Smíða fleiri borpalla sem ráða við Drekann Kristján Már Unnarsson skrifar 21. janúar 2012 19:18 Olíufélög leggja nú aukna áherslu á smíði borpalla fyrir heimskautasvæði og mikið hafsdýpi. Fyrirsjáanlegur skortur á slíkum borpöllum gæti þó valdið því að enginn verði á lausu fyrir Drekasvæðið á næstu árum. Þetta er borpallurinn Aker Barents en í síðustu viku tilkynnti Statoil að hann hefði komið niður á mikla olíulind í Barentshafi. Athyglisvert er að þetta gerist um hávetur, langt norðan heimskautsbaugs, þar sem nú er fimbulkuldi og myrkur allan sólarhringinn, víðfjarri mannabyggðum, um 200 sjómílur norðvestur af Hammerfest. Þetta leiðir hugann að aðstæðum á Drekasvæðinu, sem er heldur nær landi, og mun sunnar á hnettinum. Olíuleitin í Barentshafi sýnir jafnframt við hve hrikalegar aðstæður nýjustu borpöllum er ætlað að vinna en þegar við fylgdumst með smíði Aker Barents á eynni Storð í Noregi fyrir tveimur árum var okkur greint frá því að þessi fljótandi pallur gæti borað í ólgandi stórsjó í miklum frosthörkum á þriggja kílómetra hafsdýpi. Jafnframt væri gríðarleg áherslu lögð á varnir gegn umhverfisslysum og öryggi mannskapsins um borð. Slíkir pallar eru hins vegar ekki á lausu því samkvæmt helsta netmiðli Noregs um olíuiðnaðinn, offshore.no, er búið að ráðstafa flestum borpöllum mörg ár fram í tímann. Þannig er Aker Barents bókaður í verkefni fram yfir mitt ár 2014. Þetta hefur jafnframt leitt til þess að aukinn kraftur hefur verið settur í smíði nýrra borpalla og segir netmiðillinn að 70 fljótandi leitarpallar séu nú smíðum víðsvegar um heim. Þannig er norska fyrirtækið Oddfjell Drilling að láta smíða fjóra palla eins og þennan hér, sem ber heitið Deepsea Atlantic, en þeir virðast eins og klæðskerasniðnir til að ráða við aðstæður eins og á Drekasvæðinu, heimskautaslóðir með miklu hafsdýpi. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Samstarf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Olíufélög leggja nú aukna áherslu á smíði borpalla fyrir heimskautasvæði og mikið hafsdýpi. Fyrirsjáanlegur skortur á slíkum borpöllum gæti þó valdið því að enginn verði á lausu fyrir Drekasvæðið á næstu árum. Þetta er borpallurinn Aker Barents en í síðustu viku tilkynnti Statoil að hann hefði komið niður á mikla olíulind í Barentshafi. Athyglisvert er að þetta gerist um hávetur, langt norðan heimskautsbaugs, þar sem nú er fimbulkuldi og myrkur allan sólarhringinn, víðfjarri mannabyggðum, um 200 sjómílur norðvestur af Hammerfest. Þetta leiðir hugann að aðstæðum á Drekasvæðinu, sem er heldur nær landi, og mun sunnar á hnettinum. Olíuleitin í Barentshafi sýnir jafnframt við hve hrikalegar aðstæður nýjustu borpöllum er ætlað að vinna en þegar við fylgdumst með smíði Aker Barents á eynni Storð í Noregi fyrir tveimur árum var okkur greint frá því að þessi fljótandi pallur gæti borað í ólgandi stórsjó í miklum frosthörkum á þriggja kílómetra hafsdýpi. Jafnframt væri gríðarleg áherslu lögð á varnir gegn umhverfisslysum og öryggi mannskapsins um borð. Slíkir pallar eru hins vegar ekki á lausu því samkvæmt helsta netmiðli Noregs um olíuiðnaðinn, offshore.no, er búið að ráðstafa flestum borpöllum mörg ár fram í tímann. Þannig er Aker Barents bókaður í verkefni fram yfir mitt ár 2014. Þetta hefur jafnframt leitt til þess að aukinn kraftur hefur verið settur í smíði nýrra borpalla og segir netmiðillinn að 70 fljótandi leitarpallar séu nú smíðum víðsvegar um heim. Þannig er norska fyrirtækið Oddfjell Drilling að láta smíða fjóra palla eins og þennan hér, sem ber heitið Deepsea Atlantic, en þeir virðast eins og klæðskerasniðnir til að ráða við aðstæður eins og á Drekasvæðinu, heimskautaslóðir með miklu hafsdýpi.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Samstarf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira