Krafðist sýknu við lok réttarhaldanna 23. júní 2012 04:00 Geir Lippestad krafðist þess fyrir dómi að Breivik yrði sýknaður, en aðalkrafan var samt sem áður að hann yrði metinn sakhæfur. Eftir að Lippestad lauk máli sínu fékk Breivik að ávarpa salinn, og gengu fjölmargir áhorfendur úr salnum áður en hann hóf að tala. nordicphotos/afp Tíu vikna réttarhöldum yfir hryðjuverkamanninum Anders Behring Breivik lauk fyrir rétti í Ósló í gær. Breivik hélt lokaávarpið í réttarhöldunum þar sem hann krafðist þess að vera látinn laus og hélt því fram að sagan myndi hreinsa hann af áburði. Fjölmargir áhorfendur í salnum yfirgáfu hann áður en Breivik hóf að tala. Breivik ávarpaði réttinn og ræddi um allt það sem honum þykir rangt í heiminum, til að mynda það að fólk sem ekki væri upprunnið í Noregi syngi fyrir hönd landsins í Eurovision og um kynlífshegðun sögupersóna í þáttunum Sex and the City. Þá hélt hann því fram að skoðanasystkini sín stæðu á bak við sprengiefni sem fundust við kjarnorkuver í Svíþjóð í vikunni og varaði við mun stærri hryðjuverkum sem væru í undirbúningi. Hann fór yfir voðaverk sín og sagði árásir sínar þann 22. júlí í fyrra hafa verið fyrirbyggjandi og gerðar til að vernda innfædda Norðmenn. Hann myrti sem kunnugt er 69 manns í Útey og varð átta að bana með sprengju í Ósló. Fyrr um daginn hafði verjandi hans, Geir Lippestad, reynt að færa rök fyrir því að skjólstæðingur hans væri sakhæfur. Hann fór einnig fram á að Breivik yrði sýknaður af ákærunni. „Hann gerði sér grein fyrir því að það væri rangt að drepa en hann valdi að drepa. Það er það sem hryðjuverkamenn gera. Tilgangurinn helgar meðalið. Maður skilur það ekki ef maður skilur ekki menningu öfgahægrimanna,“ sagði hann. Breivik væri því ekki haldinn ranghugmyndum þegar hann segðist vera í baráttu um að vernda Noreg og Evrópu fyrir múslimum. Það væri hluti af stjórnmálaskoðunum hans, sem aðrir öfgahægrimenn deildu. Fimm dómarar munu nú dæma í málinu og úrskurða hvort Breivik teljist sakhæfur eða ekki. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur sálfræðingum ekki borið saman um andlegt ástand hans. Saksóknarar krefjast þess að hann verði fundinn ósakhæfur og verði því vistaður á geðsjúkrahúsi svo lengi sem hann er talinn veikur og hættulegur öðrum. Það gæti þýtt að hann yrði lokaður þar inni til æviloka. Verði hann dæmdur sakhæfur fær hann líklega þyngsta mögulega dóm, 21 ár í fangelsi, með möguleika á framlengingu svo lengi sem hann er talinn ógn við samfélagið. Dómur verður að öllum líkindum kveðinn upp þann 24. ágúst. thorunn@frettabladid.is Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Tíu vikna réttarhöldum yfir hryðjuverkamanninum Anders Behring Breivik lauk fyrir rétti í Ósló í gær. Breivik hélt lokaávarpið í réttarhöldunum þar sem hann krafðist þess að vera látinn laus og hélt því fram að sagan myndi hreinsa hann af áburði. Fjölmargir áhorfendur í salnum yfirgáfu hann áður en Breivik hóf að tala. Breivik ávarpaði réttinn og ræddi um allt það sem honum þykir rangt í heiminum, til að mynda það að fólk sem ekki væri upprunnið í Noregi syngi fyrir hönd landsins í Eurovision og um kynlífshegðun sögupersóna í þáttunum Sex and the City. Þá hélt hann því fram að skoðanasystkini sín stæðu á bak við sprengiefni sem fundust við kjarnorkuver í Svíþjóð í vikunni og varaði við mun stærri hryðjuverkum sem væru í undirbúningi. Hann fór yfir voðaverk sín og sagði árásir sínar þann 22. júlí í fyrra hafa verið fyrirbyggjandi og gerðar til að vernda innfædda Norðmenn. Hann myrti sem kunnugt er 69 manns í Útey og varð átta að bana með sprengju í Ósló. Fyrr um daginn hafði verjandi hans, Geir Lippestad, reynt að færa rök fyrir því að skjólstæðingur hans væri sakhæfur. Hann fór einnig fram á að Breivik yrði sýknaður af ákærunni. „Hann gerði sér grein fyrir því að það væri rangt að drepa en hann valdi að drepa. Það er það sem hryðjuverkamenn gera. Tilgangurinn helgar meðalið. Maður skilur það ekki ef maður skilur ekki menningu öfgahægrimanna,“ sagði hann. Breivik væri því ekki haldinn ranghugmyndum þegar hann segðist vera í baráttu um að vernda Noreg og Evrópu fyrir múslimum. Það væri hluti af stjórnmálaskoðunum hans, sem aðrir öfgahægrimenn deildu. Fimm dómarar munu nú dæma í málinu og úrskurða hvort Breivik teljist sakhæfur eða ekki. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur sálfræðingum ekki borið saman um andlegt ástand hans. Saksóknarar krefjast þess að hann verði fundinn ósakhæfur og verði því vistaður á geðsjúkrahúsi svo lengi sem hann er talinn veikur og hættulegur öðrum. Það gæti þýtt að hann yrði lokaður þar inni til æviloka. Verði hann dæmdur sakhæfur fær hann líklega þyngsta mögulega dóm, 21 ár í fangelsi, með möguleika á framlengingu svo lengi sem hann er talinn ógn við samfélagið. Dómur verður að öllum líkindum kveðinn upp þann 24. ágúst. thorunn@frettabladid.is
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira