Enski boltinn

Martin Keown fékk þrumuskot í höfuðið í beinni útsendingu - myndband

Martin Keown, fyrrum varnarmaður enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal, fékk heldur betur að kenna á því þegar hann var við vinnu sína í gær á heimavelli Arsenal, Emirates-leikvanginum.

Keown starfar sem knattspyrnusérfræðingur á bresku ESPN sjónvarpsstöðinni og var hann í beinni útsendingu ásamt Robbie Savage þegar hann fékk þrumuskot beint í höfuðið.

Leikmenn Leeds voru að hita upp fyrir bikarleikinn gegn Arsenal og kom „skotið" úr þeirra herbúðum en Keown var ekki lengi að jafna sig á þessu dúndurhöggi.

Ekki er vitað hvort um viljaverk var að ræða en Keown var þekktur fyrir að vera grjótharður varnarmaður á sínum tíma og hann virtist ekki kippa sér mikið upp við þetta "óhapp".

Þess má geta að Arsenal hafði betur í leiknum, 1-0, þar sem Thierry Henry skoraði sigurmarkið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×