Innlent

Listamenn tilbúnir að verja Nasa

Hljómsveitin Agent Fresco á tónleikum á Nasa.
Hljómsveitin Agent Fresco á tónleikum á Nasa. Mynd/Agent Fresco
Hljómsveitin Agent Fresco sagði á facebook síðu sinni að þeir væru í áfalli eftir þeir heyrðu af áformum um að rífa skemmtistaðinn Nasa. Þeir minna á að hópur listamanna tók sig saman árið 2009 og mómælti sömu ákvörðun. Þar fór Páll Óskar fremstur í flokki en strákarnir í Agent Fresco lögðu sín lóð á vogarskálarnar auk annara. Þeir segjast reiðubúnir að gera það aftur núna.

„Ef við getum eitthvað gert til að vekja athygli á þessu munum við gera það. Ekki spurning," segir Arnór Dan Arnarson, söngvari sveitarinnar.

Hann segir að enn sé fólk ekki farið að skipuleggja neinar aðgerðir. „Við fengum náttúrlega bara að vita þetta í gær. Nú fer fólk að tala saman," segir hann og bætir við að lokum, „Þetta er ekki lítið mál. Þetta er mjög stórt mál sko. Þetta er náttúrlega bara vinnustaðurinn okkar sem fólk er að rífa niður. Og það til að byggja enn eitt hótelið."


Tengdar fréttir

Nasa verði rifið 1. júní

"Þetta eru sorglegar fréttir fyrir mig og marga aðra," segir Ingibjörg Örlygsdóttir, betur þekkt sem Inga á Nasa, en hún hefur rekið skemmtistaðinn við Austurvöll í rúman áratug. Inga segist í dag hafa fengið þær fregnir að þann 1. júní næstkomandi verði húsið rifið vegna áforma um að byggja hótel á reitnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×