Körfubolti

Langþráður útisigur hjá Hauki og félögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukur Helgi Pálsson.
Haukur Helgi Pálsson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Haukur Helgi Pálsson og félagar í Assignia Manresa fögnuðu 76-65 sigri á Caja Laboral á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld en þetta var fyrsti sigur liðsins á útivelli síðan í október.

Manresa var fyrir leikinn búið að tapa sjö útileikjum í röð en liðið var þarna mæta einu af efstu liðunum í deildinni sem var aðeins búið að tapa þremur af fyrstu fimmtán leikjum sínum. Þetta var því frábær sigur.

Haukur Helgi spilaði í 11 mínútur og 11 sekúndur í leiknum og var með 2 stig, 1 fráköst og 2 villur. Haukur Helgi hitti úr eina tveggja stiga skoti sínu en klikkaði á báðum þriggja stiga skotunum.

Bandaríkjamennirnir Josh Asselin og Micah Downs áttu báðir stórleik hjá Manresa, Asselin skoraði 28 stig og hitti úr 79 prósent skota sinna en Downs var með 23 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×