Íslenski boltinn

Tómas samdi við Selfoss

Tómas í leik með Fram.
Tómas í leik með Fram.
Tómas Leifsson er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við Pepsi-deildarlið Selfoss. Tómas kemur til félagsins frá Fram.

Tómas er 26 ára gamall og hefur einnig leikið með Fjölni en hann er alinn upp hjá FH. Selfoss komst upp úr 1. deildinni síðasta sumar.

Um er að ræða fjölhæfan strák sem einnig hefur getið sér gott orð sem kvikmyndagagnrýnandi og uppistandari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×