Nýstofnaður Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur óskar eftir sjálfboðaliðum í Ráðhús Reykjavíkur í dag klukkan 17 til 21 til að aðstoða við að búa til Mæðrablómið 2012.
Takmarkið er að búa til eitt þúsund blóm sem seld verða í tengslum við mæðradaginn. Afla á fjár til að styrkja konur í lægstu tekjuþrepunum til náms.
Blómin verða búin til undir handleiðslu Steinunnar Sigurðardóttur og fleiri hönnuða og nota á að mestu afganga eða gömul föt í blómin. Fólk er einnig beðið að koma með efnisafganga eða gamlar rauðar flíkur.- ibs
Sjálfboðaliðar óskast við gerð Mæðrablóma
