Nadal sló út Federer í undanúrslitum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. janúar 2012 12:31 Rafa Nadal í morgun. Nordic Photos / Getty Images Rafael Nadal er kominn í úrslitin á Opna ástralska meistaramótinu í tennis eftir sigur á Roger Federer í hreint magnaðri undanúrslitaviðureign. Þessir tveir hafa margoft mæst á vellinum en Nadal hefur haft betur í viðureignum þeirra á stórmótum síðustu ár. Federer vann síðast Nadal á stórmóti árið 2007 og þarf að bíða eitthvað lengur eftir næsta sigrinum. Nadal tapaði fyrsta settinu, 7-6, en vann þau þrjú næstu, 6-2, 7-6 og 6-4, og þar með viðureignina. Hann hefur því unnið átta af tíu síðustu viðureignum þeirra á stórmótum. Sá svissneski, sem margir telja einn allra besta tenniskappa heims, var nú í undanúrslitum opna ástralska meistaramótsins í níunda árið í röð og ætlaði sér svo sannarlega að hafa við Nadal í þetta skiptið. Nadal glímdi við meiðsli á síðasta ári en hefur allur verið að koma til síðustu vikurnar. Í dag sýndi hann að hann er upp á sitt allra besta á nýjan leik. Federer byrjaði betur og komst í 3-0 í fyrsta settinu. En Nadal jafnaði og þurfti upphækkun til að útkljá það. Þá hafði Federer betur, 7-5. Nadal svaraði heldur betur fyrir sig með því að taka annað sett næsta auðveldlega og jafna þar með metin. Allt var í járnum í þriðja setti en í þetta skiptið reyndist Nadal sterkari á lokasprettinum og vann eftir upphækkun, 7-5. Federer reyndi hvað hann gat til að halda í við andstæðing sinn í fjórða setti. Í stöðunni 4-4, þegar Federer átti uppgjöf, náði hins vegar Nadal forystu og var því í kjörstöðu. Hann átti uppgjöf og staðan var 5-4, honum í vil. Federer barðist eins og hann gat í lokalotunni og fékk tækifæri til að jafna leikinn en allt kom fyrir ekki. Nadal sýndi ótrúlega takta og tryggði sér frábæran sigur. Nadal mætir í úrslitunum annað hvort Novak Djokovic eða Andy Murray sem eigast við í undanúrslitum á morgun. Nadal fær þá tækifæri til að vinna sinn ellefta stórmótstitil frá upphafi. Tengdar fréttir Federer sló út efnilegan heimamann | Clijsters og Wozniacki áfram Sem fyrr lentu þeir Roger Federer og Rafael Nadal ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína á opna ástralska meistaramótinu í tennis í morgun. Báðir eru komnir áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. 22. janúar 2012 10:48 Stórstjörnurnar ekki í vandræðum í Melbourne | Annarri umferð lokið Annarri umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis er nú lokið en allar helstu tennisstjörnur heimsins komust nokkuð auðveldlega áfram í þriðju umferðina. 19. janúar 2012 13:00 Stútaði fjórum tennisspöðum í brjálæðiskasti Kýpverjinn Marcos Baghdatis var ósáttur við frammistöðu sína í leik á opna ástralska meistaramótinu í tennis á dögunum. Tók hann reiðina út á saklausum tennisspöðum. 19. janúar 2012 23:45 Hewitt féll úr leik með sæmd | Fjórðungsúrslitin klár Ástralinn Lleyton Hewitt varð að játa sig sigraðan fyrir besta tenniskappa heims, Novak Djokovic frá Serbíu, þrátt fyrir hetjulega baráttu í 16-manna úrslitum Opna ástralska meistaramótsins í tennis. 23. janúar 2012 14:17 Sharapova og Azarenka mætast í úrslitum Þær Maria Sharapova og Victoria Azarenka komu nokkuð á óvart með því að sigra andstæðinga sína í undanúrslitum Opna ástralska meistaramótsins í tennis. 26. janúar 2012 09:30 16-manna úrslitin klár á Opna ástralska | Þriðju umferð lokið Lítið hefur verið um óvænt úrslit á opna ástralska meistaramótinu í tennis til þessa og allt besta tennisfólk heims komst nokkuð auðveldlega áfram. 21. janúar 2012 16:30 Djokovic mætir Murray | Undanúrslitin klár Úrslit dagsins á Opna ástralska meistaramótinu í tennis voru öll eftir bókinni en nú er fjórðungsúrslitum keppninnar lokið. 25. janúar 2012 12:16 Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. 17. janúar 2012 12:40 Serena Williams úr leik í Ástralíu Óvænt úrslit urðu á Opna ástralska mótinu í tennis í nótt þegar Serena Williams beið lægri hlut gegn Ekaterinu Makarovu frá Rússlandi í tveimur settum, 6-2 og 6-3. 23. janúar 2012 10:00 Táningurinn Tomic slær í gegn á heimavelli Bernard Tomic, nítján ára Ástrali, er kominn áfram í 16-manna úrslit á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. 20. janúar 2012 12:30 Nadal áfram eftir hörkuslag | Wozniacki úr leik Fyrri helming fjórðungsúrslitanna í einliðaleik karla og kvenna á Opna ástralska meistaramótsins er lokið. Roger Federer og Rafael Nadal komust báðir áfram en Caroline Wozniacki, efsta kona heims á heimslistanum, er úr leik. 24. janúar 2012 13:13 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Sjá meira
Rafael Nadal er kominn í úrslitin á Opna ástralska meistaramótinu í tennis eftir sigur á Roger Federer í hreint magnaðri undanúrslitaviðureign. Þessir tveir hafa margoft mæst á vellinum en Nadal hefur haft betur í viðureignum þeirra á stórmótum síðustu ár. Federer vann síðast Nadal á stórmóti árið 2007 og þarf að bíða eitthvað lengur eftir næsta sigrinum. Nadal tapaði fyrsta settinu, 7-6, en vann þau þrjú næstu, 6-2, 7-6 og 6-4, og þar með viðureignina. Hann hefur því unnið átta af tíu síðustu viðureignum þeirra á stórmótum. Sá svissneski, sem margir telja einn allra besta tenniskappa heims, var nú í undanúrslitum opna ástralska meistaramótsins í níunda árið í röð og ætlaði sér svo sannarlega að hafa við Nadal í þetta skiptið. Nadal glímdi við meiðsli á síðasta ári en hefur allur verið að koma til síðustu vikurnar. Í dag sýndi hann að hann er upp á sitt allra besta á nýjan leik. Federer byrjaði betur og komst í 3-0 í fyrsta settinu. En Nadal jafnaði og þurfti upphækkun til að útkljá það. Þá hafði Federer betur, 7-5. Nadal svaraði heldur betur fyrir sig með því að taka annað sett næsta auðveldlega og jafna þar með metin. Allt var í járnum í þriðja setti en í þetta skiptið reyndist Nadal sterkari á lokasprettinum og vann eftir upphækkun, 7-5. Federer reyndi hvað hann gat til að halda í við andstæðing sinn í fjórða setti. Í stöðunni 4-4, þegar Federer átti uppgjöf, náði hins vegar Nadal forystu og var því í kjörstöðu. Hann átti uppgjöf og staðan var 5-4, honum í vil. Federer barðist eins og hann gat í lokalotunni og fékk tækifæri til að jafna leikinn en allt kom fyrir ekki. Nadal sýndi ótrúlega takta og tryggði sér frábæran sigur. Nadal mætir í úrslitunum annað hvort Novak Djokovic eða Andy Murray sem eigast við í undanúrslitum á morgun. Nadal fær þá tækifæri til að vinna sinn ellefta stórmótstitil frá upphafi.
Tengdar fréttir Federer sló út efnilegan heimamann | Clijsters og Wozniacki áfram Sem fyrr lentu þeir Roger Federer og Rafael Nadal ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína á opna ástralska meistaramótinu í tennis í morgun. Báðir eru komnir áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. 22. janúar 2012 10:48 Stórstjörnurnar ekki í vandræðum í Melbourne | Annarri umferð lokið Annarri umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis er nú lokið en allar helstu tennisstjörnur heimsins komust nokkuð auðveldlega áfram í þriðju umferðina. 19. janúar 2012 13:00 Stútaði fjórum tennisspöðum í brjálæðiskasti Kýpverjinn Marcos Baghdatis var ósáttur við frammistöðu sína í leik á opna ástralska meistaramótinu í tennis á dögunum. Tók hann reiðina út á saklausum tennisspöðum. 19. janúar 2012 23:45 Hewitt féll úr leik með sæmd | Fjórðungsúrslitin klár Ástralinn Lleyton Hewitt varð að játa sig sigraðan fyrir besta tenniskappa heims, Novak Djokovic frá Serbíu, þrátt fyrir hetjulega baráttu í 16-manna úrslitum Opna ástralska meistaramótsins í tennis. 23. janúar 2012 14:17 Sharapova og Azarenka mætast í úrslitum Þær Maria Sharapova og Victoria Azarenka komu nokkuð á óvart með því að sigra andstæðinga sína í undanúrslitum Opna ástralska meistaramótsins í tennis. 26. janúar 2012 09:30 16-manna úrslitin klár á Opna ástralska | Þriðju umferð lokið Lítið hefur verið um óvænt úrslit á opna ástralska meistaramótinu í tennis til þessa og allt besta tennisfólk heims komst nokkuð auðveldlega áfram. 21. janúar 2012 16:30 Djokovic mætir Murray | Undanúrslitin klár Úrslit dagsins á Opna ástralska meistaramótinu í tennis voru öll eftir bókinni en nú er fjórðungsúrslitum keppninnar lokið. 25. janúar 2012 12:16 Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. 17. janúar 2012 12:40 Serena Williams úr leik í Ástralíu Óvænt úrslit urðu á Opna ástralska mótinu í tennis í nótt þegar Serena Williams beið lægri hlut gegn Ekaterinu Makarovu frá Rússlandi í tveimur settum, 6-2 og 6-3. 23. janúar 2012 10:00 Táningurinn Tomic slær í gegn á heimavelli Bernard Tomic, nítján ára Ástrali, er kominn áfram í 16-manna úrslit á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. 20. janúar 2012 12:30 Nadal áfram eftir hörkuslag | Wozniacki úr leik Fyrri helming fjórðungsúrslitanna í einliðaleik karla og kvenna á Opna ástralska meistaramótsins er lokið. Roger Federer og Rafael Nadal komust báðir áfram en Caroline Wozniacki, efsta kona heims á heimslistanum, er úr leik. 24. janúar 2012 13:13 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Sjá meira
Federer sló út efnilegan heimamann | Clijsters og Wozniacki áfram Sem fyrr lentu þeir Roger Federer og Rafael Nadal ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína á opna ástralska meistaramótinu í tennis í morgun. Báðir eru komnir áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. 22. janúar 2012 10:48
Stórstjörnurnar ekki í vandræðum í Melbourne | Annarri umferð lokið Annarri umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis er nú lokið en allar helstu tennisstjörnur heimsins komust nokkuð auðveldlega áfram í þriðju umferðina. 19. janúar 2012 13:00
Stútaði fjórum tennisspöðum í brjálæðiskasti Kýpverjinn Marcos Baghdatis var ósáttur við frammistöðu sína í leik á opna ástralska meistaramótinu í tennis á dögunum. Tók hann reiðina út á saklausum tennisspöðum. 19. janúar 2012 23:45
Hewitt féll úr leik með sæmd | Fjórðungsúrslitin klár Ástralinn Lleyton Hewitt varð að játa sig sigraðan fyrir besta tenniskappa heims, Novak Djokovic frá Serbíu, þrátt fyrir hetjulega baráttu í 16-manna úrslitum Opna ástralska meistaramótsins í tennis. 23. janúar 2012 14:17
Sharapova og Azarenka mætast í úrslitum Þær Maria Sharapova og Victoria Azarenka komu nokkuð á óvart með því að sigra andstæðinga sína í undanúrslitum Opna ástralska meistaramótsins í tennis. 26. janúar 2012 09:30
16-manna úrslitin klár á Opna ástralska | Þriðju umferð lokið Lítið hefur verið um óvænt úrslit á opna ástralska meistaramótinu í tennis til þessa og allt besta tennisfólk heims komst nokkuð auðveldlega áfram. 21. janúar 2012 16:30
Djokovic mætir Murray | Undanúrslitin klár Úrslit dagsins á Opna ástralska meistaramótinu í tennis voru öll eftir bókinni en nú er fjórðungsúrslitum keppninnar lokið. 25. janúar 2012 12:16
Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. 17. janúar 2012 12:40
Serena Williams úr leik í Ástralíu Óvænt úrslit urðu á Opna ástralska mótinu í tennis í nótt þegar Serena Williams beið lægri hlut gegn Ekaterinu Makarovu frá Rússlandi í tveimur settum, 6-2 og 6-3. 23. janúar 2012 10:00
Táningurinn Tomic slær í gegn á heimavelli Bernard Tomic, nítján ára Ástrali, er kominn áfram í 16-manna úrslit á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. 20. janúar 2012 12:30
Nadal áfram eftir hörkuslag | Wozniacki úr leik Fyrri helming fjórðungsúrslitanna í einliðaleik karla og kvenna á Opna ástralska meistaramótsins er lokið. Roger Federer og Rafael Nadal komust báðir áfram en Caroline Wozniacki, efsta kona heims á heimslistanum, er úr leik. 24. janúar 2012 13:13