Komu með hvítvoðung til landsins á fölskum pappírum þeb skrifar 22. nóvember 2012 08:00 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál sem varðar mansal, eftir að par sem kom með ungbarn til landsins fyrr á árinu reyndist ekki foreldrar barnsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er parið búsett á Íslandi en fór utan fyrr á árinu og kom svo aftur til landsins með nýfætt barn. Þau sögðust eiga barnið og lögðu fram fæðingarvottorð og önnur gögn því til staðfestingar. Gögnin virtust vera í lagi við fyrstu sýn. Síðar vöknuðu grunsemdir um að ekki væri allt sem sýndist og farið var fram á að þau færu í DNA-próf til að sanna skyldleika sinn við barnið. Þá viðurkenndu þau að vera ekki raunverulegir foreldrar barnsins og að skjölin væru fölsuð. Útlendingastofnun hefur samkvæmt lögum um útlendinga heimild til að fara fram á að umsækjandi um dvalarleyfi eða ættmenni hans gangist undir DNA-próf. Málið er rannsakað sem mansalsmál samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, í það minnsta til að byrja með, og hefur barnaverndaryfirvöldum verið gert viðvart um það. Ekki er talið að um neins konar misnotkun sé að ræða. Samkvæmt almennum hegningarlögum er ólöglegt að greiða fyrir mansali með því að falsa ferða- eða persónuskilríki og annast milligöngu um eða útvega slík skilríki. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið fór þess á leit við hann. Hann sagðist þó geta staðfest að hjá lögreglunni væru nokkur mál til rannsóknar sem vörðuðu mansalsákvæði laga. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu er eitt þeirra grunur um mansal á kínverskum nuddstofum í Reykjavík. - Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál sem varðar mansal, eftir að par sem kom með ungbarn til landsins fyrr á árinu reyndist ekki foreldrar barnsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er parið búsett á Íslandi en fór utan fyrr á árinu og kom svo aftur til landsins með nýfætt barn. Þau sögðust eiga barnið og lögðu fram fæðingarvottorð og önnur gögn því til staðfestingar. Gögnin virtust vera í lagi við fyrstu sýn. Síðar vöknuðu grunsemdir um að ekki væri allt sem sýndist og farið var fram á að þau færu í DNA-próf til að sanna skyldleika sinn við barnið. Þá viðurkenndu þau að vera ekki raunverulegir foreldrar barnsins og að skjölin væru fölsuð. Útlendingastofnun hefur samkvæmt lögum um útlendinga heimild til að fara fram á að umsækjandi um dvalarleyfi eða ættmenni hans gangist undir DNA-próf. Málið er rannsakað sem mansalsmál samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, í það minnsta til að byrja með, og hefur barnaverndaryfirvöldum verið gert viðvart um það. Ekki er talið að um neins konar misnotkun sé að ræða. Samkvæmt almennum hegningarlögum er ólöglegt að greiða fyrir mansali með því að falsa ferða- eða persónuskilríki og annast milligöngu um eða útvega slík skilríki. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið fór þess á leit við hann. Hann sagðist þó geta staðfest að hjá lögreglunni væru nokkur mál til rannsóknar sem vörðuðu mansalsákvæði laga. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu er eitt þeirra grunur um mansal á kínverskum nuddstofum í Reykjavík. -
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira