Enski boltinn

Messan: Eggert segir að eigendur Blackburn séu stóra vandamálið

Eggert Magnússon, fyrrum stjórnarformaður enska úrvalsdeildarliðsins West Ham, segir að það hafi verið gaman að fylgjast með knattspyrnustjórunum í deildinni á þessu tímabil. Hann ræddi m.a. um þá stöðu sem Steve Kean knattspyrnustjóri Blackburn hefur verið í það sem af er vetri . Að mati Eggerts eru eigendur Blackburn stærsta vandamál klúbbsins en félagið er í eigu fjárfesta frá Indlandi.

„Vandamálið eru eigendurnir. Ef þeir eru ekki sáttir við knattspyrnustjórann þá eiga þeir að láta hann fara. Þeir vita að fótbolti er kringlóttur og mikið meira en það. Mér skilst að systir þeirra sem eiga liðið sé stjórnarformaður og hún þykist vita allt um fótbolta eftir að hafa fengið tveggja tíma fyrirlestur um fótbolta," sagði Eggert m.a. í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×