Innlent

Ólafur á Suðurskautið með Cameron, Gore og Branson

Frítt föruneyti er nú á leið á Suðuskautið.
Frítt föruneyti er nú á leið á Suðuskautið.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands er á leið til Suðurskautslandsins í fríðu föruneyti. Forsetinn þáði boð frá Al Gore, Nóbelsverðlaunahafa og fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og með í för eru menn á borð við kvikmyndaleikstjórann James Cameron og milljarðamæringana Richard Branson og Ted Turner.

„Markmið leiðangursins er að kanna hina hröðu bráðnun íss og ræða hvernig unnt er að fá þjóðir heims til að sameinast í raunhæfum aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Hann er skipulagður af Loftslagsstofnun Al Gore, the Climate Reality Project, og hinu heimsþekkta náttúrutímariti National Geographic," segir í tilkynningu frá forsetaembættinu.

Á meðal annarra þátttakenda í leiðangrinum má nefna James Hansen, yfirmann vísindamála hjá Geimferðastofnun Bandaríkjanna og einn helsta sérfræðing heims á þessu sviði, Yao Tandong, fremsta jöklafræðing Kína, Christiana Figueres, framkvæmdastjóra Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC) og vísindamenn frá Harvard háskóla og háskólum í Evrópu.

„Einnig mun Hasan Mahmud, umhverfisráðherra Bangladess, taka þátt í ferðinni en verulegur hluti lands hans mun hverfa í sjó þegar áframhaldandi bráðnun íss á Suðurskautinu og á Grænlandi hækkar sjávarborð um allan heim," segir ennfremur.

Leiðangurinn hófst í gær og lýkur honum mánudaginn 6. febrúar. Siglt verður á könnunarskipinu National Geographic Explorer.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×