Innlent

Guðlaugur Friðþórsson hættur í bæjarstjórn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðlaugur Friðþórsson hefur látið af störfum í bæjarstjórn Vestmannaeyja.
Guðlaugur Friðþórsson hefur látið af störfum í bæjarstjórn Vestmannaeyja.
Guðlaugur Friðþórsson er hættur í bæjarstjórn Vestmannaeyja. Páll Scheving Ingvarsson, oddviti Vestmannaeyjalistans, las erindi frá honum þessa efnis á bæjarstjórnarfundi sem fram fór í gær. Guðlaugur hefur setið í bæjarstjórn sem bæjarfulltrúi Vestmannaeyjalistans. Sigurlaug Björk Böðvarsdóttir kemur inn í bæjarstjórn í hans stað og Kristín Jóhannsdóttir sem varamaður. Í fundargerð Vestmannaeyjabæjar kemur fram að bæjarstjórn hafi þakkað Guðlaugi vel unnin störf í bæjarstjórn og gott samstarf á liðnum árum. Guðlaugur hefur vakið mikla athygli að undanförnu vegna myndarinnar Djúpsins sem er frumsýnd í dag. Myndin fjallar um sjóslys sem varð árið 1984, en Guðlaugur komst einn lífs af úr slysinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×