Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Held ég sé nógu vitlaus til þess að gera þetta aftur

„Þetta er náttúrulega klikkað, að mörgu leyti," sagði Eggert Magnússon fyrrum stjórnarformaður West Ham þegar hann var spurður að því hvernig það væri að eiga og reka lið í ensku úrvalsdeildinni í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport í gær.

Eggert var í eigendahópi West Ham þegar Björgólfur Guðmundsson átti félagið og Eggert var stjórnarformaður félagsins 2006-2007.

„Pressan er mjög mikil á þeim sem eru að stjórna þeim liðum sem ætla sér að halda sér í deildinni og njóta þeirra peninga sem fylgja því, sjónvarpstekna og annað. Þetta var rosalega skemmtilegt fyrir geggjaðan fótboltamann eins og mig. Og ég held ég sé nógu vitlaus til þess að gera þetta aftur," sagði Eggert m.a. í þættinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×