Allir að hamra inn nagla Pawel Bartoszek skrifar 21. desember 2012 06:00 Ég er aurvaldssinni. Það er svona míní-auðvaldssinni. Mér finnst það ekki endilega óendanlega magnað að til sé fólk sem hefur orðið ríkt af því að breyta rafmagni í ál eða fundið olíu og tekist að selja hana. Ekki að segja að það sé eitthvað sem „allir geta" eða að þeir sem það geri séu vont fólk. En það er ekki í frumframleiðslunni sem sköpunarkraftur hins frjálsa markaðar kemur hvað skýrast fram. Jafnvel í ömurlegu, miðstýrðu hagkerfi gæti einhver líkegast framleitt ál og grætt á því. Öllu merkilegra er þegar menn breyta engu í eitthvað. Að einhver skyldi geta fengið pening fyrir að teikna klúrar spýtukallamyndir, semja tónlist eða halda uppi bloggi, það er virkilega merkilegt. Allir sem reynt hafa að fá pening fyrir að gera eitthvað sniðugt með hausnum vita að það er fáranlega erfitt. Enn erfiðara er að fá nóg til að geta lifað af því, hvað þá að fá nógu mikið til að verða ríkur (og þá sjálfkrafa öfundaður fyrir að fá borgað fyrir að „gera ekki neitt"). Hilla hátt uppi Nái menn einhverjum vinsældum fylgir þeim þó gjarnan ákveðin virðing. En sú hilla liggur hátt uppi. Úti um allt er fullt af fólki sem er ekki jafnsniðugt og Hugleikur og er ekki með jafngrípandi lag og Of Monsters and Men en er samt að reyna og mætir oft takmörkuðum skilningi. Ég er ekki endilega að tala um að ríkið vilji ekki gefa þessum frumkvöðlum nógu mikinn pening (eins og oft er átt við þegar „takmarkaðan skilning" ber á góma). Ég á við að samborgarar þessa fólks viðurkenna stundum ekki að það sem þeir gera sé yfirhöfuð vinna. Það birtist með ýmsum hætti. Tökum dæmi. Grafískur hönnuður er beðinn um að hanna heimasíðu. Líklegt er að hann sé spurður 1. hvort hann vilji gera það frítt 2. hvort hann taki virkilega svona mikið fyrir þetta 3. hvort hann geti virkilega ekki gert þetta frítt, heimasíðan er ekki fyrir neitt gróðafélag og hann fær góða auglýsingu út á þetta 4. hvort hann geti ekki komið með nokkrar hugmyndir sem síðan verður valið úr 5. hvort það þurfi samt að borga honum ef þetta verður ljótt 6. hvort hann muni ekki örugglega líka hanna lógóið, gera fullt af öðrum hlutum og hvort það kosti nokkuð aukalega. Frítt parkett Setjum nú upp sama dæmið með parkettlagningarmanni. Myndu menn biðja hann um að vinna vinnu sína frítt? Myndu menn spyrja hann hvort þeir þyrftu að borga ef þeim fyndist parkettið ljótt? Myndu menn, eftir að verkinu er lokið, biðja um að fá að sjá hvernig þetta lítur út með öðru gólfefni? Myndu menn svo biðja hann um að bæta við parketti í svefnherbergið nokkrum mánuðum síðar og vera hissa á því að það kosti meira? Nú er auðvitað ekki útilokað að iðnaðarmenn lendi í einhverju af þessu. Til dæmis að kúnnar borgi ekki ef þeir eru ósáttir. En það er síður algengt að menn hringi í iðnaðarmann, biðji hann um að gera eitthvað og geri ráð fyrir að honum mistakist það. Iðnaðarmaðurinn er líka síður líklegur til að vera reglulega beðinn um að leggja frítt parkett hjá hinum og þessum með þeim orðum að þetta sé allt rosalega „góð auglýsing fyrir hann". Þetta er enn augljósara með hráefni. Myndi einhver labba út í búð, sjá hillu fulla af hveiti og spyrja hvort hann mætti ekki kippa með sér einum pakka, án þess að borga, því „það virðist vera nóg til"? Varla. Fólk skilur að hráefni kostar. Fólk skilur líka að vinna kostar en sumir skilja það minna og minna eftir því sem vinnan er minna líkamleg. Auðvitað er það ekki algilt. Ef enginn vildi borga fólki fyrir að breyta engu í eitthvað mundi enginn gera neitt af slíku. Raunin er sem betur fer önnur. En stundum þegar ég horfi á suma stjórnmálamenn tala fæ ég þessa tilfinningu: Að sumum finnist engin verðmæti verða til nema einhver sveifli skóflu eða hamri nagla í vegg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Pawel Bartoszek Skoðanir Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Ég er aurvaldssinni. Það er svona míní-auðvaldssinni. Mér finnst það ekki endilega óendanlega magnað að til sé fólk sem hefur orðið ríkt af því að breyta rafmagni í ál eða fundið olíu og tekist að selja hana. Ekki að segja að það sé eitthvað sem „allir geta" eða að þeir sem það geri séu vont fólk. En það er ekki í frumframleiðslunni sem sköpunarkraftur hins frjálsa markaðar kemur hvað skýrast fram. Jafnvel í ömurlegu, miðstýrðu hagkerfi gæti einhver líkegast framleitt ál og grætt á því. Öllu merkilegra er þegar menn breyta engu í eitthvað. Að einhver skyldi geta fengið pening fyrir að teikna klúrar spýtukallamyndir, semja tónlist eða halda uppi bloggi, það er virkilega merkilegt. Allir sem reynt hafa að fá pening fyrir að gera eitthvað sniðugt með hausnum vita að það er fáranlega erfitt. Enn erfiðara er að fá nóg til að geta lifað af því, hvað þá að fá nógu mikið til að verða ríkur (og þá sjálfkrafa öfundaður fyrir að fá borgað fyrir að „gera ekki neitt"). Hilla hátt uppi Nái menn einhverjum vinsældum fylgir þeim þó gjarnan ákveðin virðing. En sú hilla liggur hátt uppi. Úti um allt er fullt af fólki sem er ekki jafnsniðugt og Hugleikur og er ekki með jafngrípandi lag og Of Monsters and Men en er samt að reyna og mætir oft takmörkuðum skilningi. Ég er ekki endilega að tala um að ríkið vilji ekki gefa þessum frumkvöðlum nógu mikinn pening (eins og oft er átt við þegar „takmarkaðan skilning" ber á góma). Ég á við að samborgarar þessa fólks viðurkenna stundum ekki að það sem þeir gera sé yfirhöfuð vinna. Það birtist með ýmsum hætti. Tökum dæmi. Grafískur hönnuður er beðinn um að hanna heimasíðu. Líklegt er að hann sé spurður 1. hvort hann vilji gera það frítt 2. hvort hann taki virkilega svona mikið fyrir þetta 3. hvort hann geti virkilega ekki gert þetta frítt, heimasíðan er ekki fyrir neitt gróðafélag og hann fær góða auglýsingu út á þetta 4. hvort hann geti ekki komið með nokkrar hugmyndir sem síðan verður valið úr 5. hvort það þurfi samt að borga honum ef þetta verður ljótt 6. hvort hann muni ekki örugglega líka hanna lógóið, gera fullt af öðrum hlutum og hvort það kosti nokkuð aukalega. Frítt parkett Setjum nú upp sama dæmið með parkettlagningarmanni. Myndu menn biðja hann um að vinna vinnu sína frítt? Myndu menn spyrja hann hvort þeir þyrftu að borga ef þeim fyndist parkettið ljótt? Myndu menn, eftir að verkinu er lokið, biðja um að fá að sjá hvernig þetta lítur út með öðru gólfefni? Myndu menn svo biðja hann um að bæta við parketti í svefnherbergið nokkrum mánuðum síðar og vera hissa á því að það kosti meira? Nú er auðvitað ekki útilokað að iðnaðarmenn lendi í einhverju af þessu. Til dæmis að kúnnar borgi ekki ef þeir eru ósáttir. En það er síður algengt að menn hringi í iðnaðarmann, biðji hann um að gera eitthvað og geri ráð fyrir að honum mistakist það. Iðnaðarmaðurinn er líka síður líklegur til að vera reglulega beðinn um að leggja frítt parkett hjá hinum og þessum með þeim orðum að þetta sé allt rosalega „góð auglýsing fyrir hann". Þetta er enn augljósara með hráefni. Myndi einhver labba út í búð, sjá hillu fulla af hveiti og spyrja hvort hann mætti ekki kippa með sér einum pakka, án þess að borga, því „það virðist vera nóg til"? Varla. Fólk skilur að hráefni kostar. Fólk skilur líka að vinna kostar en sumir skilja það minna og minna eftir því sem vinnan er minna líkamleg. Auðvitað er það ekki algilt. Ef enginn vildi borga fólki fyrir að breyta engu í eitthvað mundi enginn gera neitt af slíku. Raunin er sem betur fer önnur. En stundum þegar ég horfi á suma stjórnmálamenn tala fæ ég þessa tilfinningu: Að sumum finnist engin verðmæti verða til nema einhver sveifli skóflu eða hamri nagla í vegg.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun