Að ganga ekki frá hálfkláruðu verki Heiðar Már Guðjónsson skrifar 22. september 2012 06:00 Stjórnmálaumræða á Íslandi tekur nú að mestu mið af kosningunum sem eru fram undan. Þá er enn nauðsynlegra en fyrr að stjórnmálamenn raði verkefnum ekki einungis eftir því hvernig þau falla að stefnuskrá þeirra, heldur líka eftir því hversu brýn þau eru. Eitt brýnasta verkefni stjórnmálamanna í dag er að tryggja að hér verði stöðugt fjármálakerfi, bæði til að hægt verði að losa höftin en ekki síður til að bregðast við breyttu eignarhaldi á bönkunum. Þetta skiptir gríðarlega miklu máli fyrir framtíðina, því það eru veigamiklar breytingar í farvatninu. Gjaldeyrishöftin og AGS Gjaldeyrishöftunum á Íslandi var komið á fyrir tilstuðlan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Höftin hafa ekki einungis staðið í vegi fyrir fjárfestingum á Íslandi, heldur einnig hindrað kröfuhafa föllnu bankanna í að koma eignum sínum í alþjóðlegt verð. Margir kröfuhafar munu vilja koma peningum sínum úr landi, enda er það ekki markmið fjárfestinga þeirra að reka bankastofnanir. Það er ekki trúverðugt hjá AGS að halda erindi, skrifa skýrslur og hrósa sjálfum sér fyrir vel unnið verk fyrr en búið er að leysa úr þeirri haftapólitík sem var innleidd af hálfu sjóðsins á Íslandi. AGS vildi að höftin yrðu tímabundin, en stöðugt er verið að festa þau í sessi, og þarf að finna lausn á þeim vanda. Þeirra verki lýkur ekki fyrr en lausn finnst. Neyðarlögin og nýju bankarnir Neyðarlögin voru ákvörðun íslenskra stjórnvalda og á næstu vikum, eða mánuðum, munu nauðasamningar Glitnis og Kaupþings klárast. Það þýðir að stjórn gömlu bankanna færist úr höndum slitastjórna og í hendur kröfuhafa. Með því fá kröfuhafar loks yfirráðarétt yfir eignum sínum, en á meðal eignanna eru Íslandsbanki og Arion banki, sem hafa mikla þýðingu fyrir íslenskt atvinnulíf. Kröfuhafar gömlu bankanna eru ekki lengri tíma fjárfestar, heldur er stærsti hluti þeirra vogunarsjóðir og skuldabréfasjóðir sem sérhæfa sig í kröfum á gjaldþrota fyrirtæki. Þeir ætla sér ekki að stunda bankastarfsemi á Íslandi um ókomna tíð, heldur vilja fyrst og fremst fá fjármuni sína sem hraðast aftur til baka enda bíða þeirra næg fjárfestingaverkefni í gjaldþrota fyrirtækjum um allan heim um þessar mundir. Neyðarlögin hafa haldið kröfuhöfum frá stjórn eigna sinna og hefur stjórn bankanna í raun verið í höndum stjórnenda þeirra sem hafa langtímahagsmuni sína og starfsmanna sinna að leiðarljósi, en ekki endilega markmið eigenda um útgreiðslur. Hugmyndir Íslendinga um útgreiðslur Þær hugmyndir sem aðilar vinnumarkaðar, SFF og SA, kynntu á lokuðum fundum til að losa um gjaldeyrishöftin gengu út á það að kreista kröfuhafa, láta þá yfirgefa eignir sínar á Íslandi með miklum afslætti. Það er augljóst hversu lítt móttækilegir kröfuhafar eru fyrir slíkum hugmyndum. Þau skilaboð sem Seðlabanki Íslands kom með um skiptigengi krónu við evru, 135-155, í skýrslu sinni á mánudag ýtir hins vegar enn frekar undir væntingar kröfuhafa um að þeir þurfi ekki að sæta slíkum afarkostum. Samkvæmt íslenskum lögum væri hægt að binda útgreiðslur úr þrotabúum við íslenskar krónur og festa þannig erlenda kröfuhafa enn lengur á landinu. En það er þó aðeins hægt að gera áður en nauðasamningar eru undirritaður, ekki eftir á. Hugmyndir erlendra fjárfesta um útgreiðslur Við yfirfærslu stjórnar á gömlu bönkunum til kröfuhafa er þeim ekkert lengur að vanbúnaði en að loka starfsemi þrotabúanna á Íslandi og færa þau úr landi. Kröfuhafarnir eru alþjóðlegir aðilar og geta fært rök fyrir því að þeir geti sjálfir séð um reksturinn, með hagkvæmari hætti, og í öflugra rekstrarumhverfi, en einnig að samrekstur á t.d. Kaupþingi og Glitni geti sparað vinnu og tíma. Slík færsla myndi færa þrotabúin út fyrir íslenska lögsögu. Þar með yrði íslensk löggjöf, sem hefur hingað til stýrt því að litlar sem engar greiðslur hafa átt sér stað, áhrifalaus. Nýju bankarnir yrðu þó enn á Íslandi, en nú nánast að fullu undir stjórn erlendra aðila. Til að fá fjármagn úr nýju bönkunum gætu kröfuhafar óskað eftir arðgreiðslu, enda eru hlutföll eiginfjár þeirra vel yfir lögboðnum mörkum. En ef stjórnvöld á Íslandi legðust gegn slíku þá eru aðrar leiðir mögulegar. Erlendir kröfuhafar geta einfaldlega boðið nýju bönkunum upp á fjármögnun á lánasöfnum, svokölluð sértryggð skuldabréf. Slík lánasöfn eru aldrei fjármögnuð upp í topp. Ef við tökum einfalt dæmi, þá gætu eigendur bankanna boðist til að fjármagna tryggustu lánin, sem nú eru á efnahagsreikningi bankanna, ónotuð ef svo má segja, upp að 70%. Ef svo óheppilega vildi til að bankinn færi í þrot þá myndi kröfuhafinn alltaf fá sína fjármuni til baka, enda þyrfti hann bara að innheimta 70% af undirliggjandi veði til að tryggja það, en fengi að öðru jöfnu 100% eða meira en hann lánaði fyrir. Staða innlánseiganda í bankanum yrði þó miklum mun verri enda eru bankarnir í dag fjármagnaðir um 80% af innlánum, og þær eignir bankans sem færðar eru lánveitandanum að veði minnka líkurnar á að heildareignir dugi fyrir heildarskuldum. Þá félli reikningurinn á íslenskan almenning, miðað við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um innstæðutryggingar. Lokaorð Það er nauðsynlegt að lengri tíma sjónarmið komist að á Íslandi. Það þarf að tryggja að kerfið standist álag og skapi verðmæti. Deilur á milli aðila vinna á móti báðum markmiðum. Hættan er sú að ef kröfuhafar undirrita nauðasamninga án þess að tryggt sé að þeir geti ekki komið eignum sínum út á undan öllum landsmönnum, þá skapist hér lögfræðilegt stríðsástand. Kröfuhafar munu stefna ef reynt verður að hefta útgreiðslur frá Íslandi eftir nauðasamninga og einnig mun innheimta lána á Íslandi leiða af sér erjur lántaka og lánardrottna. Ísland má síst af öllu við slíku þegar uppbyggingartími þarf að fara í hönd. Stjórnvöld bera ábyrgð á því ástandi sem verður á næstunni. Gjaldeyrishöftin og neyðarlögin eru staðreynd, hvernig unnið er úr núverandi verkefnum skiptir miklu fyrir komandi ár. Það er ekki forsvaranlegt að leyfa ákveðnum aðilum að fara út með miklar fjárhæðir fyrr en búið er að finna lausn á neyðarlögunum og gjaldeyrishöftunum. Allir eiga að sitja við sama borð í þeim efnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðar Guðjónsson Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmálaumræða á Íslandi tekur nú að mestu mið af kosningunum sem eru fram undan. Þá er enn nauðsynlegra en fyrr að stjórnmálamenn raði verkefnum ekki einungis eftir því hvernig þau falla að stefnuskrá þeirra, heldur líka eftir því hversu brýn þau eru. Eitt brýnasta verkefni stjórnmálamanna í dag er að tryggja að hér verði stöðugt fjármálakerfi, bæði til að hægt verði að losa höftin en ekki síður til að bregðast við breyttu eignarhaldi á bönkunum. Þetta skiptir gríðarlega miklu máli fyrir framtíðina, því það eru veigamiklar breytingar í farvatninu. Gjaldeyrishöftin og AGS Gjaldeyrishöftunum á Íslandi var komið á fyrir tilstuðlan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Höftin hafa ekki einungis staðið í vegi fyrir fjárfestingum á Íslandi, heldur einnig hindrað kröfuhafa föllnu bankanna í að koma eignum sínum í alþjóðlegt verð. Margir kröfuhafar munu vilja koma peningum sínum úr landi, enda er það ekki markmið fjárfestinga þeirra að reka bankastofnanir. Það er ekki trúverðugt hjá AGS að halda erindi, skrifa skýrslur og hrósa sjálfum sér fyrir vel unnið verk fyrr en búið er að leysa úr þeirri haftapólitík sem var innleidd af hálfu sjóðsins á Íslandi. AGS vildi að höftin yrðu tímabundin, en stöðugt er verið að festa þau í sessi, og þarf að finna lausn á þeim vanda. Þeirra verki lýkur ekki fyrr en lausn finnst. Neyðarlögin og nýju bankarnir Neyðarlögin voru ákvörðun íslenskra stjórnvalda og á næstu vikum, eða mánuðum, munu nauðasamningar Glitnis og Kaupþings klárast. Það þýðir að stjórn gömlu bankanna færist úr höndum slitastjórna og í hendur kröfuhafa. Með því fá kröfuhafar loks yfirráðarétt yfir eignum sínum, en á meðal eignanna eru Íslandsbanki og Arion banki, sem hafa mikla þýðingu fyrir íslenskt atvinnulíf. Kröfuhafar gömlu bankanna eru ekki lengri tíma fjárfestar, heldur er stærsti hluti þeirra vogunarsjóðir og skuldabréfasjóðir sem sérhæfa sig í kröfum á gjaldþrota fyrirtæki. Þeir ætla sér ekki að stunda bankastarfsemi á Íslandi um ókomna tíð, heldur vilja fyrst og fremst fá fjármuni sína sem hraðast aftur til baka enda bíða þeirra næg fjárfestingaverkefni í gjaldþrota fyrirtækjum um allan heim um þessar mundir. Neyðarlögin hafa haldið kröfuhöfum frá stjórn eigna sinna og hefur stjórn bankanna í raun verið í höndum stjórnenda þeirra sem hafa langtímahagsmuni sína og starfsmanna sinna að leiðarljósi, en ekki endilega markmið eigenda um útgreiðslur. Hugmyndir Íslendinga um útgreiðslur Þær hugmyndir sem aðilar vinnumarkaðar, SFF og SA, kynntu á lokuðum fundum til að losa um gjaldeyrishöftin gengu út á það að kreista kröfuhafa, láta þá yfirgefa eignir sínar á Íslandi með miklum afslætti. Það er augljóst hversu lítt móttækilegir kröfuhafar eru fyrir slíkum hugmyndum. Þau skilaboð sem Seðlabanki Íslands kom með um skiptigengi krónu við evru, 135-155, í skýrslu sinni á mánudag ýtir hins vegar enn frekar undir væntingar kröfuhafa um að þeir þurfi ekki að sæta slíkum afarkostum. Samkvæmt íslenskum lögum væri hægt að binda útgreiðslur úr þrotabúum við íslenskar krónur og festa þannig erlenda kröfuhafa enn lengur á landinu. En það er þó aðeins hægt að gera áður en nauðasamningar eru undirritaður, ekki eftir á. Hugmyndir erlendra fjárfesta um útgreiðslur Við yfirfærslu stjórnar á gömlu bönkunum til kröfuhafa er þeim ekkert lengur að vanbúnaði en að loka starfsemi þrotabúanna á Íslandi og færa þau úr landi. Kröfuhafarnir eru alþjóðlegir aðilar og geta fært rök fyrir því að þeir geti sjálfir séð um reksturinn, með hagkvæmari hætti, og í öflugra rekstrarumhverfi, en einnig að samrekstur á t.d. Kaupþingi og Glitni geti sparað vinnu og tíma. Slík færsla myndi færa þrotabúin út fyrir íslenska lögsögu. Þar með yrði íslensk löggjöf, sem hefur hingað til stýrt því að litlar sem engar greiðslur hafa átt sér stað, áhrifalaus. Nýju bankarnir yrðu þó enn á Íslandi, en nú nánast að fullu undir stjórn erlendra aðila. Til að fá fjármagn úr nýju bönkunum gætu kröfuhafar óskað eftir arðgreiðslu, enda eru hlutföll eiginfjár þeirra vel yfir lögboðnum mörkum. En ef stjórnvöld á Íslandi legðust gegn slíku þá eru aðrar leiðir mögulegar. Erlendir kröfuhafar geta einfaldlega boðið nýju bönkunum upp á fjármögnun á lánasöfnum, svokölluð sértryggð skuldabréf. Slík lánasöfn eru aldrei fjármögnuð upp í topp. Ef við tökum einfalt dæmi, þá gætu eigendur bankanna boðist til að fjármagna tryggustu lánin, sem nú eru á efnahagsreikningi bankanna, ónotuð ef svo má segja, upp að 70%. Ef svo óheppilega vildi til að bankinn færi í þrot þá myndi kröfuhafinn alltaf fá sína fjármuni til baka, enda þyrfti hann bara að innheimta 70% af undirliggjandi veði til að tryggja það, en fengi að öðru jöfnu 100% eða meira en hann lánaði fyrir. Staða innlánseiganda í bankanum yrði þó miklum mun verri enda eru bankarnir í dag fjármagnaðir um 80% af innlánum, og þær eignir bankans sem færðar eru lánveitandanum að veði minnka líkurnar á að heildareignir dugi fyrir heildarskuldum. Þá félli reikningurinn á íslenskan almenning, miðað við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um innstæðutryggingar. Lokaorð Það er nauðsynlegt að lengri tíma sjónarmið komist að á Íslandi. Það þarf að tryggja að kerfið standist álag og skapi verðmæti. Deilur á milli aðila vinna á móti báðum markmiðum. Hættan er sú að ef kröfuhafar undirrita nauðasamninga án þess að tryggt sé að þeir geti ekki komið eignum sínum út á undan öllum landsmönnum, þá skapist hér lögfræðilegt stríðsástand. Kröfuhafar munu stefna ef reynt verður að hefta útgreiðslur frá Íslandi eftir nauðasamninga og einnig mun innheimta lána á Íslandi leiða af sér erjur lántaka og lánardrottna. Ísland má síst af öllu við slíku þegar uppbyggingartími þarf að fara í hönd. Stjórnvöld bera ábyrgð á því ástandi sem verður á næstunni. Gjaldeyrishöftin og neyðarlögin eru staðreynd, hvernig unnið er úr núverandi verkefnum skiptir miklu fyrir komandi ár. Það er ekki forsvaranlegt að leyfa ákveðnum aðilum að fara út með miklar fjárhæðir fyrr en búið er að finna lausn á neyðarlögunum og gjaldeyrishöftunum. Allir eiga að sitja við sama borð í þeim efnum.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun