Hjón í eina gröf eftir mistök í kirkjugarði gar@frettabladid.is skrifar 22. nóvember 2012 07:00 Hlið við hlið Móðir Gísla er grafin í duftkirkjugarðinum í Garðaholti og ætlar Gísli að hvíla að lokum við hlið hennar. Bróðir Gísla og mágkona verða síðan í einni gröf honum við hlið en ekki fyrir framan eins og Gísli segir að hafi verið frágengið fyrir níu árum. Fréttablaðið/Pjetur „Þetta er út í hött. Ástvinir vilja vera saman," segir Gísli Líndal í Holti í Garðabæ, sem telur að ókunnug kona hafi verið jarðsett í leiði sem frátekið var fyrir fjölskylduna í kirkjugarðinum í Garðaholti. Móðir Gísla lést árið 2003 og var þá jarðsett í duftreit í kirkjugarðinum við Garðakirkju. „Þegar mamma dó óskuðum við eftir að fá fjóra reiti og var þá sagt að það væri ekkert mál enda var hún aðeins þriðja manneskjan í nýjum reit. Við tókum margsinnis fram að það þyrfti að vera pláss fyrir framan og við hliðina á henni og þannig var þetta sett upp," útskýrir Gísli. Viðbótarstæðin þrjú segir Gísli hafa verið ætluð honum sjálfum, bróður hans og mágkonu. Fyrir nokkrum vikum tók hann eftir að jarðsett hefði verið í grafstæðinu beint fyrir framan móður hans. Hann hafi óskað eftir skýringum hjá stjórnendum kirkjugarðsins. „Þau sögðust ekki hafa funduð neina pappíra. Það er ósköp einfalt að skýla sér á bak við það," segir Gísli, sem kveður mistök hafa orðið og tengir þau við að nýtt fólk hafi tekið við stjórn kirkjugarðsins í sumar. Stefán Heimir Finnbogason staðfestir frásögn Gísla bróður síns. „Þegar mamma var sett niður var óskað eftir þremur aukastæðum og að við værum þarna fjögur í ferningi," segir Stefán, sem hefur rætt við stjórnendur kirkjugarðsins og fallist á að hann og eiginkona hans hvíli í einni gröf við hliðina á Gísla og móður þeirra bræðra. „Það er ekki hægt að breyta þessu og það skiptir engu máli fyrst þetta fór svona." Þórunn Björgvinsdóttir kirkjuhaldari segir það misskilning hjá þeim bræðrum að þrjú viðbótarleiði hafi verið frátekin í ferningi. Aðeins tvö leiði hafi verið tekin frá fyrir þá bræður. Þau séu bæði til hliðar við móður þeirra. „Þannig er teikningin af þessu. Það er búið að tala við bróður hans og hans konu. Frekar en að fara eitthvert annað ætla þau saman í eitt leiði og Gísli fær það sem hann bað um. Gísli hefur hugsað þetta öðruvísi í upphafi en ekki skilið hvernig var frá þessu gengið," segir kirkjuhaldarinn. Þótt Gísli sé óánægður hyggst hann halda sínu striki og leggjast til hvílu við hlið móður sinnar þegar sú stund rennur upp. „Ég fer á minn stað – ef það verður ekki búið að planta ofan í hann." Fréttir Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
„Þetta er út í hött. Ástvinir vilja vera saman," segir Gísli Líndal í Holti í Garðabæ, sem telur að ókunnug kona hafi verið jarðsett í leiði sem frátekið var fyrir fjölskylduna í kirkjugarðinum í Garðaholti. Móðir Gísla lést árið 2003 og var þá jarðsett í duftreit í kirkjugarðinum við Garðakirkju. „Þegar mamma dó óskuðum við eftir að fá fjóra reiti og var þá sagt að það væri ekkert mál enda var hún aðeins þriðja manneskjan í nýjum reit. Við tókum margsinnis fram að það þyrfti að vera pláss fyrir framan og við hliðina á henni og þannig var þetta sett upp," útskýrir Gísli. Viðbótarstæðin þrjú segir Gísli hafa verið ætluð honum sjálfum, bróður hans og mágkonu. Fyrir nokkrum vikum tók hann eftir að jarðsett hefði verið í grafstæðinu beint fyrir framan móður hans. Hann hafi óskað eftir skýringum hjá stjórnendum kirkjugarðsins. „Þau sögðust ekki hafa funduð neina pappíra. Það er ósköp einfalt að skýla sér á bak við það," segir Gísli, sem kveður mistök hafa orðið og tengir þau við að nýtt fólk hafi tekið við stjórn kirkjugarðsins í sumar. Stefán Heimir Finnbogason staðfestir frásögn Gísla bróður síns. „Þegar mamma var sett niður var óskað eftir þremur aukastæðum og að við værum þarna fjögur í ferningi," segir Stefán, sem hefur rætt við stjórnendur kirkjugarðsins og fallist á að hann og eiginkona hans hvíli í einni gröf við hliðina á Gísla og móður þeirra bræðra. „Það er ekki hægt að breyta þessu og það skiptir engu máli fyrst þetta fór svona." Þórunn Björgvinsdóttir kirkjuhaldari segir það misskilning hjá þeim bræðrum að þrjú viðbótarleiði hafi verið frátekin í ferningi. Aðeins tvö leiði hafi verið tekin frá fyrir þá bræður. Þau séu bæði til hliðar við móður þeirra. „Þannig er teikningin af þessu. Það er búið að tala við bróður hans og hans konu. Frekar en að fara eitthvert annað ætla þau saman í eitt leiði og Gísli fær það sem hann bað um. Gísli hefur hugsað þetta öðruvísi í upphafi en ekki skilið hvernig var frá þessu gengið," segir kirkjuhaldarinn. Þótt Gísli sé óánægður hyggst hann halda sínu striki og leggjast til hvílu við hlið móður sinnar þegar sú stund rennur upp. „Ég fer á minn stað – ef það verður ekki búið að planta ofan í hann."
Fréttir Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira