iPad mini umfjöllun: Fjölmargir kostir í lítilli skel Birgir Þór Harðarson skrifar 7. nóvember 2012 06:00 Bandaríski tölvurisinn Apple hefur kynnt tvær nýjar útgáfur af iPad-spjaldtölvu sinni. Um er að ræða uppfærslu á hinum hefðbundna iPad og nýja, minni og mun nothæfari gerð."Sjö tommu spjaldtölvur falla í milliflokk: þær eru of stórar til að keppa við snjallsíma en of litlar til að keppa við iPad,“ sagði Steve heitinn Jobs, fyrrverandi forstjóri Apple, um samkeppnina sem Google, Samsung, Amazon og fleiri tölvuframleiðendur voru þegar farnir að veita Apple á spjaldtölvumarkaðinum.Jobs spáði sjö tommu spjaldtölvum skjótum dauða eða fjörugu lífi. Nú, réttu ári eftir fráfall hans, hefur Apple gefið út fyrstu spjaldtölvuna í þessum milliflokki; iPad mini. Tim Cook, eftirmaður Jobs sem forstjóri Apple, kynnti tvær nýjar spjaldtölvur 16. október, fjórðu kynslóð af iPad í hefðbundinni stærð og iPad mini. Sala á báðum tækjum hófst 2. nóvember í 35 löndum, þar með talið á Íslandi.Litli iPadinn er settur til höfuðs vörum frá keppinautum Apple á tölvumarkaðinum. Google Nexus 7-tölvan og Amazon Kindle Fire-tölvan hafa helst verið nefndar í þessu sambandi. Allar þrjár eru í sama stærðarflokki.Ódýrustu útgáfurnar af iPad mini og Nexus 7 fást á tæpar 60 þúsund krónur á Íslandi. Kindle Fire fæst sendur hingað til lands á um það bil 40 þúsund krónur. Gamli orðinn klunnalegurLitli iPadinn er lítill og nettur. Við fyrsta samanburð gerði blaðamaður ekki ráð fyrir að iPad mini myndi eiga vinninginn gagnvart iPad 4. En á endanum reyndust fjölmargir kostir leynast í litlu skel.Ipad mini er mjög léttur miðað við iPad 4. Það skiptir sköpum þegar tækið er notað, sérstaklega við lestur. Munurinn er eins og að fara með kilju upp í rúm eða stóra alfræðiorðabók. Stóri iPadinn verður fljótt of þungur.Skjárinn á iPad mini er einnig merkilega flottur. Hann er örlítið stærri en á Kindle eða Nexus, 7,9 tommur, og fyllir nánast alveg út í brúnir tækisins. Ipad mini notar sömu skjátækni og notuð var í iPad 2. Upplausnin í skjá iPad 4 er fjórum sinnum betri en á iPad mini. Kvikmyndir í háskerpu og mjög djúpar ljósmyndir njóta sín því betur á 9,7 tommu skjá iPad 4. En í daglegri notkun skiptir þessi staðreynd litlu.Ipad 4 er öflugri en litli bróðir sinn, notast við tvíkjarna örgjörva frá Apple. Þó skjárinn sé lítill er auðvelt að nota lyklaborðið, jafnvel þægilegra en á stóra iPadinum því iPad mini fer svo vel í hendi. Bilið betur brúaðÞegar öllu er á botninn hvolft verður að hugsa til þess hvernig spjaldtölvan er notuð. Snjallsímar eru orðnir jafn mikil almenningseign og fartölvur. Margir spyrja sig því hvort spjaldtölvur séu raunverulega nauðsynlegar í safnið.Spjaldtölvur eru þægilegar vilji fólk endilega hafa með sér tölvu í ferðalög. Innbyggð þráðlaus nettenging um 3G og 4G er hentug á þjóðveginum eða í sumarbústaðnum. Fartölvan gæti reynst fremur fyrirferðarmikil en snjallsíminn of lítill.Að mati blaðamanns brúar iPad mini þetta bil mun betur en iPad 4. Léttara, notendavænna og meðfærilegra tæki hlýtur að hafa vinninginn þrátt fyrir smávægilega galla. Tækni Mest lesið Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Bandaríski tölvurisinn Apple hefur kynnt tvær nýjar útgáfur af iPad-spjaldtölvu sinni. Um er að ræða uppfærslu á hinum hefðbundna iPad og nýja, minni og mun nothæfari gerð."Sjö tommu spjaldtölvur falla í milliflokk: þær eru of stórar til að keppa við snjallsíma en of litlar til að keppa við iPad,“ sagði Steve heitinn Jobs, fyrrverandi forstjóri Apple, um samkeppnina sem Google, Samsung, Amazon og fleiri tölvuframleiðendur voru þegar farnir að veita Apple á spjaldtölvumarkaðinum.Jobs spáði sjö tommu spjaldtölvum skjótum dauða eða fjörugu lífi. Nú, réttu ári eftir fráfall hans, hefur Apple gefið út fyrstu spjaldtölvuna í þessum milliflokki; iPad mini. Tim Cook, eftirmaður Jobs sem forstjóri Apple, kynnti tvær nýjar spjaldtölvur 16. október, fjórðu kynslóð af iPad í hefðbundinni stærð og iPad mini. Sala á báðum tækjum hófst 2. nóvember í 35 löndum, þar með talið á Íslandi.Litli iPadinn er settur til höfuðs vörum frá keppinautum Apple á tölvumarkaðinum. Google Nexus 7-tölvan og Amazon Kindle Fire-tölvan hafa helst verið nefndar í þessu sambandi. Allar þrjár eru í sama stærðarflokki.Ódýrustu útgáfurnar af iPad mini og Nexus 7 fást á tæpar 60 þúsund krónur á Íslandi. Kindle Fire fæst sendur hingað til lands á um það bil 40 þúsund krónur. Gamli orðinn klunnalegurLitli iPadinn er lítill og nettur. Við fyrsta samanburð gerði blaðamaður ekki ráð fyrir að iPad mini myndi eiga vinninginn gagnvart iPad 4. En á endanum reyndust fjölmargir kostir leynast í litlu skel.Ipad mini er mjög léttur miðað við iPad 4. Það skiptir sköpum þegar tækið er notað, sérstaklega við lestur. Munurinn er eins og að fara með kilju upp í rúm eða stóra alfræðiorðabók. Stóri iPadinn verður fljótt of þungur.Skjárinn á iPad mini er einnig merkilega flottur. Hann er örlítið stærri en á Kindle eða Nexus, 7,9 tommur, og fyllir nánast alveg út í brúnir tækisins. Ipad mini notar sömu skjátækni og notuð var í iPad 2. Upplausnin í skjá iPad 4 er fjórum sinnum betri en á iPad mini. Kvikmyndir í háskerpu og mjög djúpar ljósmyndir njóta sín því betur á 9,7 tommu skjá iPad 4. En í daglegri notkun skiptir þessi staðreynd litlu.Ipad 4 er öflugri en litli bróðir sinn, notast við tvíkjarna örgjörva frá Apple. Þó skjárinn sé lítill er auðvelt að nota lyklaborðið, jafnvel þægilegra en á stóra iPadinum því iPad mini fer svo vel í hendi. Bilið betur brúaðÞegar öllu er á botninn hvolft verður að hugsa til þess hvernig spjaldtölvan er notuð. Snjallsímar eru orðnir jafn mikil almenningseign og fartölvur. Margir spyrja sig því hvort spjaldtölvur séu raunverulega nauðsynlegar í safnið.Spjaldtölvur eru þægilegar vilji fólk endilega hafa með sér tölvu í ferðalög. Innbyggð þráðlaus nettenging um 3G og 4G er hentug á þjóðveginum eða í sumarbústaðnum. Fartölvan gæti reynst fremur fyrirferðarmikil en snjallsíminn of lítill.Að mati blaðamanns brúar iPad mini þetta bil mun betur en iPad 4. Léttara, notendavænna og meðfærilegra tæki hlýtur að hafa vinninginn þrátt fyrir smávægilega galla.
Tækni Mest lesið Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira