Innlent

Búið að bjarga kjúklingunum - eru á leið í sláturhús

Kjúklingar.
Kjúklingar. Mynd / Haraldur Jónasson
Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna hefur í alla nótt sinnt óvenjulegu útkalli á Holtavörðuheiði.

Þar valt stór flutningabíll með tengivagni út af veginum laust fyrir klukkan eitt en farangurshúsin á bílnum og vagninum brotnuðu ekki og búrin með kjúklingunum héldu.

Samt drapst eitthvað af kjúklingum, en það er skammgóður vermir fyrir þá sem lifðu af, því þeir eru á leið í sláturhús.

Björgunarmenn þurftu að selflytja þá, líklega um sjö þúsund stykki, yfir í annan bíl og var mikið fjaðrafok á vettvangi. Því lauk nú á níunda tímanum og er verið að ná bílnum og vagninum upp á vegin. Ökumann bílsins sakaði ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×