Innlent

Hættuástand þegar fjórtán manna fiskiskip varð stjórnvana

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna hættunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna hættunnar.
Fiskiskipið Páll-Jónsson GK-007 varð stjórnvana um fimmleytið í dag þegar skipið var í innsiglingu út frá Grindavík með 14 í áhöfn. Þó var hægt að stýra skipinu að einhverju leyti með hliðarskrúfum. Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar og varðstjórar í stjórnstöð kölluðu strax út með mesta forgang björgunarskip Slysvarnarfélagsins Landsbjargar, Odd V. Gíslason og björgunarsveitina í Grindavík. Þá var þyrla LHG einnig kölluð út á mesta forgang.

Um klukkan korter í sex hafði skipið samband og lét vita að það væri komið inn fyrir hafnargarða Grindavíkurhafnar og nyti aðstoðar björgunarskipsins Odds V. Gíslasonar. Þegar skipið var komið að bryggju um klukkan átta mínútur í sex var hættuástandi aflýst og þyrlan afturkölluð sem og björgunarsveitir. Varðstjórar í stjórnstöð fylgdust með atburðarrás í gegnum fjarskipti og ferilvöktunarkerfi stöðvarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×