Lífið

Bara grín

Magnús Kjartansson var hinn hressasti í síðasta undanúrslitaþætti Söngvakeppni sjónvarpsins á laugardaginn var. Sérstaklega þótti hann fara á kostum þegar hann sýndi fram á líkindi dáðra íslenskra dægurperla við aðrar lagasmíðar.

Magnús fór hörðum orðum um Stál og hníf eftir Bubba Morthens, kallaði það snubbótt lag og lét að því liggja að það væri nauðalíkt lagi sænska tónskáldsins Bellmans sem gjarnan er sungið við Borðsálm Jónasar Hallgrímssonar. Magnús og Bubbi hafa kýtt í áratugi, allt frá því að sá síðarnefndi steig fram á sjónarsviðið og skaut reglulega á sér eldri og, að hans mati, hallærislegri músíkanta.

Á Facebook-síðu sinni sér Magnús nú samt ástæðu til að svara gagnrýni á þessi ummæli sín þannig að þau hafi bara verið saklaust grín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.