Mannréttindi samkynhneigðra og utanríkisstefnan Össur Skarphéðinsson skrifar 2. maí 2012 08:00 Mannréttindi eru inngróinn partur af íslensku utanríkisstefnunni. Eitt af því sem ég hef sem utanríkisráðherra lagt vaxandi áherslu á eru mannréttindi þeirra sem hafa aðra kynhneigð og kynvitund en meirihlutinn. Það er í anda meginviðhorfa í okkar jákvæða samfélagi sem nú orðið lítur á þátttöku í árlegri Gleðigöngu sem opinbera staðfestingu á því að borgarar landsins njóta allir sama þátttökuréttar í samfélaginu. Viðhorfin hafa gjörbreyst á síðustu 20 árum í kjölfar ötullar baráttu Samtakanna 78. Í þessu efni fundust mér verða snöggar kynslóðabreytingar. Í pólitíkinni barði Vilmundur Gylfason fyrstur fótastokkinn upp úr 1980 og sjálfur sat ég áratug síðar í ríkisstjórn undir forystu Davíðs Oddssonar, sem réðst í róttækar breytingar á lagaumgjörð samkynhneigðra. Í öllum flokkum er nú að finna sterka talsmenn fyrir réttindum samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks. Rödd ÍslandsÍsland rær sem betur fer ekki eitt á báti í alþjóðlegri baráttu fyrir mannréttindum þessara hópa. Norðurlöndin ganga öll vasklega fram, og hafa átt æ þéttara samstarf í þessum efnum. Evrópusambandið hefur í vaxandi mæli látið þessa baráttu til sín taka. Við höfum átt góða samferð með því. Nú síðast á fundum mannréttindaráðsins í mars sl. þar sem við tókum rækilega undir stefnu ESB þar sem ríki heims voru hvött til að standa dyggan vörð um réttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks. Í skýrslu minni um utanríkismál, sem ég lagði nýlega fyrir Alþingi, er í annað sinn fjallað sérstaklega um málefni þeirra. Sú umfjöllun er ekki síst til að undirstrika að þessi málaflokkur er nú formlega partur af því mósaíki sem myndar heildstæða utanríkisstefnu þar sem mannréttindi eru alltaf á dagskrá. Hvarvetna þar sem tilefni gefast styður Ísland réttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks, bæði lagaleg og félagsleg. Í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna studdi Ísland í orði og verki ályktun um mannréttindi, kynhneigð og kynvitund. Sjálfur tók ég málið upp í ræðu sem ég flutti fyrir Íslands hönd á Allsherjarþingi SÞ. Þar hvatti ég til þess að öll ríki heims ynnu gegn fordómum á þessu sviði, og því var sannarlega ekki fagnað af öllum. Íslensku vogarafli beittAf sjálfu leiðir að Ísland reynir hvarvetna að sporna gegn gegn ofbeldi sem einstaklingar þurfa sums staðar að þola á grundvelli kynhneigðar sinnar. Við höfum þannig fylgst mjög náið með þróun mannréttinda samkynhneigðra í samstarfslöndum okkar í Afríku – Malaví, Úganda og Mósambík. Þar hafa grófir fordómar sums staðar látið á sér kræla. Harðpúkkaðir evangelistar úr suðurríkjum Bandaríkjanna hafa þar ýtt undir viðhorf sem eru andstæð samkynhneigðum. Hugmyndaveitur á þeirra vegum hafa beinlínis skrifað heil frumvörp fyrir einstaka þingmenn, eins og í Úganda, þar sem þess var freistað að koma í gegn illskeyttum lögum gegn samkynhneigðum. Það voru ekki síst andstaða og hörð mótmæli annarra ríkja, þar á meðal Íslands, sem komu í veg fyrir það. Þar á fulltrúi Íslands sæti í sérstökum mannréttindahópi, sem hrint var sameiginlega af stokkum af þeim ríkjum sem reiða fram fé til mannúðar- og uppbyggingarstarfa í landinu. Hópurinn fylgist með og fjallar um málefni samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks. Íslensk stjórnvöld hafa líka formlega komið á framfæri athugasemdum við stjórnvöld í Malaví, Úganda og Rússlandi vegna réttinda og stöðu samkynhneigðra. Skýra stefnumótunÞað er nýmæli að mannréttindi ofangreindra hópa séu reist með þessum hætti sem vel afmarkaður þáttur í utanríkisstefnunni. Án efa má vinna að því með hnitmiðaðri hætti í framtíðinni. Stefnan þarf að vera skýr um að hvaða markmiði er stefnt, og með hvaða leiðum. Um hið síðara viðurkenni ég fúslega að það liggur eftir að ydda með hvaða hætti Íslendingar geta best beitt sér, innan hvaða stofnana, hvar nýja bandamenn má upp vekja og hvaða umbúðir eru bestar í rökræðunni. Alþjóðlegir sáttmálar eru sterkt tæki, og skapa öflugt viðnám. Við þurfum að skoða hvaða frumkvæði við getum tekið um mótun slíkra tækja, eða negla betur í þeim sem þegar eru til staðar réttindi þeirra, sem eiga á hættu fordóma eða ofsóknir vegna kynhneigðar og kynvitundar. Ísland á að beita sér í þessum efnum og völlum alþjóðasamfélagsins, þar sem okkar fulltrúar standa í púlti, kasta atkvæði, eða hafa vogarafl, eiga þeir að láta bæði rödd og verkin tala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Mannréttindi eru inngróinn partur af íslensku utanríkisstefnunni. Eitt af því sem ég hef sem utanríkisráðherra lagt vaxandi áherslu á eru mannréttindi þeirra sem hafa aðra kynhneigð og kynvitund en meirihlutinn. Það er í anda meginviðhorfa í okkar jákvæða samfélagi sem nú orðið lítur á þátttöku í árlegri Gleðigöngu sem opinbera staðfestingu á því að borgarar landsins njóta allir sama þátttökuréttar í samfélaginu. Viðhorfin hafa gjörbreyst á síðustu 20 árum í kjölfar ötullar baráttu Samtakanna 78. Í þessu efni fundust mér verða snöggar kynslóðabreytingar. Í pólitíkinni barði Vilmundur Gylfason fyrstur fótastokkinn upp úr 1980 og sjálfur sat ég áratug síðar í ríkisstjórn undir forystu Davíðs Oddssonar, sem réðst í róttækar breytingar á lagaumgjörð samkynhneigðra. Í öllum flokkum er nú að finna sterka talsmenn fyrir réttindum samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks. Rödd ÍslandsÍsland rær sem betur fer ekki eitt á báti í alþjóðlegri baráttu fyrir mannréttindum þessara hópa. Norðurlöndin ganga öll vasklega fram, og hafa átt æ þéttara samstarf í þessum efnum. Evrópusambandið hefur í vaxandi mæli látið þessa baráttu til sín taka. Við höfum átt góða samferð með því. Nú síðast á fundum mannréttindaráðsins í mars sl. þar sem við tókum rækilega undir stefnu ESB þar sem ríki heims voru hvött til að standa dyggan vörð um réttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks. Í skýrslu minni um utanríkismál, sem ég lagði nýlega fyrir Alþingi, er í annað sinn fjallað sérstaklega um málefni þeirra. Sú umfjöllun er ekki síst til að undirstrika að þessi málaflokkur er nú formlega partur af því mósaíki sem myndar heildstæða utanríkisstefnu þar sem mannréttindi eru alltaf á dagskrá. Hvarvetna þar sem tilefni gefast styður Ísland réttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks, bæði lagaleg og félagsleg. Í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna studdi Ísland í orði og verki ályktun um mannréttindi, kynhneigð og kynvitund. Sjálfur tók ég málið upp í ræðu sem ég flutti fyrir Íslands hönd á Allsherjarþingi SÞ. Þar hvatti ég til þess að öll ríki heims ynnu gegn fordómum á þessu sviði, og því var sannarlega ekki fagnað af öllum. Íslensku vogarafli beittAf sjálfu leiðir að Ísland reynir hvarvetna að sporna gegn gegn ofbeldi sem einstaklingar þurfa sums staðar að þola á grundvelli kynhneigðar sinnar. Við höfum þannig fylgst mjög náið með þróun mannréttinda samkynhneigðra í samstarfslöndum okkar í Afríku – Malaví, Úganda og Mósambík. Þar hafa grófir fordómar sums staðar látið á sér kræla. Harðpúkkaðir evangelistar úr suðurríkjum Bandaríkjanna hafa þar ýtt undir viðhorf sem eru andstæð samkynhneigðum. Hugmyndaveitur á þeirra vegum hafa beinlínis skrifað heil frumvörp fyrir einstaka þingmenn, eins og í Úganda, þar sem þess var freistað að koma í gegn illskeyttum lögum gegn samkynhneigðum. Það voru ekki síst andstaða og hörð mótmæli annarra ríkja, þar á meðal Íslands, sem komu í veg fyrir það. Þar á fulltrúi Íslands sæti í sérstökum mannréttindahópi, sem hrint var sameiginlega af stokkum af þeim ríkjum sem reiða fram fé til mannúðar- og uppbyggingarstarfa í landinu. Hópurinn fylgist með og fjallar um málefni samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks. Íslensk stjórnvöld hafa líka formlega komið á framfæri athugasemdum við stjórnvöld í Malaví, Úganda og Rússlandi vegna réttinda og stöðu samkynhneigðra. Skýra stefnumótunÞað er nýmæli að mannréttindi ofangreindra hópa séu reist með þessum hætti sem vel afmarkaður þáttur í utanríkisstefnunni. Án efa má vinna að því með hnitmiðaðri hætti í framtíðinni. Stefnan þarf að vera skýr um að hvaða markmiði er stefnt, og með hvaða leiðum. Um hið síðara viðurkenni ég fúslega að það liggur eftir að ydda með hvaða hætti Íslendingar geta best beitt sér, innan hvaða stofnana, hvar nýja bandamenn má upp vekja og hvaða umbúðir eru bestar í rökræðunni. Alþjóðlegir sáttmálar eru sterkt tæki, og skapa öflugt viðnám. Við þurfum að skoða hvaða frumkvæði við getum tekið um mótun slíkra tækja, eða negla betur í þeim sem þegar eru til staðar réttindi þeirra, sem eiga á hættu fordóma eða ofsóknir vegna kynhneigðar og kynvitundar. Ísland á að beita sér í þessum efnum og völlum alþjóðasamfélagsins, þar sem okkar fulltrúar standa í púlti, kasta atkvæði, eða hafa vogarafl, eiga þeir að láta bæði rödd og verkin tala.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar