Eflum háskóla- og vísindastarf Katrín Jakobsdóttir skrifar 5. október 2012 00:30 Með frumvarpi til fjárlaga ársins 2013 er stigið fyrsta skref íslensks háskóla- og vísindasamfélags út úr kreppunni. Frumvarpið gerir ráð fyrir að framlög til samkeppnissjóða á sviði rannsókna og tækniþróunar hækki um samtals 1,3 milljarða króna. Þar vegur þyngst hækkun á framlagi til rannsóknarsjóðs, tækniþróunarsjóðs og á framlagi til markáætlunar á sviði vísinda og tækni. Er þessi hækkun í samræmi við stefnu vísinda- og tækniráðs um eflingu samkeppnissjóða. Með hruninu árið 2008 brustu allar forsendur fyrir opinberum útgjöldum og hefur meginverkefni stjórnvalda síðan verið að skapa langtímaforsendur fyrir velferðar- og þekkingarsamfélagi á Íslandi. Sú vinna hefur kallað á forgangsröðun á öllum sviðum ásamt umtalsverðum niðurskurði, m.a. til háskóla- og vísindamála. Þannig hafa tæpir 3,5 ma. kr. verið teknir út úr háskólakerfinu frá 2008 til 2012. Þrátt fyrir niðurskurð undanfarinna ára hafa háskólarnir tekið á sig aukna ábyrgð sem sést á því að nú stunda yfir tvö þúsund fleiri nemendur háskólanám en fyrir hrun. Þannig hafa þeir lagt sitt af mörkum til þess að íslenskt samfélag komi betur menntað og þar með sterkara út úr kreppunni. Við fjárlagagerð undanfarinna ára hefur forgangsröðun verið í þágu Háskóla Íslands enda er hann burðarstoð íslenska háskóla- og vísindasamfélagsins. Eigi að síður hefur hann tekið á sig stærsta hluta niðurskurðarins eða 2,3 ma. kr. og mesta nemendafjölgun. Það dylst engum að háskólakerfið á Íslandi er, og hefur reyndar verið frá því fyrir hrun, undirfjármagnað. Árið 2009 kostaði hver háskólanemi ríflega þriðjungi minna á Íslandi en meðaltal OECD-ríkja og meðalframlög á hvern háskólanema í Noregi og Svíþjóð voru helmingi hærri en á Íslandi. Það er ljóst að við þetta ástand verður ekki búið mikið lengur. Það er mikilvægt að eflingu samkeppnissjóðanna verði fylgt eftir með auknum framlögum til háskólanna. Þar verður að byrja á að tryggja þeim framlög í samræmi við þá nemendafjölgun sem orðið hefur á undanförnum árum. Ég legg á það mikla áherslu að þetta verði gert strax í fjárlögum næsta árs leiði endurskoðun efnahagsforsenda fjárlagafrumvarpsins til þeirrar niðurstöðu að svigrúm sé til aukinna útgjalda. Næsta verkefni er svo að tryggja eðlilega fjármögnun háskólakerfisins til framtíðar með því að hækka grunnframlög til háskólanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Með frumvarpi til fjárlaga ársins 2013 er stigið fyrsta skref íslensks háskóla- og vísindasamfélags út úr kreppunni. Frumvarpið gerir ráð fyrir að framlög til samkeppnissjóða á sviði rannsókna og tækniþróunar hækki um samtals 1,3 milljarða króna. Þar vegur þyngst hækkun á framlagi til rannsóknarsjóðs, tækniþróunarsjóðs og á framlagi til markáætlunar á sviði vísinda og tækni. Er þessi hækkun í samræmi við stefnu vísinda- og tækniráðs um eflingu samkeppnissjóða. Með hruninu árið 2008 brustu allar forsendur fyrir opinberum útgjöldum og hefur meginverkefni stjórnvalda síðan verið að skapa langtímaforsendur fyrir velferðar- og þekkingarsamfélagi á Íslandi. Sú vinna hefur kallað á forgangsröðun á öllum sviðum ásamt umtalsverðum niðurskurði, m.a. til háskóla- og vísindamála. Þannig hafa tæpir 3,5 ma. kr. verið teknir út úr háskólakerfinu frá 2008 til 2012. Þrátt fyrir niðurskurð undanfarinna ára hafa háskólarnir tekið á sig aukna ábyrgð sem sést á því að nú stunda yfir tvö þúsund fleiri nemendur háskólanám en fyrir hrun. Þannig hafa þeir lagt sitt af mörkum til þess að íslenskt samfélag komi betur menntað og þar með sterkara út úr kreppunni. Við fjárlagagerð undanfarinna ára hefur forgangsröðun verið í þágu Háskóla Íslands enda er hann burðarstoð íslenska háskóla- og vísindasamfélagsins. Eigi að síður hefur hann tekið á sig stærsta hluta niðurskurðarins eða 2,3 ma. kr. og mesta nemendafjölgun. Það dylst engum að háskólakerfið á Íslandi er, og hefur reyndar verið frá því fyrir hrun, undirfjármagnað. Árið 2009 kostaði hver háskólanemi ríflega þriðjungi minna á Íslandi en meðaltal OECD-ríkja og meðalframlög á hvern háskólanema í Noregi og Svíþjóð voru helmingi hærri en á Íslandi. Það er ljóst að við þetta ástand verður ekki búið mikið lengur. Það er mikilvægt að eflingu samkeppnissjóðanna verði fylgt eftir með auknum framlögum til háskólanna. Þar verður að byrja á að tryggja þeim framlög í samræmi við þá nemendafjölgun sem orðið hefur á undanförnum árum. Ég legg á það mikla áherslu að þetta verði gert strax í fjárlögum næsta árs leiði endurskoðun efnahagsforsenda fjárlagafrumvarpsins til þeirrar niðurstöðu að svigrúm sé til aukinna útgjalda. Næsta verkefni er svo að tryggja eðlilega fjármögnun háskólakerfisins til framtíðar með því að hækka grunnframlög til háskólanna.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun