NBA í nótt: Kobe náði áfanga en Lakers tapaði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. febrúar 2012 09:00 Kobe bregður á leik með Andrew Bynum. Mynd/AP LA Lakers mátti sætta sig við tap gegn Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Kobe Bryant náði þó merkum áfanga í leiknum. Alls fóru tíu leikir fram í deildinni. Bryant skoraði 28 stig í leiknum og færði sig þar með fyrir ofan Shaquille O'Neal í fimmta sætið yfir stigahæstu leikmenn deildarinnar frá upphafi. Kobe og Shaq voru lengi samherjar hjá LA Lakers en sá síðarnefndi lagði skóna á hilluna í fyrra. Bryant hefur skorað alls 28.601 stig á ferlinum og vantar nú tæp tvö þúsund stig til að ná Wilt Chamberlain sem er í fjórða sæti listans. Kareem Abdul-Jabbar er efstur með 38.387 stig. Philadelphia vann leikinn, 95-90. Kobe skoraði þessi 24 stig sem þurfti til að bæta metið í fyrri hálfleik en aðeins fjögur í þeim síðari. Klikkaði hann á níu af tíu síðustu skotum sínum í fjórða leikhluta. Lou Williams sá fyrir sigri sinna manna en hann skoraði fjórtán af 24 stigum sinna manna í fjórða leikhluta. Þar af setti hann niður mikilvæga þriggja stiga körfu undir lokin sem fór langt með að tryggja sigurinn. Philadelphia hefur nú unnið þrettán af sextán leikjum sínum á heimavelli. New York vann Utah, 99-88, þrátt fyri að hafa verið án þeirra Amare Stoudemire og Carmelo Anthony lengst af í leiknum. Anthony meiddist eftir sex mínútna leik en Stoudemire var hjá fjölskyldu sinni í Flórída en Hazell, eldri bróðir hans, lést í umferðarslysi í gær. Jeremy Lin var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu og skoraði 28 stig fyrir New York. Steve Novak skoraði nítján stig en Al Jefferson var stigahæstur hjá Utah með 22 stig. LA Clippers vann Orlando, 107-102, í framlengdum leik. Chris Paul skoraði 29 stig, þar af ellefu í fjórða leikhluta og framlengingu. Blake Griffin og Chauncey Billups skoruðu átján stig hvor en Clippers hefur unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum. Dwight Howard skoraði 33 stig fyrir Orlando.Úrslit næturinnar: Philadelphia - LA Lakers 95-90 Washington - Toronto 111-108 Orlando - LA Clippers 102-107 New Jersey - Chicago 87-108 New York - Utah 99-88 Atlanta - Phoenix 90-99 Memphis - San Antonio 84-89 New Orleans - Sacramento 92-100 Denver - Houston 90-99 Portland - Oklahoma City 107-111 NBA Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Sjá meira
LA Lakers mátti sætta sig við tap gegn Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Kobe Bryant náði þó merkum áfanga í leiknum. Alls fóru tíu leikir fram í deildinni. Bryant skoraði 28 stig í leiknum og færði sig þar með fyrir ofan Shaquille O'Neal í fimmta sætið yfir stigahæstu leikmenn deildarinnar frá upphafi. Kobe og Shaq voru lengi samherjar hjá LA Lakers en sá síðarnefndi lagði skóna á hilluna í fyrra. Bryant hefur skorað alls 28.601 stig á ferlinum og vantar nú tæp tvö þúsund stig til að ná Wilt Chamberlain sem er í fjórða sæti listans. Kareem Abdul-Jabbar er efstur með 38.387 stig. Philadelphia vann leikinn, 95-90. Kobe skoraði þessi 24 stig sem þurfti til að bæta metið í fyrri hálfleik en aðeins fjögur í þeim síðari. Klikkaði hann á níu af tíu síðustu skotum sínum í fjórða leikhluta. Lou Williams sá fyrir sigri sinna manna en hann skoraði fjórtán af 24 stigum sinna manna í fjórða leikhluta. Þar af setti hann niður mikilvæga þriggja stiga körfu undir lokin sem fór langt með að tryggja sigurinn. Philadelphia hefur nú unnið þrettán af sextán leikjum sínum á heimavelli. New York vann Utah, 99-88, þrátt fyri að hafa verið án þeirra Amare Stoudemire og Carmelo Anthony lengst af í leiknum. Anthony meiddist eftir sex mínútna leik en Stoudemire var hjá fjölskyldu sinni í Flórída en Hazell, eldri bróðir hans, lést í umferðarslysi í gær. Jeremy Lin var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu og skoraði 28 stig fyrir New York. Steve Novak skoraði nítján stig en Al Jefferson var stigahæstur hjá Utah með 22 stig. LA Clippers vann Orlando, 107-102, í framlengdum leik. Chris Paul skoraði 29 stig, þar af ellefu í fjórða leikhluta og framlengingu. Blake Griffin og Chauncey Billups skoruðu átján stig hvor en Clippers hefur unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum. Dwight Howard skoraði 33 stig fyrir Orlando.Úrslit næturinnar: Philadelphia - LA Lakers 95-90 Washington - Toronto 111-108 Orlando - LA Clippers 102-107 New Jersey - Chicago 87-108 New York - Utah 99-88 Atlanta - Phoenix 90-99 Memphis - San Antonio 84-89 New Orleans - Sacramento 92-100 Denver - Houston 90-99 Portland - Oklahoma City 107-111
NBA Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Sjá meira