Umfjöllun, einkunnir og viðtöl: Fram - Breiðablik 3-2 Stefán Árni Pálsson á Laugardalsvelli skrifar 20. ágúst 2012 18:45 Framarar unnu í kvöld frábæran sigur, 3-2, gegn Breiðablik í 16. umferð Pepsi-deild karla en leikurinn fór fram á Laugardalsvellinum. Framarar lentu undir í síðari hálfleiknum en gáfust ekki upp og skoruðu tvö mörk sem tryggði þeim stigin þrjú. Leikurinn hófst með krafti og voru bæði lið nokkuð ákveðin. Framarar voru ívið sterkari og pressuðu oft á tíðum mikið í bakið á Blikum í upphafi fyrri hálfleiks. Heimamenn skoruðu fyrsta markið þegar Hólmbert Aron Friðjónsson, leikmaður Fram, skoraði potaði boltanum yfir línuna eftir frábæra fyrirgjöf frá Kristni Ingi Halldórssyni. Blikar létu markið ekki slá sig útaf laginu og tóku völdin á vellinum eftir að heimamann höfðu komist yfir. Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram, varði oft á tíðum meistaralega í fyrri hálfleiknum og magnað að Blikar hafi ekki náð að jafna metinn fyrr. Jöfnunarmarkið kom aftur á móti á 45. mínútu leiksins þegar Arnar Már Björgvinsson þrumaði boltanum í netið rétt fyrir utan vítateig, alveg óverjandi fyrir annars góðan markvörð Framara. Staðan var 1-1 í hálfleik en Garðar Örn Hinriksson, dómari leiksins, flautaði til leiksloka strax eftir mark Blika. Síðari hálfleikurinn var frábær skemmtun og liðin sóttu bæði stíft. Blikar tóku frumkvæðið og skoruðu þetta mikilvæga þriðja mark knattspyrnuleikja þegar Nichlas Rohde prjónaði sig í gegnum alla vörn Framara og hamraði boltann í netið. Framarar létu markið ekki setja sig útaf laginu og komu sterkir til baka með tveimur mörkum síðasta hálftímann og tryggðu sér ótrúlega mikilvægan sigur og þrjú mikilvæg stig. Fallbaráttan er því sem fyrr spennandi og Framara ekki dauður úr öllum æðum. Þorvaldur: Sýnum mikinn karakter í kvöld„Ég er aðallega ánægður með vinnusemina og karakterinn hjá strákunum," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Við spiluðum á köflum mjög vel og leikmenn lögðu sig allir gríðarlega mikið fram." „Við þurftum að bæta okkar leik verulega eftir skelfinguna úr síðustu umferð og það hafðist í kvöld. Strákarnir sýndu mikinn karakter með því að koma til baka eftir að hafa lent undir í byrjun síðari hálfleiksins." „Við þurfum núna að ná í eins mikið af stigum og við getum og auðvitað verða önnur úrslit að spilast með okkur." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Ólafur: Höfðum ekki andlegan styrk í að klára þennan leik„Þessi leikur tapaðist uppí hausnum á okkur," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir ósigurinn í kvöld. „Við náum að jafna rétt undir lok fyrr hálfleiks og komumst síðan yfir í upphafi síðari. Þá hefði liðið átt að láta kné fylgja kviði en við höfðum einfaldlega ekki andlegan styrk í það." „Við fengum bara það útúr þessum leik sem við áttum skilið. Framarar voru grimmari og voru greinilega að keppa að meiru en við."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Ögmundur: Sigur og ekkert annað kom til greina„Þetta var mjög mikilvægur sigur fyrir okkur og þau þrjú stig sem við þurftum svo sannarlega," sagði Ögmundur Kristinsson, markmaður Fram, eftir leikinn í kvöld. „Við skitum rækilega í brækurnar í síðustu umferð og þurftum að sína okkar rétta andlit í kvöld." „Við vorum virkilega vel stefndir fyrir leikinn og létum Blikana aldrei slá okkur útaf laginu í kvöld." „Þessi sigur sýnir mikinn karakter og að liðið eigi ekki heima svona neðarlega í deildinni."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira
Framarar unnu í kvöld frábæran sigur, 3-2, gegn Breiðablik í 16. umferð Pepsi-deild karla en leikurinn fór fram á Laugardalsvellinum. Framarar lentu undir í síðari hálfleiknum en gáfust ekki upp og skoruðu tvö mörk sem tryggði þeim stigin þrjú. Leikurinn hófst með krafti og voru bæði lið nokkuð ákveðin. Framarar voru ívið sterkari og pressuðu oft á tíðum mikið í bakið á Blikum í upphafi fyrri hálfleiks. Heimamenn skoruðu fyrsta markið þegar Hólmbert Aron Friðjónsson, leikmaður Fram, skoraði potaði boltanum yfir línuna eftir frábæra fyrirgjöf frá Kristni Ingi Halldórssyni. Blikar létu markið ekki slá sig útaf laginu og tóku völdin á vellinum eftir að heimamann höfðu komist yfir. Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram, varði oft á tíðum meistaralega í fyrri hálfleiknum og magnað að Blikar hafi ekki náð að jafna metinn fyrr. Jöfnunarmarkið kom aftur á móti á 45. mínútu leiksins þegar Arnar Már Björgvinsson þrumaði boltanum í netið rétt fyrir utan vítateig, alveg óverjandi fyrir annars góðan markvörð Framara. Staðan var 1-1 í hálfleik en Garðar Örn Hinriksson, dómari leiksins, flautaði til leiksloka strax eftir mark Blika. Síðari hálfleikurinn var frábær skemmtun og liðin sóttu bæði stíft. Blikar tóku frumkvæðið og skoruðu þetta mikilvæga þriðja mark knattspyrnuleikja þegar Nichlas Rohde prjónaði sig í gegnum alla vörn Framara og hamraði boltann í netið. Framarar létu markið ekki setja sig útaf laginu og komu sterkir til baka með tveimur mörkum síðasta hálftímann og tryggðu sér ótrúlega mikilvægan sigur og þrjú mikilvæg stig. Fallbaráttan er því sem fyrr spennandi og Framara ekki dauður úr öllum æðum. Þorvaldur: Sýnum mikinn karakter í kvöld„Ég er aðallega ánægður með vinnusemina og karakterinn hjá strákunum," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Við spiluðum á köflum mjög vel og leikmenn lögðu sig allir gríðarlega mikið fram." „Við þurftum að bæta okkar leik verulega eftir skelfinguna úr síðustu umferð og það hafðist í kvöld. Strákarnir sýndu mikinn karakter með því að koma til baka eftir að hafa lent undir í byrjun síðari hálfleiksins." „Við þurfum núna að ná í eins mikið af stigum og við getum og auðvitað verða önnur úrslit að spilast með okkur." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Ólafur: Höfðum ekki andlegan styrk í að klára þennan leik„Þessi leikur tapaðist uppí hausnum á okkur," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir ósigurinn í kvöld. „Við náum að jafna rétt undir lok fyrr hálfleiks og komumst síðan yfir í upphafi síðari. Þá hefði liðið átt að láta kné fylgja kviði en við höfðum einfaldlega ekki andlegan styrk í það." „Við fengum bara það útúr þessum leik sem við áttum skilið. Framarar voru grimmari og voru greinilega að keppa að meiru en við."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Ögmundur: Sigur og ekkert annað kom til greina„Þetta var mjög mikilvægur sigur fyrir okkur og þau þrjú stig sem við þurftum svo sannarlega," sagði Ögmundur Kristinsson, markmaður Fram, eftir leikinn í kvöld. „Við skitum rækilega í brækurnar í síðustu umferð og þurftum að sína okkar rétta andlit í kvöld." „Við vorum virkilega vel stefndir fyrir leikinn og létum Blikana aldrei slá okkur útaf laginu í kvöld." „Þessi sigur sýnir mikinn karakter og að liðið eigi ekki heima svona neðarlega í deildinni."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira