Íslenski boltinn

Hallgrímur spilaði með Völsungi um jólin

Bræðurnir Hallgrímur og Bjarki. Flottir í grænu.
Bræðurnir Hallgrímur og Bjarki. Flottir í grænu. mynd/Guðmundur Óli á Twitter
Húsvíkingurinn Hallgrímur Jónasson, leikmaður SönderjyskE, skellti sér í grænu treyjuna um jólin og spilaði með Völsungi gegn Þór. Voru orðin ansi mörg ár síðan Hallgrímur spilaði með uppeldisfélaginu.

Landsliðsmaðurinn Hallgrímur náði í leiknum að spila með bróður sínum, Bjarka, sem er ungur og efnilegur spilari.

Hallgrímur er nýbúinn að skrifa undir þriggja ára samning við SönderjyskE. Hann sló í gegn á síðasta ári er hann skoraði tvö mörk með landsliðinu gegn Portúgal ytra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×