Körfubolti

Haukar unnu fyrsta leikinn í Keflavík

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Haukar höfðu einnig betur í viðureign liðanna í deildinni í upphafi mars.
Haukar höfðu einnig betur í viðureign liðanna í deildinni í upphafi mars. Mynd / HAG
Haukastelpur unnu góðan sigur á Keflavík í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni kvenna í Iceland Express-deildinni í dag. Lokatölur urðu 54-63.

Úrslitin verða að teljast nokkuð óvænt enda voru Haukastelpur síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og fengu því erfiðasta andstæðinginn samkvæmt töflunni, Keflavík.

Haukar höfðu frumkvæðið allan leikinn gegn nýkrýndu deildarmeisturunum. Stelpurnar úr Hafnarfirði leiddu með átta stigum í hálfleik, 27-35, og Keflavíkurstelpum tókst aldrei að jafna metin.

Tierny Jenkins var allt í öllu í liði Hauka í dag. Auk þess að skora 27 stig hirti hún 20 fráköst. Tíu í vörn og tíu í sókn. Hjá Keflavík skoraði Jaleesa Butler 23 stig en næst kom Pálína Gunnlaugsdóttir með 11 stig.

Næsti leikur liðanna fer fram í Hafnarfirði á mánudagskvöldið.

Keflavík-Haukar 54-63 (18-22, 9-13, 16-14, 11-14)

Keflavík: Jaleesa Butler 23/12 fráköst/4 varin skot, Pálína Gunnlaugsdóttir 11/5 fráköst, Eboni Monique Mangum 7, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 4/5 fráköst, Helga Hallgrímsdóttir 4/4 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 3, Sandra Lind Þrastardóttir 2.

Haukar: Tierny Jenkins 27/20 fráköst, Jence Ann Rhoads 14/9 fráköst/5 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 8, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 7/5 fráköst, Íris Sverrisdóttir 5, Guðrún Ósk Ámundardóttir 2/4 fráköst.


Tengdar fréttir

Njarðvík vann fyrstu rimmuna gegn Snæfelli

Njarðvíkurstúlkur hafa tekið forystu í undanúrslitaeinvíginu gegn Snæfelli í Iceland Express-deild kvenna eftir nauman sigur í fyrsta leik liðanna í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×