Ekkert gengur hjá Lakers á útivelli Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 29. janúar 2012 23:30 Eins og sjá má á svipnum er Kobe Bryant ekki sáttur við gang mála. MYND:NORDIC PHOTOS/AP Eftir þjálfaraskipti Los Angeles Lakers í sumar er eini stöðugleikinn sem liðið hefur sýnt á tímabilinu að liðið nær sér ekki á strik á útivelli. Liðið hefur tapað sjö af átta útileikjum sínum það sem af er tímabilinu en unnið tíu af tólf heimaleikjum. Lakers tapaði fyrir Milwaukee Bucks 100-89 í gærnótt þrátt fyrir að Bucks léki án tveggja af sínum helstu stigaskorurum, Andrew Bogut og Stephen Jackason, en ekkert lið Vesturdeildarinnar er með lélegri árangur á útivelli en Lakers. Neðstu lið Vesturdeildar, Sacramento Kings og New Orleans Hornets sem hafa samtals unnið tíu leiki á tímabilinu, státa bæði af betri árangri á útivelli þar sem liðin hafa unnið tvo útileiki hvort. Lakers tapaði fyrstu sex útileikjum sínum með tíu stigum að meðaltali og voru tíu stigum undir eftir aðeins tvær mínútur í öðrum leikhluta gegn Bucks. Með sitt hávaxna lið tapaði Lakers meira að segja baráttunni undir körfunni. "Við leikum ekki af nógu miklum krafti," sagði Kobe Bryant sem átti góðan leik fyrir Lakers ólíkt flestum samherjum sínum og undir það tók Mike Brown þjálfari hans. "Við vorum á hælunum og áttum í miklum vandræðum undir körfunni. Það er alveg sama hver var á vellinum eða hver var með boltann, þeir beittu líkamanum í að fæla okkur frá körfunni og við svöruðum ekki," sagði Brown. Lakers er sem stendur í níunda sæti Vesturdeildarinnar eða ekki í úrslitakeppninni og næstu sjö leikir liðsins af átta eru á útivelli. Lagist gengi liðsins áútivelli ekki gæti liðið átt í mestu vandræðum með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni sem væri mikið áfall fyrir lið sem ætlar sér ekkert annað en meistaratitil. Lakers hefur leikið 20 leiki á 35 dögum og virðist ekki hafa þrek á útivelli við þetta mikla leikjaálag. Kobe Bryant átti ekki í vandræðum, hann skoraði 27 stig, hitti úr 10 af 21 skoti sínu, gaf 9 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Pau Gasol hitti aðeins úr 6 af 18 skotum sínum og Andrew Bynum tók aðeins 10 skot í leiknum, þar af 5 í fyrsta leikhluta. Fyrir utan nýliðann Andrew Goudelock fékk liðið lítið sem ekkert frá öðrum leikmönnum. Ljóst er að Kobe Bryant getur ekki borið liðið einn á herðum sínum, sama hvaða trú hann kann að hafa á því sjálfur. Lakers sækir Kevin Love, Ricky Rubio og félaga í Minnesota Timberwolves heim í nótt og verður spennandi að sjá hvort Kobe Bryant og félagar nái slökustu liðum Vesturdeildar eða verði áfram eitt á botni útivallarvinningshlutfallsins. NBA Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Handbolti Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Fleiri fréttir Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Sjá meira
Eftir þjálfaraskipti Los Angeles Lakers í sumar er eini stöðugleikinn sem liðið hefur sýnt á tímabilinu að liðið nær sér ekki á strik á útivelli. Liðið hefur tapað sjö af átta útileikjum sínum það sem af er tímabilinu en unnið tíu af tólf heimaleikjum. Lakers tapaði fyrir Milwaukee Bucks 100-89 í gærnótt þrátt fyrir að Bucks léki án tveggja af sínum helstu stigaskorurum, Andrew Bogut og Stephen Jackason, en ekkert lið Vesturdeildarinnar er með lélegri árangur á útivelli en Lakers. Neðstu lið Vesturdeildar, Sacramento Kings og New Orleans Hornets sem hafa samtals unnið tíu leiki á tímabilinu, státa bæði af betri árangri á útivelli þar sem liðin hafa unnið tvo útileiki hvort. Lakers tapaði fyrstu sex útileikjum sínum með tíu stigum að meðaltali og voru tíu stigum undir eftir aðeins tvær mínútur í öðrum leikhluta gegn Bucks. Með sitt hávaxna lið tapaði Lakers meira að segja baráttunni undir körfunni. "Við leikum ekki af nógu miklum krafti," sagði Kobe Bryant sem átti góðan leik fyrir Lakers ólíkt flestum samherjum sínum og undir það tók Mike Brown þjálfari hans. "Við vorum á hælunum og áttum í miklum vandræðum undir körfunni. Það er alveg sama hver var á vellinum eða hver var með boltann, þeir beittu líkamanum í að fæla okkur frá körfunni og við svöruðum ekki," sagði Brown. Lakers er sem stendur í níunda sæti Vesturdeildarinnar eða ekki í úrslitakeppninni og næstu sjö leikir liðsins af átta eru á útivelli. Lagist gengi liðsins áútivelli ekki gæti liðið átt í mestu vandræðum með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni sem væri mikið áfall fyrir lið sem ætlar sér ekkert annað en meistaratitil. Lakers hefur leikið 20 leiki á 35 dögum og virðist ekki hafa þrek á útivelli við þetta mikla leikjaálag. Kobe Bryant átti ekki í vandræðum, hann skoraði 27 stig, hitti úr 10 af 21 skoti sínu, gaf 9 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Pau Gasol hitti aðeins úr 6 af 18 skotum sínum og Andrew Bynum tók aðeins 10 skot í leiknum, þar af 5 í fyrsta leikhluta. Fyrir utan nýliðann Andrew Goudelock fékk liðið lítið sem ekkert frá öðrum leikmönnum. Ljóst er að Kobe Bryant getur ekki borið liðið einn á herðum sínum, sama hvaða trú hann kann að hafa á því sjálfur. Lakers sækir Kevin Love, Ricky Rubio og félaga í Minnesota Timberwolves heim í nótt og verður spennandi að sjá hvort Kobe Bryant og félagar nái slökustu liðum Vesturdeildar eða verði áfram eitt á botni útivallarvinningshlutfallsins.
NBA Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Handbolti Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Fleiri fréttir Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Sjá meira