Vatnshæð og leiðni í Gígjukvísl á Skeiðarársandi hækkaði óvenju mikið í gær samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Áin var dökk að lit og sumir segjast hafa fundið brennisteinslykt við brúna um fimmleytið í gærdag.
Mælingar sýna hins vegar ekki mjög mikla aukningu á vatnshæð.
Lögreglan segir að hæðin aukist í gærkvöld en samkvæmt upplýsingum frá veðustofunni hélst vatnshæðin óbreytt í nótt. Líklegt er talið að hlaupið hafi úr Grímsvötnum.
Vatnshæð hélst óbreytt í nótt
