gadus hefur sterka stöðu fyrir kældar og ferskar sjávarafurðir á sínum heimamarkaði og rekstur fyrirtækisins hefur verið stöðugur og góður í mörg ár. Með kaupunum erum við að efla þann hluta rekstrar Icelandic Group sem snýr að vinnslu og sölu á ferskum og kældum sjávarafurðum í samstarfi við smásölukeðjur, en sá þáttur starfseminnar hefur gengið einna best á undanförnum árum. Við sjáum mikla möguleika til að efla Gadus enn frekar og ná fram samlegð með öðrum félögum innan samstæðunnar." Gadus var stofnað árið 1990 og hefur frá upphafi lagt áherslu á að þjónusta smásölumarkaðinn. Markaðsstaða fyrirtækisins er sterk en fyrirtækið, sem er staðsett í hafnarbænum Nieuwpoort, er með dreifikerfi um alla Belgíu, mjög vel tækjum búið og leggur áherslu á umhverfisvottaðar afurðir. Meðal viðskiptavina eru helstu smásölukeðjur í Evrópu og hefur rekstur félagsins gengið vel og velta aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Miguel De Bruykere, forstjóri Gadus, segir í tilkynningu að kaupin muni ekki fela í sér breytingu fyrir starfsemi Gadus. Fyrirtækið muni áfram kappkosta að vinna sem best fyrir viðskiptavinina. „Gadus mun áfram þjóna viðskiptavinum sínum af kostgæfni og leggja jafnframt áherslu á góða vöru og traustan rekstur. Ég er sannfærður um að nú sé rétti tíminn til að ganga til liðs við Icelandic Group. Sameinaður styrkur fyrirtækjanna færir okkur margvísleg tækifæri. Aðgangur að mannauði og þekkingu Icelandic Group hjálpar okkur að ná settu marki hraðar en ella. Við munum njóta stuðnings Icelandic Group við að þróa framtíðarsýn okkar sem sjálfstætt fyrirtæki undir merkjum Gadus með einstakri nálgun okkar á gæði og þjónustu." Herdís Fjeldsted, stjórnarformaður Icelandic Group, segir kaupin vera spennandi. „Það eru spennandi tímar framundan í sjávarútvegi við framleiðslu og markaðssetningu á sjávarafurðum. Með kaupunum á Gadus opnast nýtt markaðssvæði fyrir Icelandic Group og sjáum við mikil framtíðar tækifæri í að útvíkka starfsemi félagsins enn frekar og tengjast mörkuðum í helstu nágrannalöndum Belgíu. Þetta eru markaðir þar sem rík hefð er fyrir neyslu á hágæða sjávarfangi. Við munum byggja áfram á þeirri frábæru þjónustu sem Gadus er þekkt fyrir og vinna náið með viðskiptavinum og starfsfólki félagsins þannig að Gadus geti aukið enn frekar við sölu og þjónustu á sjávarafurðum."
Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira