Íslenski boltinn

Ingólfur til reynslu hjá Celtic

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Valsmaðurinn Ingólfur Sigurðsson er nú að æfa með skoska stórveldinu Glasgow Celtic þar sem hann verður á reynslu til loka vikunnar.

Þetta staðfesti umboðsmaður hans, Ólafur Garðarsson, við STV í dag en í greininni kemur fram að Ingólfi sé heimilt að fara frítt frá Val til félaga utan Íslands. Hann á átján mánuði eftir samningi sínum við Val.

Eftir vikuna fer hann svo til Danmerkur þar sem hann mun æfa með Lyngby. „Hann er afar hæfileikaríkur vinstri kantmaður. Það eru þó nokkur félög sem vilja skoða hann," sagði Ólafur í fréttinni.

„Hann veit að Celtic er stór og flottur klúbbur. Það væri stórt skref upp á við að fara frá Íslandi til Skotlands."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×