Tíu búrhvalir í botni Steingrímsfjarðar Kristján Már Unnarsson skrifar 24. apríl 2012 17:14 Myndir af tíu búrhvölum náðust á innanverðum Steingrímsfirði í gær. Myndatökumaðurinn segist aldrei hafa séð annað eins og það hafi verið magnað að fylgja hvölunum eftir. Hvalasérfræðingur segir þessa hegðun búrhvala mjög óvenjulega. Hvalavaðan var nánast inni í botni Steingrímsfjarðar, vel fyrir innan Hólmavík og lengst af á móts við bæinn Bassastaði, að sögn Jóns Halldórssonar, landpósts á Hólmavík, sem tók myndir síðdegis í gær af hvölunum en myndband af þeim verður sýnt í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Jón sá hvalina fyrst úr landi í gærmorgun en fékk síðan kunningja sinn, Benedikt Pétursson, til að skutla sér á bát út á fjörðinn að loknum vinnudegi. Þeir sögðust strax vera vissir um að þetta væru búrhvalir og það staðfestir Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur Hafrannsóknarstofnunarinnar, eftir að hafa séð myndirnar. Jón segir að þeir hafi fylgt hvölunum eftir í um það bil klukkustund og kveðst aldrei fyrr hafa séð annað eins. Það hafi verið magnað að sjá þetta. Gísli Víkingsson segir mjög óvenjulegt að sjá búrhvali svo langt inni á firði enda haldi þeir sig yfirleitt langt úti á hafi og á djúpsævi. Gísli minnist þess þó að árið 1994 hafi 6-7 búrhvali rekið á land á Ströndum og þeir drepist og tveimur árum áður hafi svipaður atburður orðið á Langanesi. Gísli segir erfitt að skýra hvað valdi því að búrhvalir sjáist þarna á grunnsævi inni á firði. Þeir kafi dýpst allra spendýra, niður á allt að 2ja kílómetra dýpi og geti haldið niðri í sér andanum í eina og hálfa til tvær klukkustundir. Búrhvalir verða allt að átján metra langir. Dýr Kaldrananeshreppur Strandabyggð Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Myndir af tíu búrhvölum náðust á innanverðum Steingrímsfirði í gær. Myndatökumaðurinn segist aldrei hafa séð annað eins og það hafi verið magnað að fylgja hvölunum eftir. Hvalasérfræðingur segir þessa hegðun búrhvala mjög óvenjulega. Hvalavaðan var nánast inni í botni Steingrímsfjarðar, vel fyrir innan Hólmavík og lengst af á móts við bæinn Bassastaði, að sögn Jóns Halldórssonar, landpósts á Hólmavík, sem tók myndir síðdegis í gær af hvölunum en myndband af þeim verður sýnt í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Jón sá hvalina fyrst úr landi í gærmorgun en fékk síðan kunningja sinn, Benedikt Pétursson, til að skutla sér á bát út á fjörðinn að loknum vinnudegi. Þeir sögðust strax vera vissir um að þetta væru búrhvalir og það staðfestir Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur Hafrannsóknarstofnunarinnar, eftir að hafa séð myndirnar. Jón segir að þeir hafi fylgt hvölunum eftir í um það bil klukkustund og kveðst aldrei fyrr hafa séð annað eins. Það hafi verið magnað að sjá þetta. Gísli Víkingsson segir mjög óvenjulegt að sjá búrhvali svo langt inni á firði enda haldi þeir sig yfirleitt langt úti á hafi og á djúpsævi. Gísli minnist þess þó að árið 1994 hafi 6-7 búrhvali rekið á land á Ströndum og þeir drepist og tveimur árum áður hafi svipaður atburður orðið á Langanesi. Gísli segir erfitt að skýra hvað valdi því að búrhvalir sjáist þarna á grunnsævi inni á firði. Þeir kafi dýpst allra spendýra, niður á allt að 2ja kílómetra dýpi og geti haldið niðri í sér andanum í eina og hálfa til tvær klukkustundir. Búrhvalir verða allt að átján metra langir.
Dýr Kaldrananeshreppur Strandabyggð Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira