Velsæld og lífskjör Ólafur Páll Jónsson skrifar 21. september 2012 10:45 Oft er reynt að telja okkur trú um að helsta markmið hverrar óbrjálaðrar manneskju sé að hámarka eigin velsæld. Samt blasir við hverjum þeim sem gefur sér tíma til að íhuga eigið gildismat, að þetta er ekki fyrsta boðorð hinnar óbrjáluðu skynsemi heldur brjálsemin sjálf. Velsæld er mæld í krónum og fermetrum, en skynsamlegt mat á góðu lífi hefur lítið með þess konar stærðir að gera. Velsæld og góð lífskjör eru sitt hvað. Húsbóndi sem hefur hirð þræla í kringum sig kann að njóta velsældar en hann nýtur ekki góðra lífskjara. Velsældin birtist í því að sérhverri löngun hans er fullnægt með lítilli fyrirhöfn hans sjálfs. En hann býr ekki við góð lífskjör – góð kjör fyrir manneskjulegt líf – vegna þess að líf hans byggist á þrælahaldi, á því að mannréttindi annars fólks séu lítilsvirt. Þetta er líf sem hefur ójöfnuð að forsendu. Að búa við góð kjör gerir ráð fyrir því að líf manns byggist ekki á kúgun og mannréttindabrotum. Vissulega getur manni, sem byggir velsæld sína á kúgun, liðið vel í fávisku sinni og skeytingarleysi. En tæpast verður það líf kallað gott sem hefur fávisku að forsendu. Ef við viljum lifa góðu lífi verðum við að taka siðferðilega stöðu okkar alvarlega. Sú staða varðar m.a. samskipti við samferðafólk okkar og hvaða rækt við leggjum við stofnanir samfélagsins. En hún varðar líka það hvernig við ýmist búum í haginn eða gröfum undan tækifærum komandi kynslóða til að lifa vel. Hvernig athafnir okkar stuðla leynt eða ljóst að því að viðhalda eða uppræta barnaþrælkun í fjarlægum löndum og margvíslegt misrétti. Sú var tíðin að líf á Íslandi var með slíkum hörmungum að ótrúlegt má virðast að lifandi fólk skyldi skríða út úr moldarkofnum þegar snjóa leysti á vorin. Nú er tími velsældar. En ef við viljum búa við góð kjör frekar en einbera velsæld, þá verðum við að taka siðferðilega afstöðu til lífsins – til okkar sjálfra og annarra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Oft er reynt að telja okkur trú um að helsta markmið hverrar óbrjálaðrar manneskju sé að hámarka eigin velsæld. Samt blasir við hverjum þeim sem gefur sér tíma til að íhuga eigið gildismat, að þetta er ekki fyrsta boðorð hinnar óbrjáluðu skynsemi heldur brjálsemin sjálf. Velsæld er mæld í krónum og fermetrum, en skynsamlegt mat á góðu lífi hefur lítið með þess konar stærðir að gera. Velsæld og góð lífskjör eru sitt hvað. Húsbóndi sem hefur hirð þræla í kringum sig kann að njóta velsældar en hann nýtur ekki góðra lífskjara. Velsældin birtist í því að sérhverri löngun hans er fullnægt með lítilli fyrirhöfn hans sjálfs. En hann býr ekki við góð lífskjör – góð kjör fyrir manneskjulegt líf – vegna þess að líf hans byggist á þrælahaldi, á því að mannréttindi annars fólks séu lítilsvirt. Þetta er líf sem hefur ójöfnuð að forsendu. Að búa við góð kjör gerir ráð fyrir því að líf manns byggist ekki á kúgun og mannréttindabrotum. Vissulega getur manni, sem byggir velsæld sína á kúgun, liðið vel í fávisku sinni og skeytingarleysi. En tæpast verður það líf kallað gott sem hefur fávisku að forsendu. Ef við viljum lifa góðu lífi verðum við að taka siðferðilega stöðu okkar alvarlega. Sú staða varðar m.a. samskipti við samferðafólk okkar og hvaða rækt við leggjum við stofnanir samfélagsins. En hún varðar líka það hvernig við ýmist búum í haginn eða gröfum undan tækifærum komandi kynslóða til að lifa vel. Hvernig athafnir okkar stuðla leynt eða ljóst að því að viðhalda eða uppræta barnaþrælkun í fjarlægum löndum og margvíslegt misrétti. Sú var tíðin að líf á Íslandi var með slíkum hörmungum að ótrúlegt má virðast að lifandi fólk skyldi skríða út úr moldarkofnum þegar snjóa leysti á vorin. Nú er tími velsældar. En ef við viljum búa við góð kjör frekar en einbera velsæld, þá verðum við að taka siðferðilega afstöðu til lífsins – til okkar sjálfra og annarra.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun