Atli telur að rétt hafi verið að ákæra Geir Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. apríl 2012 15:49 Atli Gíslason segir að niðurstaðan hafi ekki komið sér á óvart. Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, sem skrifaði ákæru gegn Geir H. Haarde, segir að niðurstaða Landsdóms í gær hafi ekki komið sér á óvart. Af sex upphaflegum ákæruliðum var Geir dæmdur fyrir einn. Það var brot á stjórnarskránni, fyrir að hafa látið fyrir farast að halda ríkisstjórnarfundi um mikilvæg mál. „Ég get ekki sagt að þetta hafi komið flatt upp á mig. Ég var farinn að vænta þessa," segir Atli í samtali við Vísi. Aðspurður hvort hann hafi talið rétt að fara í þessa vegferð í ljósi niðurstöðunnar bendir Atli á að það hafi vissulega verið sakfellt í einum ákærulið og það sé hlutverk ákæruvalds, í þetta skiptið Alþingis, að kanna hvort það sem fram væri komið væri nægilegt og líklegt til sakfellis. „Það fellst ekki í því dómur," segir Atli. Hann bendir jafnframt á að í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að þrír ráðherrar hefðu sýnt vanrækslu „Við byggðum á því og leituðum ráðgjafar margra sérfræðinga og komumst að þessari niðurstöðu," segir Atli. Atli bendir á að þeirri niðurstöðu þingmannanefndarinnar sem hann stýrði, að ákæra Geir, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Árna Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson hafi verið spillt í meðferð Alþingis á tillögunni. „Það er reyndar að hluta til staðfest í landsdómi, sérstaklega í kaflanum um Icesavereikningana. Þar er Geir Haarde ekki talinn bera ábyrgð á athafnaleysi þáverandi bankamálaráðherra," segir Atli, en það var Björgvin G. Sigurðsson sem bar ábyrgð á bankamálum í ríkisstjórn Geirs. Atli segir að það hafi komið sér á óvart, í niðurstöðu dómsins í kaflanum um stærð bankakerfisins, að dómurinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að Geir hafi vitað um hættuna, hefði átt að gera eitthvað, en ekki talið sannað hvað hann ætti að hafa gert. Því væri hann sýknaður. „Ég skil þá niðurstöðu samt sem áður út frá þeirri meginreglu að vafa á að túlka ákærða í hag," segir Atli. Hann bendir jafnframt á að sönnunarfærsla í málinu hafi farið fram í landsdómi en ekki í þingmannanefndinni. Þingmannanefndin hafi ekki haft heimild til þess að taka skýrslu af sakborningi. Atli segir að nauðsynlegt sé að breyta lögum um Landsdóm og skoða þau frá grunni. „Það er mjög erfitt að setja ákæruvaldið inn í þingið í svo fámennu landi," segir Atli. Hann segir að samkvæmt tillögum þingmannanefndarinnar, sem samþykkt hafi verið samhljóða á Alþingi, eigi að vera búið að gera breytingar í þessa veru fyrir 1. október 2012. Loks segir Atli Gíslason, vegna ummæla Geirs Haarde, að Steingrímur J. Sigfússon hafi ekki haft nein áhrif á sig í Landsdómsmálinu. „Ég tel mig hafa unnið að þessu máli allan tímann á lögfræðilegan hátt út frá bakgrunni minum sem lögfræðingur," segir Atli. Landsdómur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, sem skrifaði ákæru gegn Geir H. Haarde, segir að niðurstaða Landsdóms í gær hafi ekki komið sér á óvart. Af sex upphaflegum ákæruliðum var Geir dæmdur fyrir einn. Það var brot á stjórnarskránni, fyrir að hafa látið fyrir farast að halda ríkisstjórnarfundi um mikilvæg mál. „Ég get ekki sagt að þetta hafi komið flatt upp á mig. Ég var farinn að vænta þessa," segir Atli í samtali við Vísi. Aðspurður hvort hann hafi talið rétt að fara í þessa vegferð í ljósi niðurstöðunnar bendir Atli á að það hafi vissulega verið sakfellt í einum ákærulið og það sé hlutverk ákæruvalds, í þetta skiptið Alþingis, að kanna hvort það sem fram væri komið væri nægilegt og líklegt til sakfellis. „Það fellst ekki í því dómur," segir Atli. Hann bendir jafnframt á að í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að þrír ráðherrar hefðu sýnt vanrækslu „Við byggðum á því og leituðum ráðgjafar margra sérfræðinga og komumst að þessari niðurstöðu," segir Atli. Atli bendir á að þeirri niðurstöðu þingmannanefndarinnar sem hann stýrði, að ákæra Geir, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Árna Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson hafi verið spillt í meðferð Alþingis á tillögunni. „Það er reyndar að hluta til staðfest í landsdómi, sérstaklega í kaflanum um Icesavereikningana. Þar er Geir Haarde ekki talinn bera ábyrgð á athafnaleysi þáverandi bankamálaráðherra," segir Atli, en það var Björgvin G. Sigurðsson sem bar ábyrgð á bankamálum í ríkisstjórn Geirs. Atli segir að það hafi komið sér á óvart, í niðurstöðu dómsins í kaflanum um stærð bankakerfisins, að dómurinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að Geir hafi vitað um hættuna, hefði átt að gera eitthvað, en ekki talið sannað hvað hann ætti að hafa gert. Því væri hann sýknaður. „Ég skil þá niðurstöðu samt sem áður út frá þeirri meginreglu að vafa á að túlka ákærða í hag," segir Atli. Hann bendir jafnframt á að sönnunarfærsla í málinu hafi farið fram í landsdómi en ekki í þingmannanefndinni. Þingmannanefndin hafi ekki haft heimild til þess að taka skýrslu af sakborningi. Atli segir að nauðsynlegt sé að breyta lögum um Landsdóm og skoða þau frá grunni. „Það er mjög erfitt að setja ákæruvaldið inn í þingið í svo fámennu landi," segir Atli. Hann segir að samkvæmt tillögum þingmannanefndarinnar, sem samþykkt hafi verið samhljóða á Alþingi, eigi að vera búið að gera breytingar í þessa veru fyrir 1. október 2012. Loks segir Atli Gíslason, vegna ummæla Geirs Haarde, að Steingrímur J. Sigfússon hafi ekki haft nein áhrif á sig í Landsdómsmálinu. „Ég tel mig hafa unnið að þessu máli allan tímann á lögfræðilegan hátt út frá bakgrunni minum sem lögfræðingur," segir Atli.
Landsdómur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira