Icelandic Group kaupir fyrirtæki í Belgíu Magnús Halldórsson skrifar 5. október 2012 13:43 Lárs Ásgeirsson, forstjóri Icelandic Group. Icelandic Group hefur fest kaup á belgíska fiskvinnslufyrirtækinu Gadus. Fyrirtækið sérhæfir sig í vinnslu og sölu á ferskum og kældum sjávarafurðum, einkum laxi og þorski, en um þriðjungur af hráefni félagsins kemur frá Íslandi. Meðal viðskiptavina félagsins eru nokkrar af helstu smásölukeðjum í Belgíu en Gadus er annað stærsta fyrirtækið í sölu á ferskum fiskafurðum í landinu. Ársvelta Gadus nemur um rúmum 11 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandic Group. Lárus Ásgeirsson, forstjóri Icelandic Group, segir kaupin vera í samræmi við þá stefnu sem hefur verið mörkuð innan fyrirtækisins. „Kaupin á Gadus eru í samræmi við þær áherslur sem við höfum lagt upp með í rekstri Icelandic Group til framtíðar. Gadus hefur sterka stöðu fyrir kældar og ferskar sjávarafurðir á sínum heimamarkaði og rekstur fyrirtækisins hefur verið stöðugur og góður í mörg ár. Með kaupunum erum við að efla þann hluta rekstrar Icelandic Group sem snýr að vinnslu og sölu á ferskum og kældum sjávarafurðum í samstarfi við smásölukeðjur, en sá þáttur starfseminnar hefur gengið einna best á undanförnum árum. Við sjáum mikla möguleika til að efla Gadus enn frekar og ná fram samlegð með öðrum félögum innan samstæðunnar." Gadus var stofnað árið 1990 og hefur frá upphafi lagt áherslu á að þjónusta smásölumarkaðinn. Markaðsstaða fyrirtækisins er sterk en fyrirtækið, sem er staðsett í hafnarbænum Nieuwpoort, er með dreifikerfi um alla Belgíu, mjög vel tækjum búið og leggur áherslu á umhverfisvottaðar afurðir. Meðal viðskiptavina eru helstu smásölukeðjur í Evrópu og hefur rekstur félagsins gengið vel og velta aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Miguel De Bruykere, forstjóri Gadus, segir í tilkynningu að kaupin muni ekki fela í sér breytingu fyrir starfsemi Gadus. Fyrirtækið muni áfram kappkosta að vinna sem best fyrir viðskiptavinina. „Gadus mun áfram þjóna viðskiptavinum sínum af kostgæfni og leggja jafnframt áherslu á góða vöru og traustan rekstur. Ég er sannfærður um að nú sé rétti tíminn til að ganga til liðs við Icelandic Group. Sameinaður styrkur fyrirtækjanna færir okkur margvísleg tækifæri. Aðgangur að mannauði og þekkingu Icelandic Group hjálpar okkur að ná settu marki hraðar en ella. Við munum njóta stuðnings Icelandic Group við að þróa framtíðarsýn okkar sem sjálfstætt fyrirtæki undir merkjum Gadus með einstakri nálgun okkar á gæði og þjónustu." Herdís Fjeldsted, stjórnarformaður Icelandic Group, segir kaupin vera spennandi. „Það eru spennandi tímar framundan í sjávarútvegi við framleiðslu og markaðssetningu á sjávarafurðum. Með kaupunum á Gadus opnast nýtt markaðssvæði fyrir Icelandic Group og sjáum við mikil framtíðar tækifæri í að útvíkka starfsemi félagsins enn frekar og tengjast mörkuðum í helstu nágrannalöndum Belgíu. Þetta eru markaðir þar sem rík hefð er fyrir neyslu á hágæða sjávarfangi. Við munum byggja áfram á þeirri frábæru þjónustu sem Gadus er þekkt fyrir og vinna náið með viðskiptavinum og starfsfólki félagsins þannig að Gadus geti aukið enn frekar við sölu og þjónustu á sjávarafurðum." Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Icelandic Group hefur fest kaup á belgíska fiskvinnslufyrirtækinu Gadus. Fyrirtækið sérhæfir sig í vinnslu og sölu á ferskum og kældum sjávarafurðum, einkum laxi og þorski, en um þriðjungur af hráefni félagsins kemur frá Íslandi. Meðal viðskiptavina félagsins eru nokkrar af helstu smásölukeðjum í Belgíu en Gadus er annað stærsta fyrirtækið í sölu á ferskum fiskafurðum í landinu. Ársvelta Gadus nemur um rúmum 11 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandic Group. Lárus Ásgeirsson, forstjóri Icelandic Group, segir kaupin vera í samræmi við þá stefnu sem hefur verið mörkuð innan fyrirtækisins. „Kaupin á Gadus eru í samræmi við þær áherslur sem við höfum lagt upp með í rekstri Icelandic Group til framtíðar. Gadus hefur sterka stöðu fyrir kældar og ferskar sjávarafurðir á sínum heimamarkaði og rekstur fyrirtækisins hefur verið stöðugur og góður í mörg ár. Með kaupunum erum við að efla þann hluta rekstrar Icelandic Group sem snýr að vinnslu og sölu á ferskum og kældum sjávarafurðum í samstarfi við smásölukeðjur, en sá þáttur starfseminnar hefur gengið einna best á undanförnum árum. Við sjáum mikla möguleika til að efla Gadus enn frekar og ná fram samlegð með öðrum félögum innan samstæðunnar." Gadus var stofnað árið 1990 og hefur frá upphafi lagt áherslu á að þjónusta smásölumarkaðinn. Markaðsstaða fyrirtækisins er sterk en fyrirtækið, sem er staðsett í hafnarbænum Nieuwpoort, er með dreifikerfi um alla Belgíu, mjög vel tækjum búið og leggur áherslu á umhverfisvottaðar afurðir. Meðal viðskiptavina eru helstu smásölukeðjur í Evrópu og hefur rekstur félagsins gengið vel og velta aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Miguel De Bruykere, forstjóri Gadus, segir í tilkynningu að kaupin muni ekki fela í sér breytingu fyrir starfsemi Gadus. Fyrirtækið muni áfram kappkosta að vinna sem best fyrir viðskiptavinina. „Gadus mun áfram þjóna viðskiptavinum sínum af kostgæfni og leggja jafnframt áherslu á góða vöru og traustan rekstur. Ég er sannfærður um að nú sé rétti tíminn til að ganga til liðs við Icelandic Group. Sameinaður styrkur fyrirtækjanna færir okkur margvísleg tækifæri. Aðgangur að mannauði og þekkingu Icelandic Group hjálpar okkur að ná settu marki hraðar en ella. Við munum njóta stuðnings Icelandic Group við að þróa framtíðarsýn okkar sem sjálfstætt fyrirtæki undir merkjum Gadus með einstakri nálgun okkar á gæði og þjónustu." Herdís Fjeldsted, stjórnarformaður Icelandic Group, segir kaupin vera spennandi. „Það eru spennandi tímar framundan í sjávarútvegi við framleiðslu og markaðssetningu á sjávarafurðum. Með kaupunum á Gadus opnast nýtt markaðssvæði fyrir Icelandic Group og sjáum við mikil framtíðar tækifæri í að útvíkka starfsemi félagsins enn frekar og tengjast mörkuðum í helstu nágrannalöndum Belgíu. Þetta eru markaðir þar sem rík hefð er fyrir neyslu á hágæða sjávarfangi. Við munum byggja áfram á þeirri frábæru þjónustu sem Gadus er þekkt fyrir og vinna náið með viðskiptavinum og starfsfólki félagsins þannig að Gadus geti aukið enn frekar við sölu og þjónustu á sjávarafurðum."
Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira