Bíllinn tekinn í skjóli nætur Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 13. janúar 2012 18:35 Tveggja barna móður rak í rogastans í morgun þegar hún hugðist keyra börnin sín í skólann. Bíllinn var horfinn. Lýsing lét vörslusvipta bílinn í skjóli nætur. Ömurleg vinnubrögð segir konan, óeðlileg vinnubrögð segir Umboðsmaður skuldara. Við erum í fullum rétti segir talsmaður Lýsingar. Það var um átta í morgun sem Rós María Oddsdóttir var á leið með börnin í skólann. Þegar hún kemur að bílastæðinu sér hún að bíllinn er ekki þar. Það fyrsta sem henni og börnunum datt í hug var að bílnum hefði verið stolið. „Þau sögðu: Mamma, eigum við ekki að hringja á lögguna og gá hvort hún finnur bófann." En Rós ákveður að hringja í Lýsingu til að spyrja hvort bíllinn hafi verið tekinn. „Og þeir svara því játandi." Lýsing sendir síðan mann til Rósar til að sækja lykilinn. Hún mátti ekki tæma bílinn sjálf, sem var fullur af persónulegum munum, m.a. útiflíkum og aukafatnaði sem börnin áttu að hafa með sér í skólann. Fjörutíu mínútum síðar kemur hann síðan með allt það dót sem hún var með í bílnum. Rós greiddi af bílnum í 4 ár, en hafði ekkert greitt í 10 mánuði, eða síðan hún sótti um greiðsluaðlögun. Enda má hún ekki greiða af skuldum sínum meðan umsóknin er í vinnslu, til að mismuna ekki kröfuhöfum. Lögmaður hennar gerði auk þess samkomulag við Lýsingu um að taka bílinn ekki á meðan, eins og fram kemur í tölvupósti frá lögfræðingi Lýsingar í ágúst, sem fréttastofa hefur afrit af: „Við stoppum málið hjá vörslusviptingu þangað til frumvarpið er komið." Fréttastofa bar málið undir Svanborgu Sigmarsdóttur, upplýsingafulltrúa Umboðsmanns skuldara, og spurði hvort þetta væru eðlileg vinnubrögð hjá Lýsingu að hirða bíl í skjóli nætur án viðvörunar. Svanborg segir Umboðsmann skuldara hafa fundað með Lýsingu, einmitt til að kvarta undan þessum vinnubrögðum og hún kvaðst ekki telja þetta eðlileg vinnubrögð. Talsmaður Lýsingar sagði í samtali við fréttastofu í dag að fyrirtækið teldi sig í fullum rétti en að það forðaðist vörslusviptingu almennt í lengstu lög. En er Lýsing í fullum rétti? „Það eru áhöld um það hvort Lýsing sé í rétti að rifta samningum hjá fólki sem er í greiðsluskjóli," segir Svanborg. „Það eru deilur um það hvort þetta séu lánssamningar eða leigusamningar og hvort þetta heyrir þá undir greiðsluskjól. Það eru ákvæði í flestum samningum um að ef fólk leitar eftir nauðasamningi þá megi fjármálafyrirtækin rifta þeim samningum samstundis." Ef bílalánin eru lánssamningar þá mættu fjármálafyrirtækin ekki rukka eða vörslusvipta fólk á meðan það er í greiðsluskjóli. Ef bílalánin eru hins vegar leigusamningar, eru fjármálafyrirtækin hins vegar í fullum rétti. „En mér finnst lágmark að láta mann vita," segir Rós. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Tveggja barna móður rak í rogastans í morgun þegar hún hugðist keyra börnin sín í skólann. Bíllinn var horfinn. Lýsing lét vörslusvipta bílinn í skjóli nætur. Ömurleg vinnubrögð segir konan, óeðlileg vinnubrögð segir Umboðsmaður skuldara. Við erum í fullum rétti segir talsmaður Lýsingar. Það var um átta í morgun sem Rós María Oddsdóttir var á leið með börnin í skólann. Þegar hún kemur að bílastæðinu sér hún að bíllinn er ekki þar. Það fyrsta sem henni og börnunum datt í hug var að bílnum hefði verið stolið. „Þau sögðu: Mamma, eigum við ekki að hringja á lögguna og gá hvort hún finnur bófann." En Rós ákveður að hringja í Lýsingu til að spyrja hvort bíllinn hafi verið tekinn. „Og þeir svara því játandi." Lýsing sendir síðan mann til Rósar til að sækja lykilinn. Hún mátti ekki tæma bílinn sjálf, sem var fullur af persónulegum munum, m.a. útiflíkum og aukafatnaði sem börnin áttu að hafa með sér í skólann. Fjörutíu mínútum síðar kemur hann síðan með allt það dót sem hún var með í bílnum. Rós greiddi af bílnum í 4 ár, en hafði ekkert greitt í 10 mánuði, eða síðan hún sótti um greiðsluaðlögun. Enda má hún ekki greiða af skuldum sínum meðan umsóknin er í vinnslu, til að mismuna ekki kröfuhöfum. Lögmaður hennar gerði auk þess samkomulag við Lýsingu um að taka bílinn ekki á meðan, eins og fram kemur í tölvupósti frá lögfræðingi Lýsingar í ágúst, sem fréttastofa hefur afrit af: „Við stoppum málið hjá vörslusviptingu þangað til frumvarpið er komið." Fréttastofa bar málið undir Svanborgu Sigmarsdóttur, upplýsingafulltrúa Umboðsmanns skuldara, og spurði hvort þetta væru eðlileg vinnubrögð hjá Lýsingu að hirða bíl í skjóli nætur án viðvörunar. Svanborg segir Umboðsmann skuldara hafa fundað með Lýsingu, einmitt til að kvarta undan þessum vinnubrögðum og hún kvaðst ekki telja þetta eðlileg vinnubrögð. Talsmaður Lýsingar sagði í samtali við fréttastofu í dag að fyrirtækið teldi sig í fullum rétti en að það forðaðist vörslusviptingu almennt í lengstu lög. En er Lýsing í fullum rétti? „Það eru áhöld um það hvort Lýsing sé í rétti að rifta samningum hjá fólki sem er í greiðsluskjóli," segir Svanborg. „Það eru deilur um það hvort þetta séu lánssamningar eða leigusamningar og hvort þetta heyrir þá undir greiðsluskjól. Það eru ákvæði í flestum samningum um að ef fólk leitar eftir nauðasamningi þá megi fjármálafyrirtækin rifta þeim samningum samstundis." Ef bílalánin eru lánssamningar þá mættu fjármálafyrirtækin ekki rukka eða vörslusvipta fólk á meðan það er í greiðsluskjóli. Ef bílalánin eru hins vegar leigusamningar, eru fjármálafyrirtækin hins vegar í fullum rétti. „En mér finnst lágmark að láta mann vita," segir Rós.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira