Lífið

Heiðrún að verða stjórnarformaður?

Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún Jónsdóttir.
Breytingar eru framundan hjá Gildi lífeyrissjóði þar sem Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er að fara að láta af störfum sem formaður stjórnar sjóðsins á næstunni. Þessa dagana er lagt að Heiðrúnu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra lögfræðisviðs Eimskips, að taka við stjórnarformennskunni og mun hún að öllum líkindum gera það í vor.

Í stjórn sjóðsins eru nú auk Vilhjálms og Heiðrúnar, Harpa Ólafsdóttir, forstöðumaður kjaramálasviðs Eflinga, Hermann Magnús Sigurðsson, ritari Sjómannasambands Íslands. Hjörtur Gíslason, framkvæmdastjóri Ögurvík hf., Kolbeinn Gunnarsson, formaður Hlífar í Hafnarfirði, og Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×